Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Blaðsíða 24
uðu sérfræðingarnir að tæki Óðins væru
rétt innan þeirra skekkjumarka sem
framleiðandi gefur upp. Féll dómur yfir
skipstjóranum seinna þann dag. Lög-
fræðingarnir tveir sem fóru með í leitina
lifðu af volkið og sjóuðust nokkuð. Í
ferðinni lærðu þeir á eigin skinni vinnu-
brögð varðskipsmanna í óvæntum uppá-
komum. Störfuðu þeir báðir um árabil
sem sækjandi annars vegar og verjandi
hins vegar í fjölmörgum togaratökum
eftir þetta.
Var haldið beint til Reykjavíkur eftir
að réttarhöldunum lauk á Ísafirði, en
varðskipið Ægir var komið að leitinni að
Snæfelli ásamt TF SIF og mörgum bát-
um. Daginn eftir, 13. október settist ég
svo á skólabekk í Lordinum.
Með Mumma fórust fjórir menn og
fjórir með Snæfellinu.
Eftirmáli, Mummi ferst
„Klukkan mun hafa verið um hálf
þrjú síðdegis á laugardag þegar Mummi
fékk á sig mikið brot. Skipstjórinn var í
brú, tveir menn voru á framþilfari við
spilið og einn í ganginum undir stýris-
húsinu stb. megin. Hinir tveir voru niðri
í lúkar. Skyndilega kom brot á bátinn og
hann lagðist á hliðina. Enginn tími gafst
til að losa gúmmíbát eða ná í björg-
unarvesti. Allir skipverjar að matsvein-
inum undanskildum komust upp á hlið
stýrishússins þar sem báturinn maraði
í hálfu kafi. Þrem mínútum eftir að
brotið kom á bátinn var hann sokkinn
og mennirnir svamlandi í sjónum. Þeir
voru fimm en einn hvarf strax og þeir
voru komnir í sjóinn og annar skömmu
síðar beint fyrir augunum á þeim þrem
sem eftir voru. Þeir voru búnir að svamla
10 til 15 mín. í sjónum þegar bjarghring
skýtur skyndilega upp og þeir ná honum
en þá aðeins tveir eftir og orðið óskap-
lega kalt. Skyndilega sáu þeir kistu
sem skotið hafði upp en nú magnaðist
spenna því að um tvær gat verið að ræða
kistu utanum björgunarbátinn eða matar-
kistu. Létti þeirra verður ekki með orð-
um lýst þegar þeir komust að því að
þetta var kistan með björgunarbátnum.
Þeir voru orðnir mjög þrekaðir þegar
þeir náðu til bátsins. Erfitt reyndist að
draga línuna út og næstum ógjörningur
að kippa það fast í að báturinn blési upp.
En það tókst og fyrir ofurmannlegt harð-
fylgi tókst þeim að brölta upp í bátinn í
stormi og stórsjó hálf dauðir úr vosbúð
eftir hálftíma volk í sjónum. Á næstu 29
tímum sem þeir voru að hrekjast um
sjóinn, suður með Vestfjörðum og á haf
út undan Breiðafirði telst þeim til að
bátnum hafi hvolft undir þeim 5 til 6
sinnum og alltaf tókst þeim að rétta
hann við aftur. Þeir voru búnir að sjá
flugvélina tvisvar fara framhjá og skjóta
blysum án þess að áhöfnin sæi þau, en
í þriðja sinn sem vélin sást koma sá
áhöfnin neyðarblysin frá björgunar-
bátnum.“
Heimildir til minnis:
Leiðarbók Óðins frá 1964
Morgunblaðið og Vísir frá 1964
Dómabók sakadóms Ísafjarðar frá 1964
Guðjón Jónsson var einn af þessum eldkláru fagmönnum, sem greinarhöfundur kallar líka „afburða listamenn“. Hann réðst til Gæslunnar árið 1955 og næstu 32 árin
flaug hann í hennar þágu. Mynd: Helgi Hallvarðsson
24 – Sjómannablaðið Víkingur