Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 42
42 SKÓLAVARÐAN HAUST 2021
VIÐTAL / Jórunn Einarsdóttir
Jórunn Einarsdóttir kennir
íslensku í Kaupmannahöfn
og var farin að kenna
gegnum skjá löngu fyrir
heimsfaraldur.
É g er frá Vest-
mannaeyjum
og alin þar upp,
stúdent úr Fram-
haldsskólanum
í Vestmannaeyj-
um,“ segir Jórunn Einarsdóttir, kennari
íslenskra barna í Kaupmannahöfn
sem auk þess rekur fyrirtækið Kötlu
– kennslu og ráðgjöf þar sem Jórunn
hvort tveggja kennir íslensku og býður
upp á sérhæfða ráðgjöf í tilhögun náms
og kennslu í íslensku fyrir starfsfólk
fyrir tækja. Af öllum heimsins stöðum
var áhugi hennar á kennslu vakinn
þegar hún dvaldi sem au pair í Banda-
ríkjunum á öldinni sem leið.
„Þar kynntist ég stelpum sem
höfðu verið í Kennó og þar kviknaði
áhugi minn á að fara í Kennaraháskól-
ann. Og þegar ég sæki um í Kennó var
það á tíma sem var svolítið erfitt að
komast inn í skólann,“ segir Jórunn frá.
„Þannig að ég varð mjög glöð þegar ég
komst inn, fannst það alveg dálítið afrek
og þar var ég svo næstu þrjú árin og lýk
BA-prófinu,“ en námið sat hún árabilið
1996 – 1999.
Hún kveður tímann í Kennara-
háskólanum hafa verið hinn skemmtileg-
asta. „Þessir bekkjarfélagar sem maður
eignaðist á sínum tíma eru mínar bestu
vinkonur í dag,“ segir Jórunn og játar
að minna hafi farið fyrir karlkyninu í
náminu, „ja, ætli þeir hafi ekki verið fjórir
eða fimm, mig minnir það, af líklega um
25 nemendum,“ rifjar hún upp.
Strákar í íþróttir – stelpur í textíl
Á þessum tíma hafi nemendur skólans
valið sér námsgreinar, sem þeir hygðust
leggja fyrir sig í kennslunni síðar meir,
ekki kjarnafög eins og síðar kom til.
„Strákarnir fóru margir hverjir í íþróttir
en vinkonur mínar völdu sér margar
hverjar textíl og myndmennt og slíkt,
sem var kennt annars staðar og þá skildi
svolítið leiðir,“ segir Jórunn sem valdi sér
dönsku og samfélagsfræði.
Eins og fyrr segir á hún þó fjölda
góðra vinkvenna úr kennaranáminu
„og maðurinn minn grínast oft með það
þegar ég hitti konur á förnum vegi sem
heilsa mér. Þá spyr hann gjarnan „Var
þessi með þér í Kennó?“,“ segir Jórunn
og hlær, en maður hennar er Ágúst Óskar
Gústafsson læknir sem einnig starfar í
kóngsins Kaupmannahöfn.
„Við kynntumst nú á „blind date“,“
segir Jórunn glettnislega um kynni
þeirra Ágústs, „áttum sameiginlega vini
sem töldu alveg tilvalið að við hittumst
og það gekk svona líka ljómandi vel,“
heldur hún áfram, en að lokinni útskrift
úr Kennaraháskólanum lá leiðin til
Óðinsvéa þar sem ágúst var við nám.
„Þetta var nú reyndar svolítið erfitt,“
rifjar Jórunn upp af fyrstu mánuðunum
í Danaveldi, „ég var þarna nýútskrifuð og
full af eldmóði og mig langaði rosalega
til að kenna og vera alvörukennari,
en það var auðvitað ekkert auðvelt, ég
stökk ekkert inn í einhverja stöðu og var
auðvitað dálítið málhölt í fyrstu þótt ég
hefði nú valið dönsku sem kennslufag.
