Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Blaðsíða 29
Sjómannablaðið Víkingur – 29 Hvaleyrarbraut 27 · 220 Hafnarfjörður Sími: 564 3338 · Fax: 554 4220 GSM: 896 4964 ·898 2773 Kt.: 621297-2529 Skemmtiferðaskipið Oasis of the Seas verður brátt tilbúið en lengi hefur undir- búningur að fyrstu ferðinni staðið yfir. Á slóðinni www.oasisoftheseas.com má fylgjast með hvernig eitt stykki skemmti- ferðaskip er undirbúið til reksturs. Í mörg horn er að líta enda ekki leyfð mis- tök í rekstrinum. Daginn sem skipið verður afhent úr skipasmíðastöðinni koma fyrstu farþegarnir um borð enda eru þrjú ár síðan byrjað var að selja í fyrstu ferðina. Seinkun á afhendingu kemur því ekki til greina né að áhöfnin og skemmtikraftar geti nýtt fyrstu dag- ana eftir að skipið er afhent til að koma sér inn í málin. Það er þá ekki úr vegi að skoða skipa- smíðastöðina sem að smíðinni stendur. Það er líklegast rétt að segja samsteyp- una en slóðin þangað er á www.stxeu- rope.com. Það er alltaf gaman að skyggnast inn í framtíðarsýn skip- asmíðastöðva en þeir verða að vera það framsýnir að væntanlegir kaupendur sjái sér hag í því að láta smíða ný skip og að þeir fái eitthvað betra í stað þess sem þeir selja frá sér. Næsta slóð leiðir okkur á síðuna gCaptain sem ég hef reyndar áður sagt frá. Það er þó ein frétt sem ég ætla að hvetja ykkur til að kíkja á en það eru samtöl frá danska flutningaskipinu CEC Future meðan skipið varðist sjóræningj- um en hlaut á endanum að lúta í lægra haldi. Það er erfitt að ímynda sér hvernig áhöfninni leið á meðan þessu stóð, hvað þá þá tvo mánuði sem þeir voru í haldi sjóræningjanna. Slóðin http://gcaptain.com/maritime/blog/cec- future-hijacking-vhf-recording/ setur okkur í nálægð við þá skelfingu sem blasir við sjómönnum í hinum ógnandi heimi sjórána. Lokasíðan er að þessu sinni frá Rúss- landi og fjallar um rússnesk fljótaskip. Slóðin er www.riverships.ru og þar kenn- ir margra grasa. Þar má sjá kort yfir þær ár og svæði sem eru skipgeng og kom mér mjög á óvart að fræðast um hversu stór sá floti er sem á fljótunum sigla. En síðan vekur sannarlega áhuga á þessum sérstöku siglingum sem flytur fólk um undurfögur landsvæði. Læt ég staðar numið að þessu sinni og vona að þessar síður nái einhverjum frá fésinu um stund. Minni ég jafnframt á að ef þið rekist á skemmtilegar síður sem glatt gætu lesendur Víkings sendið þá endilega póst á netfangið iceship@heims- net.is.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.