Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Blaðsíða 34
Í 3. og 4. tbl. Sjómannablaðsins Vík- ings 2008 og í 1. og 2. tbl. 2009 birtist viðtal við Stefán Olsen, kyndara. Ritstjóri Víkings hefur leyft, að hér fylgi nokkrar athugasemdir við við- talið. Ekki hefur tekizt að bera kennsl á þá, sem eru í bátsáhöfninni á myndinni í upphafi viðtalsins (3. tbl., 2008, bls. 12) utan Stefán Olsen og Halldór Dagbjarts- son. Allar upplýsingar um þessa mynd eru vel þegnar og mega sendast Víkingi eða til ogb@hi.is. Vel má vera, að þetta sé áhöfnin á mb. Svölu MB 27 frá Akranesi, en Stefán og Halldór voru saman á þeim báti, þegar hann fórst í janúar 1935. Frásögn Stefáns af bv. Braga eru at- hyglisverð. Togarinn kom til Fleetwood eftir hættulega siglingu frá Íslandi, full- hlaðinn af fiski til stríðshrjáðrar þjóðar, þegar loftárásir voru harðastar á brezkar borgir (Blitz) og neyða átti Breta til upp- gjafar. Bv. Bragi varð að bíða á ytri höfn- inni í Fleetwood yfir nótt, og Bretar fyrir- skipuðu algera myrkvun um borð og fylgdu því strangt eftir eins og lesa má í bók Steinars J. Lúðvíkssonar, Þrautgóðir á raunastund, II. bd., Rvk. 1970, bls. 130-135. Myrkvunin setti skipið í hættu eins og fljótt kom í ljós. Þrátt fyrir sigl- ingabann á nóttu í brezkri landhelgi, sigldi farþegaskip brezku ríkisjárnbraut- anna, SS Duke of York, á 17 mílna ferð inn á ytri höfnina um nóttina og með ljósum, en vissi þó lítið, hvert það var að fara. Þetta 4000 tonna skip keyrði togarann niður, klauf hann í tvennt, og öll áhöfn Braga fórst að undanskild- um 3 mönnum. Stefán Ol- sen hafði ekkert að segja um sjópróf eða réttarhöld, nema að tekin var skýrsla af þeim, sem lifðu áreksturinn af, og útgerðin borgaði það, sem þeir töpuðu, sængina, já, líklegast allt nema fötin. SS Duke of York lenti aftur í árekstri tæpum 20 árum seinna, eða í maí 1953, og þá í þoku á Ermarsundi. Flutningaskipið Haiti Vict- ory, sem var mun stærra skip en Duke of York, sneiddi þá framan af stefni farþegaskipsins, og 11 farþegar fórust. Í sögu Duke of York er þessa slyss getið, en um áreksturinn við togarann Braga er ekkert að finna. Það væri náms- verkefni að kanna, hvernig íslenzk stjórnvöld héldu á þessu máli fyrir að- standendur þeirra, sem fórust á togaran- um Braga, en skjöl um réttarhöld vegna áreksturs Duke of York og Haiti Victory eru í: http://www.chanrobles.com/usa/us_ supremecourt/354/129/case. php Myndin af SS Duke of York á bls. 11 í 2. tbl. 2009 er af skipinu í upphaflegri gerð þess. Þar er það tví- strompa eins og það leit út, þegar það lenti í árekstr- inum við bv. Braga haustið 1940. Eftir stríð var skipinu breytt eins og sjá má á mynd-inni af því í 3. tbl. 2008. Í viðtalinu við Stefán er lítið rætt um kafbátinn, sem sökkti Goðafossi, enda vissi Stefán ekkert um hann. Kaf- báturinn var U-300 (gerð VIIC) og var innan við ársgamall, þegar ráðizt var á Goðafoss í nóvember 1944. Hann var undir stjórn Oberleutnat Fritz Hein (f. 25. des. 1919). Saga U-300 varð ekki löng. Árás var gerð á bátinn 19. febrúar 1945 og hann laskaður; þann 22. febrúar gafst áhöfnin upp fyrir brezkum herskip- um, og var kafbáturinn þá vestur af Cadiz á Spáni. Þegar áhöfnin forðaði sér frá borði, var skotið á hana og létust nokkrir kafbátsmanna; alls fórust 9 úr áhöfninni, en 42 björguðust. Kafbátsfor- inginn Hein var einn þeirra, sem lézt. Er þessum atburði lýst í bók Óttars Sveins- sonar, Útkall - árás á Goðafoss, Rvk. 2003. Ástæðuna fyrir skotárásinni sögðu Bretar vera, að hindra átti að Þjóðverjar sökktu bátnum, en það tókst þeim þó að gera. Kvartað var undan þessum verkn- aði, en málið var þaggað niður. Í neðan- málsgrein á bls. 9 (1. tbl. 2009) er sagt, að áhöfn olíuskipsins Shirvans hafi verið bjargað í vopnaða togarann Honningsvåg og dráttarbátinn HMS Northern Reward. HMS Norther Reward var einnig vopn- aður togari og smíðaður í Þýzkalandi, var síðar Vörður BA142 og fórst í sigl- ingu 1950. Á bls. 9 í 2. tbl. 2009 (miðdálki neðst) er ranglega sagt, að tengdamóðir Stefáns hafi búið á Hringbraut 86, rétt er Hringbraut 82 eins og stendur í mynd- texta á bls. 8 í sama tbl. All nokkrar skiptingarvillur orða á milli lína eru, en vandgert er við því að gera í nútímaprentun. Í myndatexta á bls. 14, í 3. tbl. 2008, neðri mynd, á að standa Lambhúsasund í stað Lambhús- sund. Ólafur Grímur Björnsson Bragi; verðugt námsverkefni - Athugasemdir við viðtal U-185 sökkt. Bretarnir vildu helst þegja örlög U-300 í hel. Eftir að Stefán slapp lifandi frá strandi Svölunnar í janúar 1935, fór hann strax á línuveiðarann Goluna (MB 35) frá Akranesi og var á henni út vertíðina. 34 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.