Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Qupperneq 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Qupperneq 28
Margt hefur verið ritað og rætt um veiðieðlið. Fljótt á litið virðist þetta vera inngróin þörf sem á fyrst og fremst rætur sínar að rekja til fæðuöfl- unar en hefur með tíð og tíma einnig orðið að leik með látbragði, bæði hjá mönnum og dýrum. Sjáið til dæmis heimiliskettina sem liggja yfir bráð sinni dagana langa og draga heim spör- fugla eða hagamýs þótt matardallurinn sé yfirfullur og hafi alltaf verið. Sjáið líka litlu krakkana sem hanga á bryggj- unum frá morgni til kvölds og koma heim með björg í bú, ósjálega marhnúta og skarkola sem enginn vill leggja sér til munns. Ekki má heldur gleyma minknum í hænsnabúinu sem drepur sér til gamans eða bara af inngróinni eðlisþörf, jafnvel þótt hann geti með engu móti gert sér mat úr öllu því fiðurfé sem liggur í valnum eftir góða nótt í kofanum. Ég fór að hugsa um þessa eðlisþörf og rifja upp alls kyns kenningar um hana þegar ég var á leið heim úr Litlá í Kelduhverfi 4. maí síðastliðinn eftir góðan dag en ekki mjög gjöfulan við ána. Það hafði verið kalsasamt á bakkan- um. Vindurinn var að snúast. Fyrst var logn en síðan tók að dropa úr lofti. Hægt og bítandi fór hann að blása af norðri og rigningin færðist í aukana. Norðanáttin var nístingsköld beint af hafi og regn- droparnir eins og pínulitlir ísmolar þegar þeir smugu ofan í hálsmálið. Ég renndi flíspeysunni upp í háls og dró hettuna á veiðistakknum upp yfir höfuðið. Veiðifélaginn hafði á orði að ennþá væri allt of kalt, það hefði vorað seint í Kelduhverfi og ísinn væri bara nýlega farinn af Skjálftavatninu þar sem Litlá á upptök sín. Stóri brúni urriðinn er ennþá uppi í vatni, sagði hann og bætti við að fisk- urinn kæmi niður í ána þegar hefði hlýnað og flugnaklakið hæfist fyrir al- vöru. Einmitt í þeim töluðum orðum var hrifsað í fluguna mína við ræsið efst á svæði 6. Stöngin svignaði og síðan söng í fluguhjólinu. Hjartað tók kipp og stutta stund hvarf norðannepjan út í veður og vind. Eftir snarpa baráttu landaði ég 4ra punda gullfallegum urriða, kannski þeim fyrsta sem hafði vogað sér niður úr vatn- inu og út í strauminn? Ég dáðist að fisk- inum og sleppti honum aftur: Sjáumst kannski í haust. Þannig leið dagurinn. Fleiri stórir fiskar gáfu sig ekki en norðanáttin gerð- ist sífellt áleitnari. Hitastigið féll um eina gráðu á klukkustund og fljótlega vorum við komnir með myndarlega sultardropa á nefið. Við gáfumst upp um níuleytið og rölt- um heim að bíl, alsælir eftir góðan dag við ána þótt aflinn hafi ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir. Og nú vorum við sem sagt á heimleið, dasaðir eftir útivist við ána, með þægi- lega þreytutilfinningu um allan líkam- ann. Við rifjuðum upp eftirminnilegasta atvik dagsins, aðalpersónuna á leiksviði þessarar veiðiferðar, og lesendum kann ef til vill að þykja einkennilegt að sú aðalpersóna var hundur af næsta bæ. Við höfðum sem sagt reynt að full- nægja veiðihvöt okkar ofarlega á svæði 6 þegar Border Collie blendingur kom vappandi niður götuna frá Lundarbrekku og virtist vilja taka þátt í leiknum. Þetta var ósköp vinalegur hundur. Ég klappaði honum og kjassaði, spjallaði ofurlítið við hann um lífið í sveitinni en sneri mér síðan aftur að veiðum. Þegar ég leit við andartaki síðar var hundurinn horfinn. Það var eins og jörðin hefði gleypt hann. Ég dró inn línuna og ákvað að skyggnast um eftir dýrinu. Mér hafði sýnst hann hverfa niður fyrir bakkann við ræsið á veginum og varð forvitinn að vita hvað hann væri að bardúsa, hvort hann hefði ef til vill dottið í ána eða lent í sjálfheldu. Og þarna stóð hann í fjöruborðinu, grafkyrr yfir spegilmynd sinni í vatninu. Hvað er hann að brasa? hugsaði ég og virti hvutta fyrir mér. Hann var spenntur eins og bogastrengur, dró upp aðra fram- Ragnar Hólm Ragnarsson Um veiðieðlið Veiðifélaginn Pálmi Gunnarsson kastar fl ugunni í norðannepjunni í Litlá. 28 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.