Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Side 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Side 36
Í fyrri hluta greinarinnar segir frá „drulluprammanum“ Narfa, hvernig Guðmundur dróst inn í baktjaldamakk um skipakaup og hvernig við lá að hann missti lífið í brautarslysi. Verður nú þráðurinn tekinn upp að nýju; togarinn Jörundur er kominn að bryggju á Akur- eyri og vekur mikla athygli um allt land. Fékk ekki að kaupa radar en Ægir fékk asdik Það fór ekki framhjá neinum að Jörundur var ekki eins og önnur skip. Sigurjón Einarsson skipstjóri skrifaði að hann væri því miður minnstur nýsköp- unartogaranna en „ ... hefir þó uppá að bjóða, flestar þær nýjungar sem að máli skipta, fyrir okkur.“1 Til dæmis stóra vökvadrifna togvindu sem ekki væri að finna í öðrum íslenskum togara en Guð- mundur hafði einmitt verið á leiðinni að skoða þessa togvindu þegar hann lenti í 1 Sigurjón Einarsson: „Nýju togararnir“, Sjó-man- nadagsblaðið 12. júní 1949, bls. 39. þokunni og fékk aðvöruni- na að handan. Ál var no- tað í yfirbyggingu, reykháf og lestar svo skipið yrði sem léttast, kolamokstur heyrði sögunni til en Jörundur var þriðji diesel- togari flot-ans, og lýsis- bræðsluverk-smiðjan um borð var af nýrri gerð sem átti að skila mun betri nýtingu en áður þekktist. Ein var þó sú nýlunda sem „kerfið“ hafði ekki samþykkt að láta Guð- mund fá. Íslensk gjaldeyri- syfirvöld höfðu neitað ho- num um ensk pund til kaupa á radar og þannig sett fótinn – í bili – fyrir heil- lavænlega þróun sem hófst tveimur árum fyrr, með Ingólfi Arnar-syni, en hann var fyrsta fiskiskip verald-ar búið slíku un- dratæki. Þannig bar Jörundur glögg merki eiganda síns sem var flestum fundvísari á gagnlegar nýjungar. Síldveiðarnar fyrir norðan og austan land gengu afleitlega allan 6. áratuginn. Guðmundur brást við með því að senda Jörund á haustvertíðir í Norðursjóinn. Kannski hefur ýtt undir þessa ákvörðun að í byrjun síldarvertíðar sumarið 1954 kom draumamaðurinn í káetu til Guðmundar sem hafði lagt sig á stíminu út Eyjafjörð. Jón Hjaltason Útgerðarmaðurinn á Eyrinni Glefsur úr Akureyrarævi Guðmundar Jörundssonar - seinni hluti - Jörundur EA 335. Við bryggju í Krossanesi. - Minjasafnið á Akureyri. 36 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.