Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Qupperneq 43
Sjómannablaðið Víkingur – 43
Í heimsókn sinni á geðveikrahælið
spurði einn gesturinn deildarstjórann
hvaða aðferð læknarnir beittu til að
ákvarða hvort leggja ætti sjúkling inn á
hælið eður ei. ,,Sko,“ sagði deildar-
stjórinn, ,,við fyllum baðkar af vatni. Svo
bjóðum við sjúklingnum teskeið, tebolla
eða fötu til að tæma baðkarið.“
,,Aaa, ég skil,“ sagði gesturinn, ,,heil-
brigð manneskja mundi þá velja fötuna,
þar sem hún er stærri en teskeiðin og
tebollinn og auðveldast að tæma
baðkarið þannig!“
,,Nei,“ sagði deildarstjórinn, ,,heil-
brigð manneskja mundi taka tappann
úr. Má bjóða þér herbergi með eða án
glugga?“
*
>SKILABOÐ SKIPSTJÓRA
TIL 1. STÝRIMANNS:
Snemma í fyrramálið, klukkan 9:00
verður almyrkvi á sólu. Þar sem þetta er
ekki daglegur viðburður skal áhöfnin
klæðast sínum bestu fötum, raða sér upp
úti á þilfari og fylgjast með þegar sólin
hverfur. Ég mun sjálfur útlista þennan
merka atburð fyrir áhöfninni. Ef það
rignir er hætta á að okkur auðnist ekki
að sjá þegar sólin hverfur og fari svo skal
áhöfnin koma saman í matsalnum.
>SKILABOÐ 1. STÝRIMANNS
TIL 2. STÝRIMANNS:
Samkvæmt skipun skipstjórans verður
snemma í fyrramálið, klukkan 9:00, al-
myrkvi á sólu. Ef það rignir munum við
ekki sjá sólina hverfa á þilfarinu í okkar
bestu fötum. Fari svo munum við
fylgjast með þessu merka fyrirbæri í mat-
salnum. Þetta er ekki daglegur við-
burður.
>SKILABOÐ 2. STÝRIMANNS
TIL 3. STÝRIMANNS:
Samkvæmt skipun skipstjórans mun-
um við fylgjast með, í okkar bestu föt-
um, þegar sólin hverfur í matsalnum
klukkan 9:00 í fyrramálið. Skipstjórinn
mun sjálfur útlista fyrir okkur hvort það
fari að rigna. Þetta er ekki daglegur við-
burður.
SKILABOÐ 3. STÝRIMANNS
TIL BÁTSMANNS:
Ef það rignir í matsalnum snemma í
fyrramálið, sem er ekki daglegur við-
burður, mun skipstjórinn, í sínum bestu
fötum, hverfa klukkan 9:00.
SKILABOÐ BÁTSMANNS
TIL ÁHAFNAR:
Snemma í fyrramálið, klukkan 9:00,
mun skipstjórinn hverfa. Því miður er
þetta ekki daglegur viðburður.
*
Frambjóðandi var eitt sinn á ferð um
sveitir rétt fyrir kosningar. Borðaði hann
kvöldmat á bæ einum og stóðu svo um-
ræður fram eftir kvöldi. Eftir að fram-
bjóðandi gekk til rekkju læddist bónda-
dóttir inn til hans og skreið uppí.
Frambjóðanda fannst þetta gott mál, en
taldi að þetta gæti verið hættuspil svona
rétt fyrir kosningar – hann var jú giftur
líka. Varð því heimasæta frá að hverfa.
Snemma morguns daginn eftir vaknar
frambjóðandi við köll og formælingar
við fjósið og fer út í glugga. Er þar
heimasæta að reyna að teyma tudda
upp á belju. Er tuddi tregur til og öskrar
því heimasætan á hann: „Svona! Áfram
með þig. Reynda að fara upp á helvítis
beljuna. Ekki ert þú í framboði.“