Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Page 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Page 42
42 – Sjómannablaðið Víkingur eftir Hilmar Snorrason Ég ætla að þessu sinni að hefja för okkar á norskri síðu sem þarlendur stýrimaður, Jan Olav Stroli heldur úti. Slóðina finn- um við á www.captainsvoyage.com og er þetta síða sem tekur langan tíma að fara í gegnum. Hann hefur verið að sigla á skemmti- og farþegaskipum og er megin- þorri síðunar um slík skip. Það sem þó er mest áhugavert á síðunni er umfjöllun hans um skemmtiferðaskipið Norway sem hann starfaði á um lengri tíma. Næst förum við á síðu sem fjallar um nýja tækni og ný skip svo eitthvað sé nefnt. Slóðin www.ship-technology.com leiðir okkur í allan sannleika um nýjar skipagerðir og eru þar upplýsingar og myndir af nýjum og byltingarkenndum skipum og tækninýjungum. Síðan er ákaflega áhugaverð fyrir þá sem hafa gaman af að vita hvað og hverju þeir megi búast við að mæta á heimshöfunum í framtíðinni. Það er ekki á hverju ári sem íslensk skip hafa verið í siglingum um Bos- phorussund en sannarlega hefur íslenski fáninn sést við hún skipa sem þar sigla um. Mikil skipaumferð er um sundið og kennir þar margra grasa á slóðinni www. bosphorusstrait.com þar sem er síða um sundið ásamt fréttum þaðan. Að sjálf- sögðu er hægt að sjá AIS upplýsingar um skipaumferð í og við Bosphorussundið á síðunni. Þegar ég rakst á næstu síðu, reyndar fyrir algjöra tilviljun, þá ákvað ég að segja frá henni í þessu blaði þótt hún sé lítið til þess fallin að flakka mikið um hana. Hér er síða http://archwayvideo.co. uk/films.htm sem er sölusíða fyrir kvik- myndafyrirtæki sem hefur hér sett saman nokkrar myndir um líf og störf um borð í tveimur mismunandi skipum. Mynd- irnar eru til sölu og er ég þess viss að þau ungmenni sem eru að huga að fram- tíðaráformum hefðu gaman af því að skoða þessar myndir til að átta sig á lífi því sem er í boði fyrir farmenn í dag. Næsta síða er frönsk og þótt þú skiljir ekki frönsku þá gerir það ekkert til en þessi síða fjallar um frönsk spítalaskip. Slóðin http://navires-hopitaux.blogspot.com leiðir okkur í sannleikann um þann fjölda skipa sem hafa gegnt slíkum hlut- verkum og bjargað lífum og limum fólks um allan heim. Við sum skipanna má finna samantekt á ensku en einnig eru póstkort að finna þar með mörgum skip- anna sem og umslög merkt þeim. Ég ætla að halda áfram á frönskum slóðum en næsta síða heitir Skipin frá St. Malo og er að finna á slóðinni www. bateaux-desaint-malo.com. Þessi síða er einnig til á ensku og er mjög skemmtileg að skoða. Þar eru myndir af togurum og fiskiskipum sem áhugavert er að skoða. Frá St. Malo kom franska rannsóknar- skipið Pourquoi Pas? og er að finna myndir af því skipi sem og fyrra skipi Charcot. Ég er þess næsta viss að mörgum sjómanninum þætti það vera lítil sjó- mennska að sigla um ár og fljót í Evrópu þar sem alltaf er lítil von um velting og brælur. Þessa sjómennsku getum við kynnt okkur á slóðinni www.binnenvaart. web-log.nl en hér getur að líta hin ýmsu skip sem sinna þessum siglingum. Að vísu er síðan á hollensku en það ætti nú að vera vandræðalaust að ferðast um slíka síðu ef þið hafið komist í gegnum þá frönsku sem ég nefndi hér að framan. Nú skulum við fara að huga að sum- arleyfinu og þá er helst að velta því fyrir sér hvort kreppan kemur í veg fyrir að við getum fjárfest í skemmtibátum. Á slóðinni www.yachtsmonthly.com getum við leitað að bátum allt eftir efnum okkar eða þá hvaða stærð hentar okkur. Ég reyndar sló inn einhverjum tug- þúsundum í skútu en ég var sannarlega ekki búinn undir það að því sem næst hlátur heyrðist frá síðunni. Eftir að hafa slegið hundruð þúsunda dollara fór að sjást einhver árangur af leit minni. Stöðugt fleiri sjómenn hafa verið í útrás og fundið sér störf erlendis enda mikill skortur á yfirmönnum um allan heim. Næsta síða gæti því reynst ein- hverjum Íslendingnum nauðsynleg en á slóðinni www.seafarerhelp.org er hjálpar- lína fyrir sjómenn sem opin er allan sólarhringinn. Þar eru upplýsingar um það hvernig hægt sé að ná sambandi við þessa þjónustu og í hverju hún felst. Ekki er nauðsynlegt að kunna ensku til að geta nýtt sér þjónustuna sem staðsett er í Bretlandi þar sem fjöldi túlka eru á þeirra snærum til að tala við erlenda sjó- menn. Lokasíðan að þessu sinni er dönsk og gæti verið mikilvæg fyrir þá sem hyggja á víking. Til að geta fengið starf á dönsku skipi þurfa menn í dag að taka próf í dönskum reglum en á slóðinni www.marnav.dk sem leiðir okkur til stýri- mannaskólans í Marstal en þar er hægt að taka á netinu námskeið í dönskum reglum. Þá er einnig hægt að taka nám- skeið í svokölluðum „Vetting“ skoðun- um tankskipa.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.