Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Page 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Page 27
Sjómannablaðið Víkingur – 27 Nú í ágústmánuði rakst ég á enn eitt skip sem hafði lengi verið í íslenskri eigu. Við bryggju í Gautaborg lá rann- sóknarskipið Icebear sem áður hét Sæfari og annaðist siglingar um Eyjafjörð og út í Grímsey. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skipinu nú síðustu mánuði og fátt sem minnir á gömlu ferjuna sem þjónaði svo vel Eyjafjarðarsvæðinu. Ekki veit ég til hvers á að nota skipið en það er sannarlega búið að lengja líftíma þess um einhverja áratugi í nýjum verk- efnum. Ef lesendur blaðsins eiga myndir af gömlum íslenskum skipum eftir að þau voru seld úr landi þá hvet ég þá til að hafa samband við blaðið á netfangið iceship@heimsnet.is Sæfari að leggjast að bryggju í Grímsey. Icebeam í Gautaborg í byrjun ágúst 2009. Annað sjónarhorn af Icebeam.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.