Skólavarðan - 2021, Qupperneq 38

Skólavarðan - 2021, Qupperneq 38
38 SKÓLAVARÐAN HAUST 2021 VIÐTAL / Hanna Margrét Einarsdóttir Hanna Margrét Einars- dóttir kennir skapandi greinar við Víkurskóla í Reykjavík auk þess að kenna námskeiðið „leiðtogar í skapandi skólasamfélagi“ hjá Menntafléttunni og svo rekur hún fyrirtæki, MÓT, þar sem hún framleiðir listaverk - nytjahluti - úr leir. Hún segir að í starfi sínu hjá Víkurskóla sé hún fyrst og fremst að reyna að ná krökkunum inn í skapandi hugsun. H anna Margrét Einars- dóttir útskrif- aðist frá Kennaraháskóla Íslands árið 1998 og er auk þess með meist- arapróf í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Fyrir utan að hafa unnið sem kennari hefur hún meðal annars gegnt starfi kynningarstjóra Námsgagnastofn- unar auk þess að hafa starfað sem verkefnastjóri hjá Listahátíð í Reykjavík og kynningarstjóri hjá alþjóðlegu tónlistarakademíunni í Hörpu og Reykholtshátíð í Borgarfirði. „Svo fór ég að eiga börn og dreif mig loksins í hönnunarnám á háskólastigi við Myndlistaskólann í Reykjavík, sem mig hafði dreymt um lengi. Það var hönnunarnám sem kallast „keramikhönnun“ og ég er starfandi listamaður í keramiki í dag. Ég er í hlutastarfi sem kennari í skapandi greinum, list- og verkgreinum, í Víkurskóla auk þess að kenna námskeið hjá Menntafléttunni og svo er ég með eigin vinnustofu. Nýlega hóf ég einnig störf sem leiðbeinandi meistaraverkefna í listkennslu- deild Listaháskóla Íslands.“ Víkurskóli er fyrir nemendur í 8. - 10. bekk og er sérstök áhersla lögð á sköpun. „Við leggjum sér staka áherslu á list- og verk- greinar; ég er til dæmis að kenna skapandi ferli og við erum líka meðal annars með margmiðlun, leiklist, textíl og myndmennt. Ég er að reyna að ná til allra krakkanna og fyrst og fremst að reyna að ná þeim inn í skapandi hugsun. Við höfum til dæmis verið að vinna mikið með rýmispælingar, bæði innan og utan kennslustofunnar. Við höfum meðal annars unnið verkefni tengd frægum listamönnum, eins og Yayoi Kusama sem er ein frægasta listakona í dag; hún er á tíræðisaldri og er þekkt fyrir að vinna með doppur. Við skoðum innsetningar hennar og svo byrj- um við á að setja verk krakkanna í rýmið; það eru doppur eftir krakkana víða í skólastofunni og víðar í skólanum.“ Hvað varðar umhverfið utan kennslustofunnar nefnir Hanna Margrét að nú séu nemendur 9. og 10. bekkjar að safna ýmsum gróðri og plöntum úr umhverfinu. „Ég er að reyna að vekja þau til vitundar um að þau séu virkir þátttakendur í umhverfinu, hvort sem það er inni í stofunni eða fyrir utan hana; kannski beint fyrir utan stofuna eða kannski alla leið út í heim en í sambandi við það höfum við verið að vinna með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Á þennan hátt er hægt að kortleggja umhverfi með því að skoða hvað er í því. Nú er að skap- ast fallegt verk sem sýnir þróunina í gróðrinum frá því skólinn byrjaði snemma í haust og þar til núna. Litirnir eru allt aðrir. Ég er alveg handviss um að þetta vekur þau til umhugsunar um umhverfi sitt.