Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Page 48
Fyrir sléttum 66 árum voru 2 öldungar, ef maður getur sagt
svo, á ferðinni í Norður-Atlantshafi. Þetta voru íslenskur
togari (áður enskur), sem hét Jarl GK 272, og enskur
togari King Erik GY 474.
Jarlinn var smíðaður í
Englandi 1890 en keyptur til
Íslands 1925 af „Hrogn &
Lýsi“ og fékk þá nafnið And-
ers RE 263. Árið 1930 var
hann seldur h/f Hlé í Reykja-
vík og hét þá Hlér RE 263.
Þetta sama ár (1930) var
hann svo aftur seldur og nú
voru kaupendur Kolbeinn
Finnsson og Þorvaldur
Jakobsson. Fimm árum síðar
(1935) kaupir Helgi Pálsson
á Akureyri skipið og skýrir
Jarlinn EA 590. Árið 1940
kaupir sameignarfélagið,
Jarlinn í Reykjavík, skipið og
það heldur nafni en fær
einkennisstafina GK 272.
Meðal eiganda voru Óskar
Halldórsson og Björn Ólafs-
son.
Eftir að skipið kom til Ís-
lands hafði það verið notað
sem línuveiðari. Leiðir þeirra
Eiríks Kóngs og Jarlsins lágu
kannske ekki saman en báðir
voru á leið til Íslands frá Fleetwood. Báðir voru í siglingum
með fisk handa stríðshrjáðu fólki á Englandi. Jarlinn var undir
stjórn gamalreynds skipstjóra Jóhannesar Jónssonar 64 ára að
aldri.
King Erik var hins vegar undir stjórn hins fertuga Francis
H. Davidson. „Kóngurinn“ mátti sannarlega muna sinn fífil
fegurri. Hann var smíðaður hjá Cochrane & Cooper Ltd, Selby
árið 1899, fyrir Viking Steam Fishing Co Ldt í Grimsby og
skírður King Erik GY10. Árið 1904 var hann seldur Frank
Barret í Grimsby. 1905 var hann gerður út frá Noregi en
skráður í Strömstad í Svíþjóð. Einkennisstafir hans voru SD33.
Árið 1911 var skipt um ketil í skipinu. Árið 1915 er skipið fært
aftur til Englands og skráð í Grimsby GY474. Það sama ár er
það tekið í þjónustu sjóhersins og notað við að slæða upp
tundurdufl. Svo lauk stríðinu og árið eftir (1919) var skipinu
skilað aftur til eigenda sinna. Ári síðar var það selt til, Direct
Fish Supplies Ltd Grimsby. Og aftur 1922 en þá keyptu skipið,
T.W Bascom, Grimsby, en seldu það aftur 1940, þá til Boston
Deep Sea Fishing & Ice Co Ldt. Fleetwood.
Snúum þá til baka út á Atl-
antshafið þar sem þeir félagar
sigla til Íslands, annar á leið til
Vestmannaeyja (Jarlinn) til að
lesta fisk. Sá enski ætlar hins
vegar að afla hans sjálfur. Árið
1941 var höggvið stórt skarð í
íslenska sjómannastétt. Morð-
árásir þýskra kafbáta kostuðu
þá margan sjómanninn lífið.
Má nefna örfá dæmi; árás-
ina á Fróða, Reykjaborginni
sökkt sem og Pétursey, M/S
Hekla skotin í kaf. Og svona
mætti lengi telja. En snúum
okkur aftur að fyrrgreindum
félögum. U 141 var þýskur
kaf-bátur undir stjórn hins þrí-
tuga Philipp Schüler (1911-
1943) kapitainlautinants. Bá-
turinn hafði verið byggður í
Baubelehrung U-Boote Ostsee
Kiel 1940. Hann var fyrst undir
stjórn Heinz Otto Schultze
(1915-1943).
Ólafur Ragnarsson
Óvinur í undirdjúpunum
Jarlinn við bryggju.
„Dauðaslóðin“ eins og leiðin til Fleet-
wood var kölluð. Til hægri innsiglingin
til Fletwood.
Kort af höfninni í Fleetwood
Gamall enskur togari.
Til vinstri King Erik undir sænskum merkjum. Til hægri, um borð í gömlum
togara.
Mynd fengin að „láni“ úr bók Hassa
um Eldborgina. Faðir minn sigldi á
Eldborgu á stríðsárunum en hvort
hann var með í það skipti sem sýnt er
á myndinni veit ég ekki.
Til vinstri er Schultze, fyrsti
Kapitainlautinantinn á U 141.Óþekktur kafbátur að koma úr kafi.
Frívaktin
*
Gömul kona gekk niður Laugaveginn með tvo troðfulla
ruslapoka. Lögreglumaður stóð þar rétt hjá og tók eftir því að gat var á öðrum pokanum og 5000 kr seðlar flögruðu úr
honum endrum og eins. Eitthvað fannst honum þetta dularfullt og gekk upp að konunni.
„Góðan daginn væna mín,“ sagði hann, „hefur þú tekið eftir því að það fjúka 5000 kr seðlar úr pokanum þínum?“
Konan stoppar, lítur um öxl og sér seðlana á víð og dreif um götuna. Stynur síðan: „Æ þakka þér fyrir væni. Ég
skal drífa mig í að taka þá upp.“
En þegar hún byrjar að týna upp seðlana stöðvar lögreglu-þjónninn hana.
„Engan asa. Hvernig stendur eiginlega á því að þú ert með fullan ruslapoka af fimm þúsund köllum? Rændirðu
banka?
Gamla konan brosir. „Nei, það gerði ég nú ekki en það vill svo til að við garðinn minn er stór fótboltavöllur og all-
taf þegar mikilvæg mót eru í gangi koma ungir menn og míga í blómabeðin hjá mér svo ég tók upp á því að standa
þarna með garðklippurnar og segja, 5000 kr. eða ég klippi hann af.“
„Jahá, þetta er áhugaverð hugmynd,“ segir lögregluþjóninn hugsi, „en hvað ertu með í hinum pokanum?“
„Það eru ekki allir sem borga ... “
48 – Sjómannablaðið Víkingur