Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Blaðsíða 19
Í seinasta Víkingi birtist mynd af Sval-
baki EA . Ritstjóranum til láns fékk
hann ábendingu um að myndin kynni að
vera af allt öðru skipi. Honum gafst því
tækifæri til að slá varnagla í myndatexta
(sjá bls. 18 í 1. tbl.). Og það stóð ekki á
viðbrögðum.
Hinn glöggi skipaáhugamaður í Vest-
mannaeyjum, Friðrik Ásmundsson, sagði
það af og frá að þetta væri Svalbakur.
Skipstjórinn Víðir Benediktsson, sem hóf
sjómennskuferil sinn á Svalbaki, tók í
sama streng: „Þetta er klárlega ekki það
skip,“ skrifaði hann. Jónas Haraldsson
hæstaréttarlögmaður var því sammála og
benti meðal annars á að skorsteinsmerki
ÚA vantar á umrætt skip.
* * *
Þá skrifaði Sævar Ingi Jónsson:
„Varðandi myndina á blaðsíðu 18 full-
yrði ég að þetta er ekki Svalbakur. Á
þessu skipi er hvalbakurinn öðruvísi og
með sama lagi og á Elliða. Þá var Sval-
bakur aldrei með áttavitasúlu framan á
stýrishúsinu, né krana fyrir björgunar-
báta. Þá er skorsteinninn öðruvísi efst,
auk þess sem vantar útgerðarfélags-
merkið á hann. Auk þess var gangurinn í
stýrishúsið með klæddri grind en ekki
með opinni eins og þessi er. Þá held ég
að það sé einnig rétt hjá mér að stytt-
urnar á keysnum hafi verið fjórar á Sval-
bak en ekki fimm eins og á þessum. Ég
var um tíma pokamaður á Svalbak og
þurfi þá að fara með gilsin út fyrir þær.
Læt að gamni fylgja með drápu sem
ort var þegar Svalbakur kom nýr til
Akureyrar. Vona að ég fari rétt með:
Svalbakur sævakur, siglir þótt hrönn ygli
sig og sætröll digur, súðir blakir prúður
svarrar um kjöl knarrar, kólska illsku bólgin
ei dregur ferð af fleygi, fyrrn öll þó við spyrni.
* * *
Þorvaldur Davíðsson skrifaði:
„Hvaða skip sem þetta nú er þá er það
ekki Svalbakur. Talið framanfrá og aftur-
eftir: Skipið er með bakka en ekki rúnn-
aðan hvalbak, frammastrið er tvískipt en
ekki einfalt mastur með vírvöntum og
kaðalstigum, afturmastrið er uppi á brú
en ekki fremst á bátadekki, á báta-
dekkinu er einn björgunarbátur í krana í
stað tveggja í davíðum.“
* * *
Friðjón Hallgrímsson sá sömuleiðis
öll tormerki á því að hér væri um mynd
af Svalbaki að ræða:
„Í fyrsta lagi var Svalbakur með hval-
bak, en ekki bakka. Þá er afturmastrið
horfið af sínum upprunalega stað og
komið við brúna, sem gæti þó verið
seinni tíma breyting. En það sem vekur
mesta athygli er útfærslan á bræðslu-
húsinu. Þessi gerð er hvergi sjáanleg á
nýsköpunartogurunum. Ég á myndir af
þeim öllum, misgóðar reyndar, en þetta
hef ég hvergi séð. Það er fláinn aftast.
Hann er öfugur á þessu skipi, miðað við
þá sem voru yfirbyggðir aftast, að hluta.
Þetta er nú trúlega það sem kallast
einskis nýtur ómissandi fróðleikur. Ég tel
að þetta sé breskur landhelgisbrjótur.“
* * *
Árni Björn Árnason efndi til „réttar-
halds.“ Fyrir réttinn kom vitnið Magnús
Lórenzson vélfræðingur sem gerðist vél-
stjóri á Kaldbaki árið 1957. Niðurstaðan
varð að þetta væri ekki mynd af Svalbaki
né neinum öðrum ÚA-togara en aftur á
móti nokkuð örugglega af enskum toga:
„ Rökin fyrir þessari fullyrðingu eru
eftirfarandi:
Í það fyrsta þá er bakki á þessum tog-
ara en allir Akureyrartogararnir voru
með hvalbak.
Afturmastur var aftan við reykháf á
öllum Akureyrartogurunum en á þessu
skipi er það fyrir framan reykháfinn.
Einn lífbátur er á þessu skipi og bóma
til að koma honum fyrir borð en á tog-
urum frá Akureyri voru lífbátarnir tveir
og í davíðum.
Reykrör frá olíukabyssu má sjá fram-
an við bómuna sem hífir lífbátinn fyrir
borð en togarar Akureyringa voru allir
með rafmagnseldavélar.
Að síðustu þá var enginn bátapallur á
Kaldbaki eins og á þeim togara sem
myndin er af.“
* * *
Niðurstaðan verður því sú að hér
ræðir um breskan togara, mögulega land-
helgisbrjót, sem ekki ber að rugla saman
við hið ágæta skip Svalbak EA . Hafi
allir þökk fyrir er lögðu hér orð í belg.
Svalbakur eður ei!
Breskur togari á Pollinum, er niðurstaðan.
- Minjasafnið á Akureyri
Svalbakur, hinn eini og sanni.
Sjómannablaðið Víkingur – 19