Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Blaðsíða 11
Sjómannablaðið Víkingur er eitt af fáum íslenskum sérritum sem helgað er sjómennsku og sjómönnum. Á þessum tíma-mótum í útgáfunni sendi ég blaðinu árn-aðaróskir og óska því góðs gengis og langra lífdaga áfram. Mér fi nnst langlífi ð sýna að blaðið hefur alla tíð átt erindi við sjómenn og jafnvel landkrabba eins og mig sem aldrei hafa migið í saltan sjó. Sjómenn eru öflug stétt og þeir liggja yfirleitt ekki á skoðunum sínum. Sjómenn á fiskiskipum láta í sér heyra ef þeim finnst ríkja ofstjórn með veiðikvóta og farmenn hafa eðlilega áhyggjur af minnk- andi íslenskri útgerð flutningaskipa og þar af leiðandi færri störfum Íslendinga í þeirri grein. Nauðsynlegt er að rödd sjómanna heyrist og við þekkjum mergjaðar frá- sagnir sjómanna af sjávarháska og fræki- legum björgunarafrekum. Þessu er sinnt í dagblöðum, tímaritum og bókum. Sjómenn þurfa líka að eiga sín fagtímarit og málgögn og þar gegnir Víkingur mikilvægu hlutverki og gerir vonandi lengi enn. Í samgönguráðuneytinu eigum við margháttuð samskipti við sjómenn og aðra sem tengjast hafnargerð, siglingum og öryggismálum sjómanna. Með langtímaáætlun stjórnvalda um öryggi sjófarenda, sem samþykkt var á Alþingi 2001, hafa náðst umtalsverðar umbætur á sviði öryggismála sjófarenda og við fögnum því að síðasta ár var án banaslysa á sjó. Aukin áhersla á öryggismál sjómanna hefur skilað sér. Langtímaáætlunin tekur bæði til atriða er varða öryggisbúnað og vinnuaðstöðu um borð í skipum og til atriða er varða viðbúnað í háska. Sjómenn hafa séð að þekking og þjálf- un og góð vinnubrögð í þessum efnum eru grundvallarþáttur í öryggi þeirra sjálfra. Þeir hafa tekið þátt í námskeiðum á vegum Slysavarnaskóla sjómanna og tileinkað sér nauðsynleg vinnubrögð til að draga úr slysahættu. Þetta snertir ekki aðeins sjómenn heldur einnig farþega þeirra og hvaðeina er snertir siglingar og meðferð skipa. Sennilega ætti að skylda miklu fleiri starfsstéttir til að sitja reglu- lega slík slysavarnanámskeið. Líklega er sjómannastéttin sú stétt landsmanna sem mest er talað um og þá bæði vel og illa. Skáldin hafa ort voldug kvæði um hina miklu sægarpa sem takast æðrulausir á við hættur hafsins. Stundum sprettur upp öfund sem hneykslast og sér ofsjónum yfir miklum hlut þeirra og á síðustu árum hafa rökræður um meinta rányrkju, brottkast eða kvóta litað skoðanir manna. En hvað sem því öllu líður hefur sjómannastéttin alla tíð skipt miklu máli fyrir þjóðarbúið og gerir enn. Með störfum sjómanna og öllum þeim störfum sem þeim tengjast fer fram mikil verðmætasköpun. Breytingar í þjóðfélaginu og atvinnuháttum hafa vissulega átt þátt í því að sjómenn sigla ýmist í öldudal eða öldutoppi en þeir eru vanir því. Þeir kunna að mæta erfiðleikum og óvænt- um áskorunum. Þeir verða ennþá sægarpar sem mikil sæmd er að. Til hamingju með afmælið. Sjómannablaðið Víkingur – 11 Kristján L. Möller. Kristján L. Möller samgönguráðherra Sjómannablaðið Víkingur 70 ára Mikilvægt málgagn og síungt Ljósmynd: Anders Christiansen Víkingnum þótti við hæfi , í tilefni af 70 árunum sem eru að baki, að biðja Jón Bjarnason, sem fer með sjávarút- vegsmál í núverandi ríkisstjórn, að rifja upp eftirminnilega sjóferð er hann hefði farið. Jón brást vel við, eins og hans var von og vísa, og sendi okkur þessa skemmtilegu og fróðlegu frásögn sem er mjög í anda Víkingsins. Vorið 1951 ákváðu foreldrar mínir að taka sig upp með fjölskylduna alla, sam- tals 14 manns, og flytja búferlum frá Asparvík í Strandasýslu að Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Faðir minn, Bjarni Jónsson, var útvegsbóndi og tekjur heimilisins byggðust að miklu á sjósókn. En fiskurinn í Húnaflóanum hafði brugðist í nokkur ár og því var valinn sá kostur að söðla alveg um og flytja á annan landshluta. Foreldrar mínir höfðu þá fest kaup á Bjarnarhöfn, einni af mestu kostajörðum landsins. Ferðin sjóleiðis