Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Qupperneq 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Qupperneq 30
30 – Sjómannablaðið Víkingur Utan úr heimi Kreppa Það hefur ekki farið framhjá okkur Íslendingum að kreppa er skollin á og það víðar en hér á landi. Hún hefur einnig haft gífurleg áhrif í skipaheiminum. Gámaskipaútgerðir hafa lent hvað verst í kreppunni. Neptune Orient Line og American President Lines hafa tilkynnt um 24% samdrátt í flutningum. Þá hefur franska útgerðin CMA CGM frestað að taka við á átta 10.000 TEU’s gámaskipum frá skipasmíðastöð en eru jafnframt að skila 60 leiguskipum sem hafa verið að sigla fyrir þá. NOL stendur í samningaviðræðum við skipasmíðastöðvar um eins mikla frestun og kostur er á afhendingu átta 10.000 TEU’s gámaskipum. Í byrjun mars hafði verið tilkynnt um 303 gámaskip með 800 þúsund gámaflutningsgetu sem lágu við akkeri eða búið var að leggja. Tveimur vikum síðar var þessi tala komin upp í 392 skip og 1,1 milljón gámaeiningar. Erfið- ustu skipin í rekstri í dag eru af stærðinni 1000 til 1800 gáma- einingaskip. Spara á siglingu Nú hafa gámarisarnir verið duglegir að endurreikna alla skapaða hluti og þar á meðal komist að því að það sé ódýrara að sigla fyrir Góðrarvonarhöfða en að fara í gegnum Súes- skipaskurðinn. Nú sjást því skip útgerða eins og Mærsk, CMA CGM og China Shipping sigla þessa leið sem er sjö dögum lengri miðað við Rotterdam en 330 þúsund dollurum ódýrari. Líklegt má telja að Egyptar endurskoði skurðagjöldin því Súes- skurðurinn er þeirra stærsta tekjulind. Spara eldsneyti Allra leiða er leitað til að draga úr kostnaði og þá er að sjálf- sögðu olían sem horft er til. Umhverfisvænir útgerðarmenn eru ekki síður að horfa til útlosunar á CO2 og hefur A.P. Møller – Mærsk nýlega fengið ráðleggingar sérfræðiaðila sem fenginn var til að skoða með hvaða hætti mætti spara sem mest. Gerðar voru prófanir um borð í 110 gámaskipum útgerðarinnar og kom í ljós að mestur sparnaður náðist með því að minnka álag á aðalvélar skipanna niður í 10% sem er nokkuð langt frá gamla yfirvélstjóraviðmiðinu sem var 40 til 50%. Með þessum að- gerðum má draga úr eldsneytisbrennslu á 6.000 gámaeininga- skipi um 3.500 tonn á ári sem reiknast til milljón dollara í sparnað. Ennfrekar verða skipin umhverfisvænni því CO2 út- losun frá slíku skipi minnkar um 10.000 tonn. Dagskipun út- gerðarinnar er að draga úr ganghraða skipanna niður í u.þ.b. 19 hnúta en með því móti verða skipin lengur á leiðinni sem gerir það að verkum að fleiri skip þarf til flutninga og þar af leiðandi þarf ekki að leggja eins mörgum skipum sökum verkefnaskorts. A.P. Møller á nú 204 skip og eru með 260 skip á leigu. Servéttuveislunni lokið Það er ekki bara í olíu og CO2 sem A.P. Møller hefur leitað sparnaðar. Nú er allt skoðað, mælt og vegið, meðal annars pappírsnotkun um borð. Það er þó ekki í formi færri skýrslna heldur skulu nú skipverjar ekki lengur fá servéttur á matar- diskana til að þurrka sér á heldur verða eldhúsrúllur notaðar héðan í frá. Samkvæmt upplýsingum mun servéttunotkunin, á skipum útgerðarinnar, kosta 70 þúsund dollara á ári og hefur því verið gefin út tilskipun um að hlutur 303754 verði ekki notaður lengur á skipunum. Líklegast eru gámaskipin þau sem verða mest fyrir skakkaföllum af þessum sökum en á það var bent að servéttur þær sem nú verða ekki notaðar hefðu fyllt tvo tuttugu feta gáma og því minni flutningur sem því nemur í hvert skip útgerðarinnar. Fyrri kreppur Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem áhafnir A.P. Møller hafa farið í gegnum sparnaðartímabil en síðast var það upp úr 1970 sem skorið var niður í kostnaði. Þá var ráðgjafafyrirtæki fengið til að skoða hvað og hvar væri hægt að ná fram sparnaði. Eftir mánaðar veru ráðgjafa um borð í einu skipa félagsins biðu menn í ofvæni eftir niðurstöðunni. Mikil vonbrigði urðu þegar aðeins stutt símskeyti barst með niðurstöðum ráðgjafanna. Þar sagði að þeir hefðu komist að því að í vélarúminu væri of mikið til af verkfærum og hins vegar að of mikil notkun væri á sal- ernispappír hjá áhöfninni. Sagan segir að skipstjóri skipsins þar sem úttektin fór fram hafi sent skeyti til baka þar sem hann sagði að hann treysti sér ekki til að taka ábyrgð á verkfæraeign vélstjóra skipsins, um það yrði útgerðin að eiga við yfirvél- stjórann. Hins vegar hafði hann svar á reiðum höndum varð- andi klósettpappírinn. Það væru einfaldlega of mörg rassg... um borð. Ekki spara á öllum sviðum Útgerðarmenn hafa verið hvattir til þess að spara ekki í þjálf- unarkostnaði áhafna sinna í kreppunni. Nýr formaður Inter- Manager sem jafnframt er stjórnarformaður V.Ship vakti sér- staka athygli á þessu þegar hann tók við formennskunni. Roberto Giorgi benti á að í kreppunni upp úr 1980 hefðu út- gerðir dregið úr öllum kostnaði, líka menntunar og þjálfunar- kostnaði, sem hefði haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér. Sagði hann jafnframt að menntun og þjálfun sjómanna yrði að hafa forgang í atvinnugreininni og benti á hækkandi meðalaldur sjómanna og þörfina fyrir að hafa góða sjómenn til að komast inn í framtíðina. Margir hefðu haldið því fram að kreppan myndi hjálpa til við að fækka skipum bæði með því að færri skip yrðu smíðuð og fleiri rifin og þar með drægi úr þörf á yfir- mönnum. Slíkt væri þó alrangt og þar af leiðandi mættu út- Hilmar Snorrason skipstjóri Kreppan hefur orðið til þess að A.P Møller skipafélagið hefur farið í markvissar sparnaðaraðgerðir.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.