En ég gat fengið stöðu sem forfalla-
kennari og var í því í alveg eitt og hálft ár
í Óðinsvéum,“ segir Jórunn, enda hennar
kennsluréttindi frá Íslandi viðurkennd að
fullu í dönskum grunnskólum.
Að fósturjarðar ströndum á ný
Hún segir kennsluna hafa gengið
ágætlega þrátt fyrir að nemendurnir
væru af öðru þjóðerni. „Maður tileinkaði
sér bara ákveðinn orðaforða sem gekk
inni í kennslustofunni auk þess að vera
vel heima í námsefninu, en svo var annað
mál, þarna í byrjun, að hafa samskipti
við samkennarana, ræða um daginn og
veginn og hvað hefði verið í fréttunum
kvöldið áður og svoleiðis.“
Orðaforði sem tengdist kennslunni
hafi þó verið Jórunni tamur, enda danska
önnur námsgreinin sem hún valdi sér
í náminu á Íslandi auk þess sem fjöldi
hugtaka í kennslufræðum sé nánast
alþjóðlegur. Þó hafi alltaf blundað í henni
að fá að kenna íslenskum nemendum
dönsku og gekk sá draumur eftir þegar
Hér er fjöldi fólks
sem hefur ekki
aðgang að íslensku
Atli Steinn
Guðmundsson
skrifar
þau Ágúst fluttu til Íslands á ný árið
2004 og settust að á Akureyri þar sem
kandídatsárið í læknavísindunum beið
Ágústs.
Að því loknu fluttu þau á heima-
slóðir Jórunnar í Vestmannaeyjum þar
sem hún kenndi við annan grunnskólann
(skólarnir tveir í Eyjum hafa nú sam-
einast í einn) og nam dvölin þar áratug
áður en Danmörk seiddi þau Ágúst til sín
á ný árið 2015. „Fyrir því voru margar
ástæður, meðal annars þráin eftir að
prófa eitthvað nýtt og vaxa. Mig hafði
lengi langað að fara í framhaldsnám
hérna úti og gerði það,“ segir Jórunn
sem þá lagði til atlögu við meistaranám
í alþjóðlegum viðskiptasamskiptum, eða
international business communication,
við Copenhagen Business School.
„Á þessum tíma var ég orðin svolítið
þreytt á því að kenna,“ játar Jórunn, „það
var búið að vera mjög mikið að gera hjá
mér og ég var búin að vera í pólitík líka
og langaði um leið til að verða örlítið
meira skapandi í starfi og ráða mér meira
sjálf. Þarna var mikið um að boð væru
að berast inn í skólana frá stjórnkerfinu
og ég upplifði það mjög sterkt að mér
fannst óþægilegt að búa við svona mikla
stýringu á mínu starfi, fannst bara verið
að taka af mér þau völd að gera hlutina á
þann hátt sem ég vildi gera þá,“ segir hún
af einni kveikjunni enn að framhalds-
náminu í Kaupmannahöfn.
„Hvað kanntu, í hverju ertu góð?“
Jórunn hafi á þessum tíma séð fyrir sér
að hún væri að hverfa frá kennslustarfinu
þótt annað ætti eftir að koma á daginn.
„Það er nú einu sinni bara þannig, að
þegar maður er kennari þá er maður
alltaf kennari. Maður endar einhvern
veginn alltaf þar,“ segir Jórunn, innt eftir
tilurð fyrirtækis hennar, sem nefnt var
í upphafi viðtalsins, Kötlu – kennslu og
ráðgjöf.
„Katla verður eiginlega til vegna
þess að mér hafði ekki gengið neitt
rosalega vel að fá vinnu, ég hafði sótt
um ýmis störf tengd því sem ég var
nýútskrifuð úr sem ekki bar tilætlaðan
árangur svo ég hugsaði með mér „hvað
kanntu, í hverju ertu góð?“ og þá kom
Ég var þarna nýút-
skrifuð og full af eld-
móði og mig langaði
rosalega til að kenna
og vera alvöru-
kennari...