“ Geta öll verið skapandi Hanna Margrét segir að hver hópur sé hjá sér í sex vikur. „Þetta eru lotur og ég legg áherslu á að það sé ferli í gangi eins og skapandi ferli hjá listamanni og þannig nýtist hönnunarnámið mér mjög mikið. Skólakerfið hefur kannski ráðist svolítið út frá því hvernig samfélagið hefur mynd- ast. Skólakerfið er orðið mjög gamalt og var eiginlega þróað í kringum iðnbyltingarhugmyndir. Við erum alltaf á tímaklukku og krakkarnir eru dálítið uppteknir af því að klára verkefnin. Sköpun er ekki þannig og það finnst þeim stundum krefjandi og erfitt. Ég hef sagt þeim að þegar ég er að vinna á vinnustofunni minni þá virkar skapandi ferli þannig að ef ég er til dæmis að búa til skál þá er ég kannski ekki búin að ákveða hvernig hún verður þegar ég byrja á henni, svo sem hvernig hún verður á litinn eða hvernig glerung ég ætla að nota. Ef skálin kemur síðan vel út þá fæ ég nýja hugmynd að næstu skál. Ég er að reyna að kenna nemendunum að gefa sér tíma; það er bara svo mikill asi í umhverfinu. Í lífi okkar allra. Það er mikil truflun frá samfélagsmiðl- um. Nemendunum finnst erfitt að setja símana sína niður og ég nota því oft hugleiðslu í byrjun tímans. Þeim fannst það mörgum skrýtið í byrjun, mjög fáránlegt, en núna eru þau mörg farin að biðja um hugleiðslu til að fá hvíld frá öllum asanum og þar á meðal símanum. Gefa sér tækifæri til að sitja og gera ekkert í nokkrar mínútur. Það gleymist líka oft að huga að tilfinningalegri líðan nemenda. Það er ekki góð blanda að líða illa tilfinningalega og vinna skapandi. Slökun, tónlist og góð lykt eru allt þættir sem ég legg áherslu á að hafa í kennslustofunni. Ég er að vekja þau til umhugsunar, bæði með verkefnum, umræðum og slökuninni, um að vera bara svo- lítið einstaklingar inni í samfélagi og inni í rými. Allt sem við setjum frá okkur, hvort sem það er slæm eða góð hegðun eða falleg verkefni eða hugmyndir, hefur áhrif á umhverfið sem við erum inni í. Það sem ég vil efla og ná fram með minni kennslu er að láta þau trúa að þau geti öll verið skapandi. Markmiðið hjá mér er að þau geti öll komið að verkefnunum; að þau taki þátt og reyni að leggja sitt af mörkum og reyni að fá hugflæðið af stað. Þau segja mörg að þau ætli ekkert að verða hönnuðir eða listamenn en það skiptir engu máli vegna þess að skapandi hugsun er talin vera mikilvægasti eigin- leiki 21. aldarinnar, sama hvað viðkomandi gerir. Ég hef alveg stórkostlega trú á sköpun sem þátt í heilun; sem skapandi ferli. Það hefur svo góð áhrif á hugann og það hefur áhrif á tilfinningar okkar, tilfinningaþroskann og félagsþroskann, tengingar og hvernig við viljum takast á við vandamál sem geta komið upp, af því að við þurfum öll að takast á við hindranir í starfi okkar. Það er bara staðreynd. Þannig að það að hafa lært skapandi ferli og geta nýtt sér skapandi hugsun er gríðarlega mikilvægur hluti af því að vera manneskja á vinnumark- aði og vera til. Vera manneskja.“ Hanna Margrét segir að þeir kennarar Víkurskóla sem kenni list- og verkgreinar leggi talsvert upp úr samvinnu. „Nemendur fá skissubók þegar þeir byrja hjá okkur og við kennum þeim að nýta hana og skrifa niður í hana hugmyndir, þannig að þegar þeir fara frá mér og fara kannski í textíl þá geta þeir kannski nýtt þar eitthvað af þeim hugmyndum sem þeir fengu hjá mér og öfugt. Við erum alltaf að reyna að hugsa um að samþætta og dýpka Listin þroskar okkur svo mikið Hanna Margrét Einarsdóttir. „Það sem ég vil efla og ná fram með minni kennslu er að láta þau trúa að þau geti öll verið skapandi.“ Svava Jónsdóttir skrifar

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.