Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Blaðsíða 22
22 – Sjómannablaðið Víkingur
ann. Fræðilega stóðust því þessir þættir
fyllilega og rúmlega það.
Bannað að nota siglingatækin
Daginn eftir, 7. október, var réttar-
höldum framhaldið og stefndi allt í að
þeim lyki þann dag, en þá setti verjandi
allt úr skorðum. Hann krafðist þess að
dómkvaddir sérfræðingar yrðu tilnefndir
til að kanna áreiðanleika fjarlægðar-
mælinga á Sperry radar Óðins sem og
miðunarnákvæmni Sperry gyróáttavitans.
Þessa menn varð að fá frá Reykjavík og
gerði verjandi nú þá kröfu að radar og
gyróáttaviti skipsins væru ekki snertir af
okkur og innsiglaðir svo tryggt væri að
við gætum ekki „hringlað í tækjunum“
til að laga skekkjur ef einhverjar væru.
Í sjálfu sér hefði þetta verið í lagi á flest-
um öðrum stöðum á landinu, en nú var
hann lagstur í snjókomu með NA átt á
Ísafirði svo allt flug lá niðri (gárungarnir
segja reyndar að NA áttin sé viðloðandi í
300 daga á ári á Vestfjörðum).
Það liðu miðvikudagur, fimmtudagur,
föstudagur og laugardagur 10. október
rann upp og ekkert flogið. Það er svo
sem ekki í kot vísað fyrir varðskipsmenn
að liggja á Ísafirði, en svona
löng reiðileysisbið var farin
að taka á taugarnar. Til að
mynda var flugradíomaður-
inn á Ísafjarðarflugvelli ný
hættur í starfi sem loft-
skeytamaður hjá Landhelgis-
gæslunni og því litinn sem
„einn af okkur“. Við leyfðum
okkur því að gantast við
hann, hvort hann væri ekki
til í að „ljúga næstu vél
niður“ með SAS liðið (en
það voru „sérfræðingar
að sunnan“ kallaðir) þótt
skyggnið væri eitthvað
minna en leyfilegt var fyrir
aðflug. Þannig var að úti í
Hnífsdal var flugmálastjórn
með radar sem flugradío-
maðurinn sat við þegar
flugvélar voru að koma í
slæmu skyggni, til að leið-
beina þeim niður í Djúpið
eftir að þær höfðu flogið yfir
radiovitann í Ögri í ákveð-
inni lágmarkshæð. En um
leið og hann var búinn að
leiðbeina þeim í sjónflug
niðri í Djúpinu, sem einnig
varð að gerast í ákveðinni
lágmarkshæð, hentist hann
út í bíl og keyrði eins og
andskotinn væri á hælunum
á honum inn í flugturninn á
Ísafirði og „kjaftaði“ svo vél-
ina áfram í aðflug og lend-
ingu á vellinum. Tekið skal fram að
flugradíómaðurinn lét ekki freistast.
Gefum „frat“ í bannið
Laugardagurinn 10. okt. leið með
snarvitlausu veðri frá hádegi og fram eft-
ir kvöldi og kl. 03:00 aðfararnótt sunnu-
dagsins 11. okt. fengum við skeyti um að
m/b Mummi frá Flateyri væri týndur, en
síðast heyrðist frá bátnum kl. 12:30 á
laugardeginum og var hann þá að draga
línuna um 9 sml. NV af Barða. Reyndar
fréttist líka að Snæfellið frá Flateyri væri
einnig týnt, en það var á leið frá Akur-
eyri til Flateyrar og hafði síðast heyrst til
þess í Húnaflóa. En okkur var ekki til
setunnar boðið, út skyldi haldið til leitar
og það strax. Var boðum um það komið
til dómara og lögmanna ásamt því að við
myndum gefa „frat“ í allar takmarkanir á
notkun siglingatækja.
Þegar verjandi fékk boðin, ný vakn-
aður og um hánótt, ætlaði hann í fyrstu
að malda í móinn en þegar hann hafði
áttað sig á alvarleika málsins hrökk út úr
honum „ég fer með“.
Fulltrúi saksóknara fékk svo sömu
boð og að verjandi væri ákveðinn í að
fara með skipinu í leitina, til að fylgjast
með að við færum ekki að „gramsa“ eitt-
hvað í tækjunum og tók samstundis
ákvörðun um að fara líka með.
Því voru óvænt tveir lögfræðingar um
borð þegar landfestum var sleppt kl.
03:50, sem trúlega höfðu ekki hugmynd
um hvað þeir voru að fara út í, því ferð
um borð í varðskipinu Óðni á fullu í
haugasjó út á leitarsvæði var eitthvað
sem „farþegum“ var ekki að jafnaði
boðið uppá. Óðinn var kröftugt skip en
einnig mjög stífur, þannig að í stað þess
að velta sér á báru, eins og skip eiga að
gera þegar þeim er beitt af alúð góðrar
sjómennsku, þá rótaðist hann í hverja
báru „bölvandi og ragnandi, eins og naut
í flagi“, þegar hraustlega þurfti að keyra,
eins og nú var gert.
Strax á Prestabót var skipið sett á fulla
ferð. Þétt snjómugga sá til þess að ljósin
í Ísafjarðarbæ hurfu svo til samstundis í
sortann afturundan. Farið var út með
Hnífsdal, Óshlíð, Bolungarvík og Stiga-
hlíð, sem voru ósýnileg með öllu nema
sem græn og gul glóð á radarskermum
stjórnpallsins. Þegar farið var fyrir Bola-
fjall var byrjað að mæta úthafsöldunni
sem leiddi inn með Stigahlíðinni. Veðrið
var að ganga niður en sjórinn þurfti
lengri tíma til að jafna sig. Þegar hér var
komið var ég steinsofnaður niðri í káetu
III. stýrimanns, við þungan nið vélanna
og snögga kippi skipsskrokksins þegar
aldan var að klappa Óðni um kinnung.
Ég glaðvaknaði þegar slegið var af
vélunum um átta leytið um morguninn.
Við vorum komnir á þann stað sem
síðast var vitað um Mumma og leitin
hafin suður á bóginn. Ákvað ég að klæða
mig og fara í morgunmat í messanum
þótt aðeins þriggja tíma svefn væri að
baki. Að fá bacon og egg, sem aðeins var
á sunnudagsmorgnum, var munaður sem
ég vildi ekki sleppa. Ekkert hafði sést til
lögfræðinganna, sem hurfu til koju
skömmu eftir að við fórum frá Ísafirði,
en fréttir hermdu að verjandinn væri illa
haldinn af sjóveiki en saksóknari bæri
sig skömminni betur. Veður var orðið
ágætt og hreyfing lítil á rólegu lensi
suður með fjörðunum. Kl. 10:30 var siglt
fram á brak sem við nánari skoðun var,
svo ekki var um villst, úr m/b Mumma.
Var staður þess 11.7 sml. frá Kópanesi og
8.3 sml. frá Blakk. Var það talsvert sunn-
ar en sá staður sem Mummi hafði verið
þegar hann hafði samband kl. 12:30 dag-
inn áður. Ljóst var nú að hér hafði orðið
harmleikur og eina vonin til að menn
fyndust á lífi að þeir hefðu komist í líf-
bát. Var stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
tilkynnt um fundinn og skömmu síðar
fór gæsluflugvélin TF SIF í loftið til leit-
ar. Leitinni var hagað þannig að dregin
var lína frá þeim stað sem brakið fannst,
Guðjón á vakt.