Skólavarðan - 2021, Side 48

Skólavarðan - 2021, Side 48
 ENSKA | MIÐSTIG Yes we can 5 nemendabók, er fyrsta bókin sem gefin er út í væntanlegum flokki sem inniheldur heildstætt náms- efni í ensku fyrir yngsta og miðstig. Í námsefninu er lögð áhersla á að auka hæfni nemenda til þess að nota tungumálið sem lifandi verkfæri í fjölbreyttum tilgangi og við ólíkar aðstæður. Efnistök eru úr hversdagslífi nemenda og áhersla er lögð á samfelldan texta sem höfðar til áhugasviðs þeirra ásamt fjölbreyttum verkefnum sem byggja á textanum. Efnið samanstendur af nemendabók, verk- efnabók, rafbók og hlustunarefni, gagnvirkum æfingum og kennsluleiðbeiningum á vef. Í Yes we can 5 fá nemendur ríkuleg tækifæri til að l þjálfa hlustun og tal l lesa og vinna með mismunandi texta l þjálfa mismunandi tegundir ritunar l vinna fjölbreytt skapandi verkefni á eigin forsendum l öðlast innsýn í hnattræn málefni Fullt af rafrænu efni á yeswecan.is 5Yes we can W ork b ook VINNUBÓK Louise Holst Tollan og Catherine Watson Ellen M. Tudor Edwards, Mona Evelyn Flognfeldt og Elisabeth Moen 7225 EFNI Yes we can er heildstætt námsefni í ensku fyrir yngsta og miðstig. Efnið byggir á grunnþáttum aðalnámskrár grunnskóla og hæfni- viðmiðum fyrir erlend tungumál. Því er ætlað að auka hæfni nemenda til þess að nota tungumálið sem lifandi verkfæri í fjölbreyttum tilgangi og við ólíkar aðstæður. Efnistök eru fyrst og fremst úr hversdagslífi nemenda og miða að því að víkka þekkingu og skilning á daglegu lífi og menningarheimi ensku- mælandi þjóða og hlutverki einstaklingsins í alþjóðasamfélagi. Áhersla er á samfelldan texta sem höfðar til nemenda og fjölbreytt verkefni sem byggja á textunum. Hlustun og málnotkun eru í fyrirrúmi en áhersla á lestur og ritun eykst markvisst eftir því sem líður á námið. Námsmat er hluti af námsefninu og áhersla er lögð á þátttöku nemenda í mati á eigin námsstöðu og aukinni meðvitund um eigin námsaðferðir og vinnulag. Yes we can 5 samanstendur af • nemendabók (einnig rafbók) • verkefnabók (einnig rafbók) • kennsluleiðbeiningar (kennsluleiðbeiningum á rafbók) • vefefni fyrir nemendur og kennara Í Yes we can 5 fá nemendur ríkuleg tækifæri til að • þjálfa hlustun og tal • lesa og vinna með mismunandi texta • þjálfa mismunandi tegundir ritunar • vinna fjölbreytt skapandi verkefni á eigin forsendum • fá innsýn í hnattræn málefni Yes w e can W orkbook 5 W ork b ook Yes w e can W orkbook 5 NEMENDABÓK Louise Holst Tollan og Catherine Watson Ellen M. Tudor Edwards, Mona Evelyn Flognfeldt og Elisabeth Moen T extb ook 5 Yes we can er heildstætt námsefni í ensku fyrir yngsta og miðstig. Efnið byggir á grunnþáttum aðalnámskrár grunnskóla og hæfni- viðmiðum fyrir erlend tungumál. Því er ætlað að auka hæfni nemenda til þess að nota tungumálið sem lifandi verkfæri í fjölbreyttum tilgangi og við ólíkar aðstæður. Efnistök eru fyrst og fremst úr hversdagslífi nemenda og miða að því að víkka þekkingu og skilning á daglegu lífi og menningarheimi enskumælandi þjóða og hlutverki einstaklingsins í alþjóðasamfélagi. Áhersla er á samfelldan texta sem höfðar til nemenda og fjölbreytt verkefni sem byggja á textunum. Hlustun og málnotkun eru í fyrirrúmi en áhersla á lestur og ritun eykst markvisst eftir því sem líður á námið. Námsmat er hluti af námsefninu og áhersla er lögð á þátttöku nemenda í mati á eigin námsstöðu og aukinni meðvitund um eigin námsaðferðir og vinnulag. Yes we can 5 samanstendur af • nemendabók (einnig rafbók) • verkefnabók (einnig rafbók) • kennsluleiðbeiningum á rafbók • vefefni fyrir nemendur og kennara Í Yes we can 5 fá nemendur ríkuleg tækifæri til að • þjálfa hlustun og tal • lesa og vinna með mismunandi texta • þjálfa mismunandi tegundir ritunar • vinna fjölbreytt skapandi verkefni á eigin forsendum • fá innsýn í hnattræn málefni 7224 EFNI Yes w e can Textbook 5 www.mms.is | www.fraedslugatt.is LÍFSLEIKNI | YNGSTA STIG LÁTTU MIG VERA! ÁHYGGJUPÚKAR Bókin fjallar um Storm og kvíðann sem hann glímir við. Kvíði er eðlileg tilfinning sem allir finna fyrir en gott er að kunna að takast á við hann. Kennari getur leitt samverustund þar sem rætt er um hvernig bregðast má við og vinna með áhyggjur og kvíða eða nem- endur farið með bókina heim til að lesa með foreldrum. Aftast í bókinni eru kennsluleiðbeiningar og verkefni. NÁTTÚRUFRÆÐI | MIÐSTIG NÁTTÚRULEGA 1 Nýtt kjarnaefni fyrir miðstig í náttúrugreinum. Rafbókaútgáfan býr yfir nokkrum eiginleikum sem prentaða útgáfan hefur ekki, s.s. stuttum fræðsluþáttum, myndum í þrívídd og gagnvirkum æfingum í lok hvers kafla.5903 Halló! Hér má finna verkefnabókina Náttúrulega 1. Í þessari verkefnabók á að teikna, lita, skrifa og fram- kvæma tilraunir. Verkefnin í verkefnabókinni eru fjöl- breytt. Sum vinna nemendur einir, sum í hópum, sum á blaði, sum með aðstoð internetsins og önnur allt öðru- vísi. Þegar við vinnum verkefni, svörum spurningum og gerum tilraunir verðum við sífellt fróðari í náttúru- greinum. Það er mikilvægt að læra um náttúruna af því að hún er allt í kringum okkur og við þurfum að læra að lifa með henni. Þessi verkefnabók er bæði til prentuð og rafræn. Góða skemmtun! Höfundar eru Halldóra Lind Guðlaugsdóttir, Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir og Telma Ýr Birgisdóttir Myndhöfundur er Krumla NÁTTÚRULEGA VERKEFNABÓK 1 DANS | ÖLL SKÓLASTIG SKAPANDI DANS Dans eflir sköpun og líkamlega tjáningu nemanda ásamt því að hvetja hann til að hugsa um eigið heilbrigði. Handbókin hefur að geyma ólíkar æfingar sem eiga að stuðla að því að nemendur skapi út frá sér sjálfum. Hægt er að aðlaga sumar æfingarnar að öðrum námsgreinum. SAMFÉLAGSGREINAR, ÍSLENSKA O.FL. | MIÐ- OG UNGLINGASTIG MYNDAMÁTTUR Unnið er með fjölbreytt og skapandi ljósmyndaverkefni þar sem áhersla er lögð á að efla gagnrýna hugsun með mynd- og rýmislæsi nemenda. Hægt er að vinna verkefnin í ólíkum fögum, þvert á náms- greinar og aldursstig og út frá mismunandi áhersluatriðum. Rauði þráðurinn er að styrkja rödd ungs fólks og skapa þeim vettvang til að miðla ólíkri reynslu og upplifunum. ÍSLENSKA | YNGSTA STIG DIMMI-MÓI | RISAEÐLA Á RÓLÓ | HUMLUR Risaeðla á róló og Dimmi-mói hafa nú bæst í Smábókaflokkinn og eru einkum ætlaðar börnum sem eru að læra að lesa. Humlur er ný lestrarbók í flokknum Milli himins og jarðar. Í bókinni eru fróðleikstextar og mikið lagt upp úr ljósmyndum og teikningum sem styðja við textann og vekja áhuga og forvitni. NÝTT NÁMSEFNI DANSKA | ÖLL SKÓLASTIG TEMPO | FJÖLBREYTTIR KENNSLUHÆTTIR Í DÖNSKU Fjölbreytt verkefni eru á vefnum Tempo og töluverð áhersla er á notkun snjalltækja við lausn þeirra. Í handbókinni Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku eru margar hug- myndir sem nýta má til að efla dönskukunnáttu. Meðal annars hvernig vinna má með kvikmyndir, þáttaraðir, myndefni og tónlist. Auk ýmissa verkefna sem tengjast t.d. orðaforða og framburði.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.