Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Blaðsíða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Blaðsíða 50
50 – Sjómannablaðið Víkingur síns í greiðslumiðluninni, sem hinn óvinnufæri greiðir síðan til baka, þegar hann hefur sjálfur störf að nýju eftir fríið, eins og alltaf í þessu greiðslumiðl- unarkerfi. Útgerðin heldur sig alltaf við óbreytta greiðslumiðlun, hvað sem geng- ur á og greiðir í öllum tilvikum eingöngu einn aflahlut fyrir viðkomandi stöðu, þ.e. helminginn til mannsins um borð og helminginn til félaga hans í landi, án nokkurs tillits til þess hvort sá er í fríi eða óvinnufær. Með þessu sparar út- gerðin sér einn hlut í veikindalaun með því að borga eingöngu og alltaf einn hlut, en ekki tvo hluti vegna óvinnu- færni, þar sem hún lætur óvinnufærni skipverja ekki hafa nein áhrif á venjulega innbyrðisgreiðslumiðlun þessara tveggja skipverja. Með slíku fyrirkomulagi hafa útgerðirnar haft af óvinnufærum sjó- mönnum háar fjárhæðir á undanförn- um misserum, þar sem þetta innbyrðis- greiðslufyrirkomulag hefur verið við lýði. Hafa sjómenn því verið varaðir við því að taka þátt í slíku fyrirkomulagi, þar sem þeir eru bundnir af því að leysa hvorn annan af og teljast þá skv. þessum hæstaréttardómi hafa ráðið sig saman í eina stöðu og glata þar með réttinum til staðgengilslauna í slysum og veikindum. Eingöngu þó í því tilviki að ráðinn yrði sérstakur afleysingamaður vegna óvinnufærninnar (staðgengill), þá greiddi útgerðin tvöföld laun, eins og henni ber þó í öllum tilvikum að gera vegna óvinnufærni skipverja. Reyndar hafði útgerðin í máli matsveinsins greitt honum annan frítúrinn hans, þar sem hinn matsveinninn hafði fengið aukafrí þann túr og gat því ekki farið túrinn í forföllum hins óvinnufæra félaga síns, eins og hann átti að gera. Varð því að ráða nýjan skipverja þennan eina túr. Var hinn óvinnufæri þar með heppinn, því að öðrum kosti hefði útgerðin ekki greitt honum nein staðgengilslaun þann túr- inn, þ.e. enginn staðgengill enginn stað- gengilslaun, en þarna var kominn stað- gengill að mati dómsins. Að sjálfsögðu fer greiðsluskylda út- gerðar ekki eftir því, hvort heldur utan- aðkomandi aðili leysir af vegna óvinnu- færs skipverja eða félagi hans í róðra- fyrirkomulaginu fer viðbótartúr. Hinn óvinnufæri á í öllum tilvikum rétt á full- um veikindalaunum. Útgerðin á ekki að spara sér launakostnað, hvort heldur til- vikið er. Niðurstaða Hæstaréttar, er að mati undirritaðs að sjálfsögðu óþolandi fyrir sjómenn, enda alröng og vekur upp þá spurningu, hvort þessi dómur Hæstaréttar muni í síðari dómsmálum hafa áhrif á allar fyrri niðurstöður rétt- arins í þessum efnum. Hvort þeir skip- verjar, sem starfa með það frítúrafyrir- komulag að vera tvo túra á sjó og einn í frí, hafi þar með eftir á að hyggja ráðið sig á skipið í 67% starf á móti öðrum skipverja eða skipverjum, eða þá í 75% starf, ef þeir fara þrjá túra á sjó og einn í frí. Má vænta kúvendinga þar líka? Er Hæstiréttur með þessum dómi í máli matsveinsins að rústa öllum fyrri dóm- um sínum með því að