Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Blaðsíða 20
0 – Sjómannablaðið Víkingur
Þessi atburður fjallar um ósköp
hversdagslega togaratöku á Íslands-
miðum milli þorskastríða og fyrir tíma
Loran C tækni og GPS, enda má lesa í
dagblaðinu Vísi, sama dag og atburður-
inn gerðist, „Fyrsti rafheilinn kom-
inn, vinnur verk hundruða skrifstofu-
manna“. Var það frétt um fyrstu tölvuna
sem kom til Íslands og er þessi grein
skrifuð á nýrri gerð af því sem þeir
kölluðu „rafheila“. Framhaldsgrein
fjallar svo um átökin í réttarsalnum
sem óvænt voru rofin með leitar- og
björgunarleiðangri þar sem varðskips-
menn voru vaktaðir af saksóknara og
verjanda, og siglingatækin innsigluð
vegna réttarhagsmuna.
Freyja fer á límingunum
Við fórum frá Reykjavík kl. 1:00 og
settum stefnuna beint fyrir Jökul og svo
áfram fyrir Bjargtanga. Framundan var
gæsla við Vestfirði. Þetta var í október-
byrjun 196 og ég var III stýrimaður um
borð í varðskipinu Óðni. Ég var að fara
síðasta túrinn í bili því svo átti ég að fara
beint í „Lordinn“, sem er viðbótarnám
skipstjóraefna á varðskipum ríkisins.
Ég var á vakt fyrstu tvo tímana eftir
brottför, aftur milli 18:00 og 18:0 og
nú átti ég að leysa af yfirstýrimanninn kl.
:0 og taka við stjórn skipsins. Ég
gerði mig því klárann fyrir vaktina og fór
svo upp í messa til að fá mér kaffi og
snarl, grunlaus um hvað biði framundan
næstu klukkustundir og daga. Líf á varð-
skipi er nefnilega algjör óvissa og það
eina sem er víst er að maður þarf að vera
tilbúinn í hvað sem er, hvenær sem er og
næstum hvar sem er. Ég hafði t.d. ekki
hugmynd um að yfirstýrimaðurinn var á
þessari stundu búinn að taka eftir endur-
varpi á radarnum, sem var innan við
1 sml. mörkin út af Barða. Þegar ég
kom upp í messann var hann að taka
næstu staðarákvörðun á endurvarpinu og
einnig öðru endurvarpi til, sem hann var
búinn að uppgötva rétt hjá. Hann var
búinn að hringja í skipherrann sem var
kominn upp í brú til að fara yfir stöð-
una. Þriðja staðarákvörðunin var tekin
kl. :1, eða um sama leyti og ég, og
hásetarnir tveir sem voru á leið með mér
á vaktina, vorum að gæða okkur á
smurðu brauði í messanum. Það var
komin ró yfir skipið, flestir gengnir til
náða, gott veður og lítil hreyfing eins og
ætíð á þeim 11 sml. hraða sem var oftast
notaður á eftirlitsferðum.
Þegar við vorum að ganga frá eftir
okkur í messanum heyrðist að vélarnar
juku skyndilega snúningshraðann, síðan
skókst skipið stafna á milli þegar snún-
ingshraðinn fór yfir „hristipunktinn“,
rétt undir hámarkshraða. Samtímis
glumdi við skerandi hávaði frá útkalls-
bjöllunum um allt skip, feiknalegt hark
og gelt heyrðist þegar skipstíkin Freyja
„fór á límingunum“ í herbergi báts-
mannsins, en þar var hennar bæli
(Freyja brjálaðist alltaf við útkallsbjöll-
urnar). Einnig heyrðist að hurðum var
svift upp í klefum þeirra áhafnarmanna
sem enn voru vakandi. Hásetarnir, sem
voru á leið með mér á vaktina, voru
horfnir áður en ég vissi af, því þeim voru
ætluð önnur skyldustörf við útkallið
„klárt skip“, en ég tók hins vegar sprett-
inn upp stigana og inn í brú. Þótt fimm
metra langur gangurinn fyrir aftan brúna
væri alltaf hafður myrkvaður til að að-
laga sjónina fyrir myrkrið í brúnni kom
ég svo til blindur inn vegna flýtisins.
„Gott kvöld“, sagði ég um leið og ég
snaraðist beint inn í kortaklefann bak
við brúna og heyrði á bak mér hása
rödd skipherrans þegar hann svaraði
„kvöldið“. „Honnör“ var ekki gefinn
núna því enginn hefði hvort sem er séð
það.
Um leið og ég kom inn í kortaklef-
ann, þar sem yfirstýrimaðurinn stóð
við radarinn, sagði hann hvasst, „taktu
kjaftabókina, komdu að radarnum, stað-
festu og skráðu“. Ég horfði á hann stilla
miðunarlínu radarsins á eitt af nokkrum
endurvörpum sem lýstu á radarskjánum,
færa svo fjarlægðarhringinn þar til hann
fór yfir endurvarpið og svo las hann upp
hátt og skýrt „skip II r.v. ,5°, fjarl.
10.85“. Síðan lét hann fjarlægðarhring-
inn eldsnöggt snerta Fjallaskaga og
las af fjarlægðarmælinum 11.11 og svo
snerta Kóp sem mældist í 5.5 sml. Með
því að framkvæma mælinguna í þessari
röð verður hreyfing varðskipsins í þær
sekúndur sem mælingin tekur, meintum
landhelgisbrjót í hag. Um leið og ég leit
á klukkuna yfir kortaborðinu og skráði
tímann :8 heyrði ég hann segja, „þú
staðfestir rétt mælt“?
„Já“, svara ég.
„Settu svo út“, segir hann.
Staðnir að ólöglegum veiðum
„Skip II“, hugsaði ég um leið og ég
fór að kortaborðinu til að setja stað okk-
ar og skipsins sem við vorum að mæla,
út í sjókortið. Sá ég að búið var að setja
út staðsetningar á skipi sem kallað var
nr. I og að þetta var þriðja staðsetningin
á skipi II sem ég var nú að setja út í
kortið. Þessi mæling á skipi II yrði sú
fyrsta sem stæðist fyrir rétti, því við
Guðjón Petersen
Prince Philip tekinn
Breskur togari á Íslandsmiðum. - Mynd: Jón Páll Ásgeirsson.