Skólavarðan - 2021, Side 35
HAUST 2021 SKÓLAVARÐAN 35
Náttúra / SKÓLINN
skólastjóri er vel inni í verkefninu og
er með okkur í því eins og allir. Styrkur
fámennra skóla er síðan að auðvelt er
að tengja slíkt verkefni við alla árganga.
X Hverjar hafa verið helstu áskoran-
ir í samstarfinu?
Jóhannes Marteinn: Þetta hefur
heilt yfir gengið mjög vel. Ég man eftir
einu sem kom upp en þannig er að við
þurfum GPS-tæki við mælingar og þau
eru ekki alls staðar til. Þá var maður hér
í bænum sem var tilbúinn að lána okkur
tæki en án þess hefði þetta aldrei orðið
að veruleika. Í þessu tilfelli hjálpaði það
okkur að boðleiðirnar eru stuttar.
Kolbrún: Samfélagið hér er þannig
að fólk er vant að leggjast á eitt og við
vitum hvert við getum leitað.
X Hvernig hafa nemendur tekið
þessu verkefni?
Jóhann Marteinn: Mjög vel, þó
eðlilega sé munur á milli nemenda
varðandi það hversu áhugasöm þeir
eru. Þó nokkrir eru mjög áhugasamir og
sumir hafa lítinn áhuga.
Kolbrún: Ég tel að COVID hafi
aðeins spilað inn í hér því allir þurftu
aðeins að keyra sig í gang eins og í öllu
á þessum tímum. Ég kenni náttúrufræði
meira á yngri stigum og nemendurnir
voru mjög spenntir. Við fórum í fallegu
veðri niður í fjöru og hópurinn iðaði
af lífi. Ég get alveg sagt að það verður
tvennt sem þau spyrja um í haust – það
eru setlög og snið. Ég er fullviss um að
áhuginn mun aukast eftir því sem þau
kynnast verkefninu betur. Ekki síst
vegna þess að Jóhannes er alveg frábær
fræðimaður og það er svo gaman fyrir
þau að kynnast hans vinnubrögðum og
sérfræðiþekkingu. Það að
vinna með fræðimanni er
mikils virði. Það er ekki í
boði að fylgjast ekki vel með
þegar við förum á vettvang
með Jóhannesi því það er
ekki á hverjum degi sem
þau fá slíkan fræðimann
aukalega í kennsluna. Það
er mikilvægt að læra að
úti á vettvangi er einnig
kennslustund í gangi en ekki
bara göngutúr. Það er mikill
munur á því.
X En Jóhannes, hvernig fannst
þér að vera allt í einu kominn með
nemendahóp?
Jóhannes Marteinn: Mér fannst það
flott, sérstaklega yngstu krakkana sem
eru mjög áhugasamir um sand, en það
er nú kannski ekki algengt hjá þeim sem
eldri eru. Einnig veit ég að þetta verður
áhugaverðara og skemmtilegra þegar
fleiri niðurstöður fara að liggja fyrir og
þau sjá afraksturinn milli ára. Ég fann
strax mun þegar þau fóru að mæla nú
í annað skiptið, þau vissu alveg hvað
þau áttu að gera og því var auðveldara
að útskýra um hvað þetta snýst og nú
fara þau að sjá breytingarnar á milli
ára. Þau munu reikna út flatar- og
rúmmálsbreytingar á fjörunni – hvort
hún sé að vaxa út eða hopa – og sjá
niðurstöður eigin rannsókna sem verð-
ur mjög ánægjulegt. Þetta sýnir þeim
jarðfræðina í allt öðru ljósi. Rannsóknin
mun hjálpa til við að bregðast við lofts-
lagsbreytingum en þær hafa mikil áhrif
á strandsvæði við Ísland. Mælingarnar
sjálfar eru lítið mál en það sem verður
krefjandi er hvernig við
tökum efni sem kennt er á
háskólastigi og færum það
yfir á grunnskólastigið.
Kolbrún: Markmiðið er
að setja upp ráðstefnu þar
sem nemendur kynna niður-
stöður og þá þurfa þau að
standa skil á verkefninu og
eiga meira í því. Á fjögurra
ára fresti er gerð úttekt á
jarðvanginum til að halda
UNESCO stimplinum og þá
væri upplagt að hafa slíka
ráðstefnu því samstarf af þessu tagi er
mikill ávinningur fyrir jarðvanginn.
X Hvaða þýðingu hefur svona
verkefni fyrir samfélagið?
Kolbrún: Það er auðvitað misjafnt
hversu mikið nemendur fylgja slíku
verkefni eftir, heima fyrir og út á við.
Það er alveg klárt að krakkarnir okkar
vita orðið meira um hvað sandur er, t.d
að sandur er jarðefni, og einnig vita þau
hvernig sniðin raðast eftir veðri.
Jóhannes Marteinn: Mikilvægt er
að þau læra af því að framkvæma, fá
að vera á vettvangi og mæla og koma
við. Eitt af stóru atriðunum er sérstaða
Víkur varðandi rof á ströndum. Ein
pæling varðandi verkefnið er að kenna
nemendum hvernig ástandið hefur
verið hér í Vík. Ég man sjálfur sem
krakki eftir fréttum af því hversu slæmt
ástandið var orðið í Vík og farið að ógna
byggð en svo voru sandfangarar byggðir
og eiga Vegagerðin og Mýrdalshreppur
hrós skilið fyrir að láta þá snúa í átt að
sjó en ekki þversniðna vörn. Það voru
mikil vísindi í að reikna út hvernig
Rannsóknin mun
hjálpa til við að
bregðast við lofts-
lagsbreytingum en
þær hafa mikil áhrif
á strandsvæði við
Ísland.