frá Asparvík til Bjarnarhafnar er mér afar minnistæð en ég var þá barn að aldri. Hún hófst með því að fjölskyldan gekk um borð í Síldina, hákarlaskipið og trilluna sem í senn hafði þjónað farsællega til sjóróðra, flutt lækni og ljósmóður sem aðra farþega um áratugi í misjöfnum veðrum Húnaflóans. Nú var ferðinni heitið inn á Drangsnes í veg fyrir strandferðaskipið Skjaldbreið sem átti að flytja okkur til Bjarn- arhafnar. Síldin var mikið listasjóskip en skipar nú heiðurssæti á safni og í gestamóttöku Hildibrands bróður míns og fjölskyldu hans í Bjarnarhöfn. Langt var liðið á júní og túnin græn. Þótt spenningurinn og eftirvæntingin væri mikil fannst okkur krökkunum sárt að kveðja fjöruna, hlíðarnar, steinana og hamrana sem höfðu verið leikvöllur okkar allt frá fyrstu skrefum. Aksjónin var yfirstaðin en þá höfðu allir húsmunir og amboð sem ekki var hægt að flytja með sér verið boðin upp. Enn er mér nokkur óhugur í minni að hafa horft á allt þetta ókunnuga fólk sem kom og gramsaði í eigum okkar og hafði með sér á burt. Sjóferðin með Síldinni En hvað um það, ferðin var hafin. Það var hægur sunnan- andvari og hlýtt þegar Síldin renndi frá Kvíanesinu í Asp- arvík og stefnan var tekin inn Húnaflóann á Drangsnes. Bát- urinn var hlaðinn fólki og far- angri og því betra að fá gott sjóveður. En skyndilega rauk hann upp með sunnanstormi, hvítfyssandi sjó og ágjöfum. Okkur krökkunum var stappað saman fremst í bátinn undir hvalbaknum og breitt yfir okkur segl. Síldin tók miklar dýfur í öldurótinu. Móðir mín kunni rokinu og ágjöfinni vel. Kallaði þetta fruss. Þannig var kveðju- myndin, faðir minn við stýrið á Síldinni og móðir mín sem sat keik á þóftunni og leit ekki undan þótt löðraði yfir bátinn. Þegar inn á Drangsnes kom gekk brim- rokið yfir bryggjuna og því ekki hægt að lenda. Þar hafði safnast saman hópur vaskra manna úr þorpinu til að taka á móti okkur. Faðir minn hélt bátnum eins nálægt bryggjunni og hann þorði og síðan var okkur kastað í land á milli laganna. Ég man óljóst eftir stórum og sterkum örm- um sem gripu mig og báru í öruggt var. Siglt með Skjaldbreið Degi síðar kom Skjaldbreið. Þá var veðrið gengið niður og búslóðin og fólkið komst auðveldlega um borð. Mér fannst Skjaldbreið hreint ævintýri með herbergj- um, kojum og matsal. Þar var líka bryti sem var okkur mjög góður og ég undraðist að hægt væri að elda svo góðan mat um borð í skipi. Á Norðurfirði var stoppað og hópur ættingja kom um borð til að kveðja okkur en móðir mín, Laufey Valgeirsdóttir, var þar fædd og uppalin. Næst var stoppað á Ísafirði en annars var þoka fyrir öllum Vestfjörðum og lítið að sjá. Kýrnar höfðum við orðið að skilja eftir en tveir kálfar voru með í för. Að morgni 27. júní 1951 varpaði Skjaldbreið akkerum inni á hinni fornu höfn í Kumbaravogi við Bjarnarhöfn. Þar var versl- unarstaður um aldir. Við, fjölskyldan sem var fædd og uppalin að hálfu á sjó, vorum komin til nýrra heimkynna. Tígulegt Bjarnarhafnarfjallið og víðlend tún og engi blöstu við. Ferðin hafði gengið giftusamlega en við uppskipunina slas- aðist faðir minn á hendi og þótti súrt þegar fara þurfti með hann til Stykkishólms í læknis- aðgerð meðan aðrir skipuðu upp búslóðinni. Í Bjarnarhöfn var mættur hópur Helgfellinga, nýrra sveit- unga okkar, sem hjálpuðu við að skipa upp og flytja búslóð- ina heim. Þessari löngu og við- burðarríku sjóferð minni var lokið. Mér er enn minnistætt þegar ég, sem stuttur en léttfættur drengur, hljóp frá sjónum upp túnið í Bjarnarhöfn og heim að bænum. Ég hafði aldrei getað ímyndað mér að til væri svo mikið samfellt graslendi og þar blasti við. Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra Frá Asparvík til Bjarnarhafnar Jón Bjarnason. Síldin skipar nú heiðurssæti á hákarlasafni Hildibrands, bróður Jóns, og fjöl- skyldu hans í Bjarnarhöfn á norðanverðu Snæfellsnesi í Helgafellssveit.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.