Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Blaðsíða 17
verið á þessu svæði og í áróðursmála- ráðuneyti Goebbels var því haldið fram að trúlega hefðu Bretar sjálfir sökkt skip- inu til að fá Bandaríkjamenn til þátttöku í stríðinu. Hið rétta sannaðist ekki fyrr en að stríðinu loknu, í Nürnberg-réttar- höldunum. Skipherra kafbátsins, Fritz Julius Lemp, hafði talið sig vera að fást við vopnað herflutningaskip. Hann áttaði sig á mistökunum þegar hann heyrði neyð- arskeyti frá skipinu. Skömmu síðar varð kafbáturinn fyrir árás breskrar flugvélar, þar sem einn af bátsverjum særðist svo illa að honum var ekki hugað líf án læknishjálpar. Skipherrann sigldi því til næstu hlutlausu hafnar, sem var Reykja- vík. Áður hafði hinn særði undirritað hátíðlegan eiðstaf þess efnis að hann myndi engum segja frá því sem gerst hefði um borð í kafbátnum 3. september. U-30 varpaði akkerum á ytri höfninni í Reykjavík að morgni þriðjudagsins 19. september. Kafbátsmenn skálduðu ein- hverja sögu um að maðurinn hefði slas- ast í miklum sjógangi. Eftir nokkurt þref var hann fluttur í land og á spítala, þar sem gert var að sárum hans. Kafbáturinn hafði engan fána uppi og einkennisstafir á turni hans höfðu verið afmáðir. Hann sigldi fljótlega sína leið, en Lemp varð að sæta því að sjúklingurinn yrði kyrrsettur á Íslandi til stríðsloka. Trúlega hafa Bretar tekið hann höndum eftir að þeir hernámu landið. Verðmæt veiði á Íslandsmiðum Í ágúst 1941 sigldi Hans-Joachim Rahmlow skipherra nýjum kafbáti af VII C-flokki, U-570, frá Noregi vestur með suðurströnd Íslands. Hinn 27. ágúst kom Hudson-sprengjuflugvél frá Kaldaðarnesi að bátnum um 80 sjómílum suður af Kötlutanga og laskaði hann illa með djúpsprengjum. Bretar héldu svo uppi skothríð á bátinn úr flugvélum og síðar skipum og hótuðu kafbátsmönnum því að þeir myndu allir fara niður með bátn- um ef þeir reyndu að sökkva honum. Skipshöfnin eyðilagði ýmsan tækjabún- að, þar með enigmavél og kóðaskrár, en daginn eftir voru Þjóðverjarnir fluttir um borð í breskt herskip og kafbáturinn dreginn að landi vestan við Ölfusárósa. Honum var síðan siglt til Englands þar sem skoðun á honum varð meðal annars til þess að Bretar endurhönnuðu djúp- sprengjur til að springa á meira dýpi en fyrri gerðir. Báturinn var svo skráður í breska kafbátaflotann undir nafninu HMS Graph. Þar var saga bátsins við- burðalítil og lauk með því að hann strandaði í Clyde-firði og sökk 1944. Áhöfnin var fljótlega sett í stríðs- fangabúðir á Norður-Englandi. Þar var mönnunum fálega tekið og foringjar bátsins dregnir fyrir „dómstól“ samfanga sinna, ásakaðir um að hafa af vítaverðu gáleysi stofnað lífi hundraða þýskra kaf- bátsmanna í hættu með því að láta óvin- um í té verðmætar upplýsingar. „Forseti“ dómsins var Otto Kretschmer skipherra, sem handsamaður hafði verið þegar báti hans var sökkt, eins og fyrr segir. Til stóð að niðurstöður dómstólsins yrðu lagðar fyrir þýskan herrétt til staðfest- ingar að stríði loknu. Yfirmenn fangelsins höfðu pata af réttarhöldunum og fluttu mennina af U- 570 til öryggis í aðrar búðir á Englandi, þar sem fyrir voru þýskir flugmenn, og áhöfn kafbátsins var síðar send í her- fangabúðir í Kanada. Sikileyjarmafían virkjuð í þágu fósturjarðarinnar Þegar umsvif þýskra kafbáta nærri Atlantshafsströnd Bandaríkjanna voru sem mest, vöknuðu grunsemdir um að kafbátarnir fengju eldsneyti og aðrar birgðir úr landi. Flugumenn leyniþjón- ustu Bandaríkjahers ráku sig hvarvetna á vegg. Sikileyska mafían hafði svo mikil ítök í höfnunum á strönd Atlantshafs að málið varð ekki leyst án samvinnu við hana. Mafíumenn lýstu sig fúsa til sam- starfs, höfðu enda margir hrakist úr heimalandi sínu undan stjórn Mussolinis og báru engan hlýhug til bandamanna fasista í Þýskalandi. En helsti leiðtogi mafíunnar í Vesturheimi, Salvatore Luci- ano, sat í fangelsi fyrir melluhald og grunaður um verri sakir, og undirmenn hans töldu sig þurfa að leita ráða hjá - honum. Luciano var því fluttur úr gjör- gæslufangelsi í Dannemora í New York- ríki í aðgengilegra tukthús. Gestir hans settu að sögn tvö skilyrði fyrir komu sinni, að þeir þyrftu ekki að skilja eftir fingraför eða önnur greinanleg persónu- einkenni og að samstarfi þeirra við lög- reglu yrði haldið leyndu til að vernda starfsheiður þeirra. Heimildum ber ekki saman um umfang þessarar samvinnu, og raunar bendir margt til þess að sagnirnar um aðdrætti þýskra kafbáta frá amerískum hafnarborgum hafi ekki átt við rök að styðjast. Hvað sem því líður var Luciano náðaður í stríðslok fyrir þjóðholl störf en jafnframt vísað úr landi. Um skeið stýrði hann glæpaveldi sínu frá Kúbu en var vísað þaðan vegna þrýstings frá banda- rískum stjórnvöldum og fluttist til Ítalíu. Þar hefur hann kannski verið óþarfastur fósturjörð sinni í vestri, því hann skipu- lagði útflutning þangað á heróíni og öðr- um fíkniefnum. Ólíkt ýmsum bófafor- ingjum sem Salvatore Luciano átti sam- skipti við, og stuðlaði raunar að hvarfi margra úr þessum heimi, varð hann sjálfdauður – fékk hjartaáfall á alþjóða- flugvellinum í Napoli í ársbyrjun 1962, þar sem hann hugðist taka á móti kvik- myndagerðarmanni er ætlaði að festa æviferil hans á filmu. Kvikasilfurskafbáturinn Þegar á heimsstyrjöldina leið ákváðu Þjóðverjar að senda Japönum hátækni- gögn til að styrkja þá í stríðinu gegn Bandaríkjamönnum og draga með því úr álaginu heima fyrir. Í því skyni var gerð- ur út úthafskafbátur af nýjustu gerð, IX D2, U-864, meðal annars með vélarhluta og teikningar af Messerschmitt Me-262 orrustuþotu. Auk þess voru í kjölfestu bátsins 65 tonn af kvikasilfri í 1857 stál- brúsum, sem nota átti í sprengirofa. Bát- urinn lagði af stað frá Kíl 5. desember 1944 með 73 manna áhöfn, sem Kor- vettenkapitän Ralf-Reimar Wolfram stýrði, og stefndi norður með Noregs- Sjómannablaðið Víkingur – 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.