Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Blaðsíða 10
það svoleiðis. Hann spurði bara hvernig
ég hefði það. Við töluðum eiginlega
aldrei neitt saman. Ég rakst bara á hann
tvisvar eða þrisvar ... nei, aldrei um okk-
ar vesen saman. Hann spurði, hvernig ég
hefði það og hvar ég væri að vinna og
svoleiðis. Aldrei sá ég, að hann ræddi
um þetta við blaðamenn eða opinberlega.
Sigurður var fínasti karl, ábyggilega mjög
almennilegur maður.
Engin klíka hjá Eimskip
- Hvað tók við?
Þegar ég kom af Goðafossi, fór ég að
vinna í pakkhúsunum hjá Eimskip og
vann þar út veturinn 19-195, þangað
til stríðið var búið. En strax eftir það fór
ég tvo eða þrjá túra á Brúarfossi, og það
voru fyrstu ferðir hans til Englands eftir
stríð. Brúarfoss var happaskip. Hann
hafði eiginlega haft hættulegustu sigl-
inguna á stríðsárunum, rútuna á Eng-
land, austurströndina, aðallega til Hull
og Grimsby. Brúarfoss var eina frystiskip-
ið þá, sem við áttum. Jón Eiríksson var
nú með hann, og Kristján Aðalsteinsson
fyrsti stýrimaður. Ég var kyndari, og við
fórum til London.
Brúarfoss var þannig útbúinn, að
hann var afsegul-magnaður og dró ekki
til sín segulmögnuð dufl, en þau lágu
þarna á botninum meðfram austurströnd
Englands lengi eftir stríð. Keyra varð
báðar ljósavélarnar vegna þessarar af-
segulmögnunar. Við komum við í Leith,
og þá stendur það þannig, að einn þýzk-
ur kafbátur vill ekki gefast upp. Þetta er
hitamál þarna, og við fáum fylgd og er-
um í skipalest til London. Í bakaleiðinni
er komið við í Leith, og þá hafði kafbát-
urinn gefizt upp og er til sýnis í Leith,
og það var röðin af fólki allan daginn að
bíða eftir því að fá að fara rúntinn og
ganga í gegnum hann, og við fórum líka
að skoða þetta, jólasveinarnir.
Snorri goði var seldur Oddi Helgasyni
og hét þá Viðey, en skipshöfnin var sú
sama, og ég fór og talaði við Eyjólf Ein-
arsson, vélstjóra, vin minn. Ég komst á
Viðeyna, og er á henni til 197, en þá
kaupir Oddur nýsköpunartogara, Akur-
eyna, og við sækjum hana árið 197 til
Hull. Ég er á henni til 1951, alltaf sama
skipshöfnin, en þá er hún seld upp á
Akranes, og við förum með, en fórum
svo að týnast af henni smátt og smátt,
ætli ég hafi ekki verið 7–8 mánuði á
henni þarna uppi á Akranesi. Það var
svo ömurlegt að vera uppi á Akranesi, og
ég hætti á henni haustið 1951 og fer að
vinna aftur á Eyrinni.
Þar var engin klíka um stöðuhækk-
anir hjá Eimskip. Stýrimenn og vélstjórar
unnu sig upp eftir starfsaldri. Maður
heyrði ekki um klíkuskap þar, þeir máttu
eiga það hjá Eimskip. Þeir voru mjög
heiðarlegir þannig. En ég hafði ekkert af
skrifstofunni að segja. Það eina var, að
þegar ég vildi nú koma aftur til Eimskips
og var búinn að vera svona lengi á tog-
urunum, á Akureynni og Viðeynni –
þetta voru menn, sem alltaf vildu hafa
mann, hvernig sem á stóð – þá segir
Viggó Maack, að það séu 19 á undan
mér. Ég svara, að ég hafi skilaboð frá
framkvæmdastjóranum hjá Eimskip;
að eftir slysið á Goðafossi sitji ég fyrir
vinnu, hvort sem það sé á Eyrinni eða á
sjó. Það gilti um alla, er björguðust á
Goðafossi, það kom frá Guðmundi Vil-
hjálmssyni, framkvæmdastjóra. Þeir
höfðu á sínum tíma borgað allt, sem við
töpuðum og voru mjög almennilegir.
Svo var ég hjá Eimskip á Eyrinni eins
og hver annar verkamaður, þetta æxlað-
ist svona. Ég sagði Viggó, að ég ætti
fyrsta pláss, sem losnaði, og hann held-
ur áfram, já, er eitthvað að ybba sig, æsa
sig upp, en ég vissi ekki vel, hvað hann
meinti og sagði honum, að framkvæmda-
stjórinn hefði sagt fyrir mörgum árum,
að ég ætti fyrsta pláss, sem losnaði á
hverjum stað, sem ég væri hæfur til þess
að vinna, en bætti svo við: „En blessað-
ur, mér er alveg sama, þú ræður, hvernig
þú hefur þetta,“ – ég ætlaði ekki að fara í
hart með það. Guðmundur Vilhjálmsson
var löngu hættur. En þá kemur Hafliði
Hafliðason, vélstjóri, ofan á bryggju, og
segir við mig: „Þú ert efstur á lista næst;
nú er september, og þeir eru að fara í
skóla einhverjir, og þá ert þú næsti
maður.“ Þar með komst ég inn.
Þá fór ég á Goðafoss nýja (III) og var
á honum til 1955, að ég hætti á sjónum
og fór í Vélsmiðjuna Héðin. Goðafoss III
var díselskip, .000 tonn með frystilest-
ar, allt önnur tegund af skipi. Við sigld-
um ýmist til Rússlands eða Ameríku með
frosinn fisk, allt í frystilestum, nema
fremsta lestin var undir venjulegar vörur.
Nú var komin ný tegund af mönnum,
rafvirkjar og aðstoðar-vélstjórar. Ég var
kallaður dagmaður í vél. Þá unnum við
frá klukkan 7 til klukkan 5 á daginn við
að gera hreint og smyrja aftur í öxlun-
um, skrúfásinn, halda öllu við og hreinu,
og svo þurfti að taka ljósavélarnar í gegn.
Stundum var ég kallaður aðstoðarvél-
stjóri (það sem hjá Sambandinu var kall-
að smyrjari), og þá át ég í svokölluðum
yfirmannamessa. Allir fengu sama fæðið,
en matsalirnir voru sér. Þó átu skipstjór-
inn og fyrsti meistari á fyrsta plássi með
farþegunum, ef þeir voru með okkur, og
þeir fengu kannski einhverja deserta,
sem við fengum ekki. En Hafliði Hafliða-
son, sem var fyrsti vélstjóri á Goðafossi
III, hann kom oft frá því að hafa verið að
éta fínar steikur inni á fyrsta plássi, þá
kom hann í ýsu til okkar. Hafliði Haf-
liðason hafði verið annar vélstjóri á
gamla Goðafossi, og hann var nýlega bú-
inn að vinna sig upp á Dettifoss, þegar
Dettifoss var skotinn niður í febrúar
195. Hann var sóma karl, og eins var
hinn, Hafliði Jónsson, öðlingur.
Nú var ég kominn í land og vann á
vélaverkstæði hjá Eimskip í tvö ár. Eftir
það fór ég í Héðin og var þar, þangað til
10 – Sjómannablaðið Víkingur
Anna Borg. Á þessu skipi sigldi Olsen í heilt ár en
kom þá í land og fór ekki aftur á sjóinn
Hjónin Þorbjörg Sturlaugsdóttir og Stefán Olsen.