Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Blaðsíða 27
Sjómannablaðið Víkingur – 27 Nú í ágústmánuði rakst ég á enn eitt skip sem hafði lengi verið í íslenskri eigu. Við bryggju í Gautaborg lá rann- sóknarskipið Icebear sem áður hét Sæfari og annaðist siglingar um Eyjafjörð og út í Grímsey. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skipinu nú síðustu mánuði og fátt sem minnir á gömlu ferjuna sem þjónaði svo vel Eyjafjarðarsvæðinu. Ekki veit ég til hvers á að nota skipið en það er sannarlega búið að lengja líftíma þess um einhverja áratugi í nýjum verk- efnum. Ef lesendur blaðsins eiga myndir af gömlum íslenskum skipum eftir að þau voru seld úr landi þá hvet ég þá til að hafa samband við blaðið á netfangið iceship@heimsnet.is Sæfari að leggjast að bryggju í Grímsey. Icebeam í Gautaborg í byrjun ágúst 2009. Annað sjónarhorn af Icebeam.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.