búa sjálfur til at- burðarás, hvort sjómaðurinn, sem gegnir stöðu hins óvinnufæra, teljist vera stað- gengill eða ekki staðgengill eftir að hafa ákvarðað, að skilyrði veikindalauna sé að staðgengill komi í staðinn? Ráðningarfyrirkomulag/ róðrafyrirkomulag Vegna þessa dóms í máli matsveinsins á Snorra Sturlusyni VE og þrátt fyrir áð- ur nefnd dómafordæmi Hæstaréttar hafa nokkrar af stærstu útgerðunum breytt ráðningarsamningsformi sínu í kjölfarið. Tilgangurinn virtist vera ekki sízt sá að reyna að losna við að greiða þann hluta staðgengilslaunatímans, sem hinn óvinnufæri hefði ekki verið sjálfur á sjó. Sem dæmi um þetta má taka hér þessi orð úr ráðningarsamningsformi einnar útgerðarinnar. „Forfallalaun skv. 1. mgr. 36. gr. sjómannalaga nr. 35/1985 greiðast í sam- ræmi við vinnufyrirkomulag, og fær skipverji greidd laun fyrir þær veiðiferðir sem hann hefði farið ef ekki hefði komið til óvinnu- færninnar“. Í kjölfar dómsins hafa sumar af stærstu útgerðum unnið að því að breyta ráðningu skipverja á skipum sínum. Dæmi eru um að sjómönnum, sem hafa haft gildan ráðningarsamning jafnvel til margra ára eða áratuga, sé gert að gang- ast undir nýjan ráðningarsamning í stað gildandi ráðningarsamnings þeirra, þar sem segir m.a. þetta í ráðningarsamn- ingsforminu, „Á skipinu gildir fast róðra- kerfi, þannig að skipverjarnir fari í tvær veiðiferðir og eigi frí þá þriðju ... Þetta er hluti af ráðningarkjörum skipverja“. Þarna er sem sé komið ákvæði um ráðningarfyrirkomulag, sem byggist á róðrarfyrirkomulaginu, tveir á sjó og einn í frí. Tilgangurinn er ekki aðeins sá að ómerkja ákvæði gr. 5.29 um skipti- mannakerfi á vinnsluskipum varðandi valrétt skipverjanna sjálfra um frítúra- fyrirkomulag, heldur er verið með þessu fyrst og fremst að reyna að skerða veik- indarétt sjómanna með þeim rökum, að enginn staðgengill komi í staðinn fyrir hinn óvinnufæra, þann túr, sem skipverj- inn hefði ekki verið á sjó í samræmi við ráðningarfyrirkomulag sitt. Á grundvelli Snorra Sturlusonarmálsins virðist að með þessu sé verið að freistast til þess að skjóta sér undan framan röktum dóma- fordæmum Hæstaréttar, sem mæltu svo fyrir um að óvinnufær skipverji ætti alltaf rétt á fullum staðgengilslaunum í fulla 60 daga staðgengilslaunatímans, skv. 36. gr. sjómannalaganna, hvort held- ur skipverjinn væri að hætta á skipinu eða fara í frí eða frítúr eftir fyrirfram ákveðnu róðrarfyrirkomulagi. Mun Hæstiréttur kúvenda í þessu efni líka, þegar á reynir, ef hann er ekki þá þegar búinn að ómerkja sín fyrri dóma- fordæmi og gefa þannig útgerðunum kost á að þurfa ekki að greiða staðgeng- ilslaun vegna óvinnufærni nema í sum- um tilvikum? Greinarhöfundur er lögmaður samtaka yfirmanna á skipum og ýmissa sjómannafélaga, ásamt Jónasi Þór Jónassyni hrl. Mynd: Torben Hestbæk/2008 „Vegna þessa dóms í máli mat- sveinsins á Snorra Sturlusyni VE og þrátt fyrir áður nefnd dómafordæmi Hæstaréttar hafa nokkrar af stærstu útgerðunum breytt ráðningarsamn- ingsformi sínu í kjölfarið.“

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.