Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Síða 18
Tíminn flýgur. Ég hafði ekki áttað
mig á því að liðið er ár, já um það
bil tólf mánuðir, síðan Víkingur
spurði: Hver urðu örlög Ólafs Sigurðs-
sonar stýrimanns á Goðafossi? Sem von
var brugðust lesendur Víkings vel við
fyrirspurninni og fyrr en varir höfðu
bæði Jón Þ. Þór sagnfræðingur og Jón
Páll Halldórsson á Ísafirði leitt ritstjóra
vorn í allan sannleik um harmþrungin
afdrif Ólafs stýrimanns.
Það er því ekki vegna dræmra við-
bragða sem Ólafs hefur ekki verið getið
nánar heldur hins að ég vildi birta mynd
af Goðafossi með þeirri umfjöllun. Og
ekki bara einhverja mynd heldur eina til-
tekna sem ég hafði séð á netinu – í léleg-
um gæðum – og er tekin af skipinu
þegar það heimsótti Húsavík 2. júlí árið
1915. Frumeintakið - eða í það minnsta
gott prenthæft eintak - hefur því miður
ekki enn komið í leitirnar og er hér
brugðið á það ráð að skanna títtnefnda ljósmynd úr 25 ára sögu
Eimskipafélags Íslands í þeirri von að hún skili sér sæmilega á
prenti.
Mikið afrek
Snúum okkur þá að Ólafi Sigurðssyni. Hann var Breiðfirðingur,
fæddur á Dalli á Snæfellsnesi árið 1880. Ólafur var ekki fermd-
ur þegar hann hóf sjómennskuferil sinn, sumir segja hann að-
eins 7 ára þegar hann fór í sinn fyrsta róður.
Ólafur var alla tíð lítill vexti en framúrskarandi sjómaður að
sögn, áræðinn og glöggur. Innan við tvítugt hélt hann utan og
eftir ársdvöl í Friðrikshöfn tók hann vorið 1904 fiskiskipstjóra-
próf og hlaut hæstu einkunn nemenda og 200 danskar krónur í
verðlaun.
Það sama ár trúlofaðist Ólafur danskri stúlku, Christensu
(eða Christine), og gerðist stýrimaður á dönsku skonnortunni
Hans sem var í siglingum til Íslands á vegum Tangsverslunar.
En Ólafur vildi verða fullgildur skipstjóri og sigla á milli
landa. Hann lagði því hart að sér, var stöðugt á sjónum en lét
þó eftir sér að heimsækja unnustu sína á jólum. Loks undir
árslok 1906 hafði honum tekist að safna nægu fé til að geta
framfleytt sér árlangt í stýrimannaskólanum í Marstal.
Og Ólafi tókst ætlunarverk sitt. Hann lauk fyrri hluta far-
mannaprófsins í ágúst og seinni hlutanum í desember. „Var
þetta talið mikið afrek“, sagði mágur hans, Eyjólfur Stefánsson
frá Dröngum.
Einarður Íslendingur
Næstu árin var Ólafur Sigurðsson í siglingum á dönskum fleyj-
um en féll það illa. Hann var stoltur Íslendingur og lét sig
dreyma um að stýra skipi sem Íslendingar ættu sjálfir. Tæki
færið gafst 1909 þegar kaupmaðurinn L.
Tang á Ísafirði tók að gera út gufubátinn
Varange til Breiðafjarðarsiglinga.
„Margir undruðust, að Ólafur skyldi
vilja taka þetta litla skip,“ rifjaði Eyjólfur
mágur hans upp, „því að sjómennsku-
hæfileikar hans og kunnátta hæfðu
miklu stærri skipum. En honum varð
ekki þokað. Það var Íslendingurinn í
honum sem réði.“
Í fimm ár stýrði Ólafur flóabátnum
Varanger en haustið 1913 var ákveðið að
gera bátinn út á vetrarvertíð og sagði
Morgunblaðið að Ólafur hefði verið
helsti „hvatamaður þessarar nýbreytni“
og ætti hann þakkir skildar.
Um þessar mundir hafði kvisast að
Ólafur myndi koma til greina sem skip-
stjóraefni hjá íslensku skipafélagi sem þá
var í burðarliðnum. Hér ræddu menn
vitaskuld um Eimskipafélag Íslands
sem stofnað var 17. janúar 1914.
Jón Hjaltason
Hver var Ólafur Sigurðsson?
Myndin sem svo ákaft var leitað en án árangurs: Goðafoss á Húsavíkurhöfn 2. júlí 1915.
Varanger sigldi um Breiðafjörð frá Reykjavík og stundum alla leið vestur á Ísafjörð.
18 – Sjómannablaðið Víkingur