Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Side 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Side 4
 – Sjómannablaðið Víkingur Ég auglýsi hér með eftir einhverjum flokki, einstaklingi eða samtökum sem geta lagt fram stefnu (lausn) um stjórnun fiskveiða þar sem réttlæti og ranglæti hafa jafnt vægi og upphefja þar með hvort annað, þannig að yfir höfuð verði hvorki „rétt- né ranglæti“ innan sjávarútvegsins. Að mínu mati er borin von að finna slíka allsherjar lausn. Sú heimild sem til staðar hefur verið hjá handhöfum kvóta til að leigja frá sér veiðiheimildir til þriðja aðila innan fiskveiðiársins hefur löngum verið sá þáttur sem hvað mest hefur sært réttlætiskennd þorra manna. Leiga frá nýtingarréttarhöfum til annarra minnir mig á brot úr viðtali úr Verkamanninum, frá því í ágúst 196, við Frey- stein Sigurðsson afa minn heitinn í tilefni af sextugsafmæli hans en þar sagði m.a.: Foreldrar mínir voru bláfátækir leiguliðar og var oft þröngt í búi. Sárast þótti mér að sjá föður minn þurfa að flytja klyfjar af smjöri og öðru feitmeti til jarðeigendanna á sama tíma og allir í kotinu urða að borða brauð sitt þurrt. Vaknaði þá hjá mér gremja út af því óréttlæti sem sumir voru beittir af hinum sem þóttust eiga landið. Þessi frásögn lýsir aðstæðum á Íslandi fyrir rúmum hundrað árum. Enn er sama skítamixið í gangi þótt með öðrum formerkjum sé. Þeir sem hafa nýtingar- réttinn á fiskimiðunum hafa um langa hríð haft opinbert leyfi til að misnota þennan rétt með þeim hætti sem að ofan er lýst og veðsetja hann ofan í kaupið. Nýju stjórnarflokkarnir hafa gefið út sem sína stefnu að gera skuli alla sem stunda sjó að leiguliðum. Með þeim hætti hafa ný munstraðir ráðamenn þjóðar- innar hugsað sér að fullnægja réttlætinu. Vafalaust er hægt með ærinni vinnu að grafa upp hversu stór hluti af veiðiheimildum er enn í umsjá upphaflegra við- takenda og taka þann hluta eignarnámi byggðu á 0 ára eigna-upptöku plani. Flækjustigið hlýtur að vaxa gríðarlega þegar taka á nýtingarréttinn af þeim að- ilum sem greitt hafa fyrir hann gríðarlega fjármuni. Léttvæg eru þau rök, sem maður hefur heyrt höfð eftir ákveðnum stjórnmálamönnum, í þá veru að mönn- um hefði átt að vera ljós sú áhætta sem felst í að kaupa veiðiheimildir og að við- komandi gætu því sjálfum sér um kennt. Það eru einmitt þessir sömu einstakl- ingar sem í mörgum tilfellum hafa lyft grettistaki í sínum plássum, reyndar oft á kostnað annarra byggðarlaga. Að ætla sér nú að taka til ríkisins þær heimildir sem menn hafa í sumum tilfellum lagt lífstarfið að veði, fyrir utan skuldirnar, hlýtur að verða harðsótt. Með því er verið að skapa ákveðan útgáfu af réttlæti fyrir suma, sem á sama tíma hefur í för með sér óásættanlegt óréttlæti fyrir aðra, með ófyrirséðum afleiðingum. Það er borðleggjandi að aldrei verða allir sáttir um stjórnkerfi fiskveiða, sama hvaða ráðum verður beitt. Ég er persónulega þeirrar skoðunar að fækka mætti verulega í hópi þeirra ósáttu ef settar yrðu strangar reglur sem gerðu þeim, sem nú hafa nýtingarréttinn, skylt að veiða sjálfir þann afla sem þeir hafa heimildir til að bera að landi. Veiðiskylda og verulegar takmarkanir á framsali, nema í teg- undaskiptum, er sú leið sem ég aðhyllist, þótt óréttlát sé. Þeir sem ekki veiða sinn kvóta sjálfir á sínum skipum, þeim ber að skila sínum veiðiheimildum inn. Heimildir sem með þeim hætti skiluðu sér, ef einhverjar yrðu, ætti að selja