Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Page 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Page 38
það rétt en svo mikið er víst að7 áratug- ur 20. aldar var varla genginn í garð þegar engum útgerðarmanni datt lengur í hug að láta smíða síðutogara, allir vildu nýju skipategundina, hina svokölluðu skuttogara.7 Íslendingar, og Guðmundur ekki undanskilinn, urðu hins vegar að sætta sig við gamla tímann enn um sinn. „Því ekki að reyna það“ Í ársbyrjun 1960 gaf eiginkona hans, Marta Sveinsdóttir, hinu nýja 950 tonna skipi nafnið Narfi en einkennisnúmer þess var RE 13. Fjórtán árum síðar lét Guðmundur drauminn loks rætast og breytti Narfa í skuttogara. Hann hafði alla ævi glímt við „experiment“. Hvernig átti líka að þoka hlutum áfram ef aldrei var tekist á við nýjungar og sífellt tönnl- ast á því að þetta eða hitt væri ógjörn- ingur. „Því ekki að reyna það,“ var mikil  Þorleifur Óskarsson: Íslensk togaraútgerð 1945- 190, bls. 1 uppáhaldsetning Guðmundar þegar eitt- hvað nýtt var borið undir hann, eitthvað sem menn sáu ekki endilega fyrir end- ann á. Þannig maður var nýi Akureyringur- inn sem 1943 flutti bú sitt á Oddeyrina. Hans var æ oftar getið í fréttum útvarps og blaða, einkum eftir að hann fékk Jörund sem var ár eftir ár aflahæstur á síldarvertíðinni. Og þegar Akureyrar- blöðin birtu skrár yfir hæstu útsvars- greiðendur þá var nafn Guðmundar iðulega ofarlega á blaði og kom fyrir að hann var skattakóngur. Hlaut slíkur maður ekki að eiga erindi í pólitík? Jú, var svarið og 1950 var Guðmundur þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórnarkosninga og flaug inn. Helsta hugðarefni hans var efling út- gerðar frá Akureyri. Lítið á, sagði hann, togaraútgerð héðan er ekki nema liðlega tveggja og hálfs árs gömul en nú þegar eru þeir orðnir þrír togararnir sem Akureyringar gera út. „Þessi vöxtur togaraútgerðarinnar bendir ótvírætt til þess, að nú sé hrundið þeim gamla og leiða orðrómi, sem á hefir legið, að óger- legt væri að reka togaraútgerð frá Akureyri.“8 Fjórum árum síðar var Guðmundur aftur í framboði og á sömu buxunum. Málið var að auka atvinnuna í bænum. Það varð að koma í veg fyrir strauminn suður. Menn fóru í stórum hópum á vetrarvertíðir og í vaxandi mæli suður á Keflavíkurflugvöll. Ráð Guðmundar voru sem fyrr að hlúa að útgerðinni. Sjálfur gekk hann á undan með góðu fordæmi. Hann hafði árið á undan reist þurrk- hjalla, í samvinnu við ÚA, gagngert til að verka skreið sem gaf strax ákaflega góða raun og var alger nýjung í atvinnuhátt- um á Akureyri. En okkur vantar sárlega geymslupláss  Guðmundur Jörundsson: „Akureyri hefir ... “, Íslendingur 25. janúar 1950. Frystihús ÚA í byggingu. Guðmundi var boðinn forstjórstóll fyrirtækisins sem hann þáði þó ekki. - Minjasafnið á Akureyri. 38 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.