Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Síða 37
„Þau eru eftir 8 ár ennþá“, tilkynnti
draumamaðurinn.
Guðmundur rumskaði, fór fram í
stýrisklefann og sagði við karlana, heldur
framlágur: „Réttast væri að snúa við og
fara ekkert á síldveiðar í sumar.“
Hann hafði ráðið drauminn svo að
enn væru eftir átta aflaleysisár. Um
haustið varð Jörundur fyrsta íslenska
skipið til að stunda síldveiðar í
Norðursjónum.2
Guðmundur lét líka henda út
mjölverksmiðjunni, sem komið hafði
með skipinu, en setti í staðinn hrað-
frystitæki, bæði til að frysta síldina en
einnig til að gera meiri verðmæti úr öðr-
um afla. Ýsan var eftirsóttust og strax
1952 var Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
tekin að selja í 5 punda pakkningum,
beinlaus og roðlaus flök, sem unnin voru
um borð í Jörundi fyrir bandarískan
markað.3 Þetta sama ár, um vorið, hafði
Guðmundur flutt erindi hjá Sjálfstæðis-
félagi Akureyrar og sagt frá reynslu sinni
af Norðmönnum sem hann hafði heim-
sótt árið á undan. Þar hafði hann séð
mikið galdratæki, asdik, sem minnti
einna helst á neðansjávarradar. Svona
tæki verðum við að eignast og setja í
skip sem leitar síldarinnar fyrir flotann,
staðhæfði hann við fundargesti. Helst
2 Guðmundur Jörundsson: Sýnir og sálfarir, bls
9-99; „Jörundur að síldveiðum ... “, Íslendingur
25. ágúst 1954.
3 Hjalti Einarsson: „Fyrsti frystitogarinna 1951?“,
Frost febrúar 1994, bls. þyrfti íslenska þjóðin auðvitað að eignast
hafrannsóknaskip. Þegar búið var að
klappa fyrir orðum Guðmundar sam-
þykktu fundargestir einróma að senda
ríkisstjórn Íslands þessi skilaboð.4
Hvort sem það var fyrir þessa áskorun
Guðmundar og félaga hans í Sjálfstæðis-
flokknum á Akureyri eða eitthvað annað
þá gerðist það árið eftir að asdik-tæki var
sett í varðskipið Ægi sem fékk um leið
nýtt hlutverk, að minnsta kosti hluta úr
ári. Í stað þess að vakta fiskveiðilögsög-
una átti Ægir nú að finna síld fyrir síld-
veiðiflotann. Guðmundi var létt og það
kom fljótlega á daginn sem hann hafði
4 „Síldveiðitæki og veiðihorfur“, Íslendingur 9.
apríl 1952.
haldið fram að síldarleitin með nýja
undratækinu færði þjóðarbúinu veru-
legar tekjur.5 Þegar svo kom að því að
Guðmundur vildi fá sér nýtt skip sýndi
hann sömu framsýnina og einkennt hafði
allan hans útgerðarferil. Hann ætlaði að
fá sér alveg nýja skipategund sem var
tekin að ryðja sér til rúms á miðunum.
Guðmundur sótti um nauðsynleg leyfi
en „kerfið“ svaraði: „Íslendingar hafa
ekki efni á experimentum.“6
Ekki efni á tilraunum – kannski var
5 Steinar J. Lúðvíksson: Silfur hafsins. Gull
Íslands, bls. 11; „Rannsókarstarf Ægis ... “, Ís-
lendingur 31. ágúst 1955.
6 Ólafur K. Björnsson: „Guðmundur Jörundsson
útgerðarmaður“, Morgunblaðið 23. maí 1990.
Jón Hjaltason
Útgerðarmaðurinn á Eyrinni
Glefsur úr Akureyrarævi Guðmundar Jörundssonar - seinni hluti -
Jörundur á siglingu.
Sjómannablaðið Víkingur – 37