hæst- bjóðanda. Ef farin verður sú leið sem haldið er á lofti af ríkisstjórnarflokkunum, þá mun það leiða til versnandi kjara starfandi sjómanna. Rökrétt hlýtur að teljast að vonlaust verði fyrir stéttarfélög sjómanna að sækja kjarabætur til útgerða sem ætlunin er með valdboði að gera að leiguliðum framtíðarinnar. Óska sjómönnum gleðilegrar hátíðar. Árni Bjarnason Efnis- Útgefandi: Völuspá, útgáfa, í samvinnu við Farmanna- og fiskimannasamband Íslands. Afgreiðsla og áskrift: 6 515/netfang: jonhjalta@simnet.is Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 6 515, netfang: jonhjalta@simnet.is Byggðavegi 101B, 600 Akureyri. Auglýsingastjóri: Vilborg Aldís Ragnarsdóttir, sími 89 6811 Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason. Forseti FFSÍ: Árni Bjarnason. Prentvinnsla: Ásprent. Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Skipstjóra- og stýrimannafélögin verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum. Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra félagsmanna FFSÍ. Blaðið kemur út fjórum sinnum á ári. ISSN 101-71 Réttlæti / ranglæti Bretarnir hefðu hæglega getað bjargað fólkinu en þess í stað sprengdu þeir það upp. Fjórði og seinasti viðtalsþáttur Ólafs Gríms Björnssonar við Stefán Olsen kyndara er nöturlegur á köflum. Ljósmyndakeppni sjómanna, hinn norræni hluti hennar fer fram í febrúar 2010 á Íslandi. Hvar eru gömlu skipin? spyr Hilmar Snorrason, og svörin eru byrjuð að berast. Hreinn Ragnarsson segir okkur af Páskaveðrinu 1963 þegar sólin hvarf á sama augnablikinu og hann skall á með ofsaveðri. Sannleikurinn um myndina sem ritstjóri hélt í fávisku sinni að væri af Svalbaki (nú eða Kaldbaki, ef kafað væri dýpra). Breski togarinn, Prince Philip, staðinn að ólöglegum veiðum. Guðjón Petersen segir okkur frá atburðarás- inni. Stríðið um 12 mílurnar er rétt lokið og Bretarnir vígmóðir. Þetta er fyrri hluti greinar um þetta efni. Makríll, bjargvættur Íslendinga? En hvernig á að gera sem mest verðmæti úr honum. Því svarar Ragnheiður Sveinþórsdóttir hjá MATÍS. Ragnar Hólm Ragnarsson veltir fyrir sér veiðieðlinu: Inngróin þörf eða ...? Sjómenn hart leiknir: Hilmar Snorrason fer út í heim og kemst að raun um að sjómenn eru beittir ótrúlegu harðræði. Ögun í skólum, 11.527 stafshögg, 124.010 vandar- högg, 10.235 kjaftshögg, 7.905 löðrungar. Gátan: Þó að ég sé mögur og mjó. Höfundur er Sigurjón Bergvinsson. Helgi Laxdal veltir fyrir sér mannlegu eðli og kemst í tæri við Þorgeirsbola. Útgerðarmaðurinn Guðmundur Jörundsson var um margt á undan sinni samtíð. Jón Hjaltason fjallar um hann. Raddir af sjónum og harða landinu. Þessu viljum við trúa en vitum þó betur: Jesú Kristur og faðir hans. Hilmar Snorrason siglir um netið. Frívaktin. Guðríður B. Jónsdóttir og Þórður Vilhjálmsson sjá um Sjómannadagsgetraunina. RUB 23 - ótrúlegur matsölustaður í hjarta Akureyrar. Örlög Jarlsins og King Erik. Ólafur Ragnarsson skrifar. Krossgátan. Sjómenn og aðrir lesendur Víkings Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagnrýni eða hrós, tillögur um efnis- þætti og hugmyndir um viðtöl við áhugaverða sjómenn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þættinum; Raddir af sjónum. Netjið á jonhjalta@simnet.is Forsíðumyndin: Guðmundur St. Valdi- marsson tók þessa flottu mynd af grindhvalavöðu. 6 13 16 19 20 24 28 30 32 32 36 40 40 42 14 34 43 44 46 48 50

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.