Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Qupperneq 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Qupperneq 18
Tíminn flýgur. Ég hafði ekki áttað mig á því að liðið er ár, já um það bil tólf mánuðir, síðan Víkingur spurði: Hver urðu örlög Ólafs Sigurðs- sonar stýrimanns á Goðafossi? Sem von var brugðust lesendur Víkings vel við fyrirspurninni og fyrr en varir höfðu bæði Jón Þ. Þór sagnfræðingur og Jón Páll Halldórsson á Ísafirði leitt ritstjóra vorn í allan sannleik um harmþrungin afdrif Ólafs stýrimanns. Það er því ekki vegna dræmra við- bragða sem Ólafs hefur ekki verið getið nánar heldur hins að ég vildi birta mynd af Goðafossi með þeirri umfjöllun. Og ekki bara einhverja mynd heldur eina til- tekna sem ég hafði séð á netinu – í léleg- um gæðum – og er tekin af skipinu þegar það heimsótti Húsavík 2. júlí árið 1915. Frumeintakið - eða í það minnsta gott prenthæft eintak - hefur því miður ekki enn komið í leitirnar og er hér brugðið á það ráð að skanna títtnefnda ljósmynd úr 25 ára sögu Eimskipafélags Íslands í þeirri von að hún skili sér sæmilega á prenti. Mikið afrek Snúum okkur þá að Ólafi Sigurðssyni. Hann var Breiðfirðingur, fæddur á Dalli á Snæfellsnesi árið 1880. Ólafur var ekki fermd- ur þegar hann hóf sjómennskuferil sinn, sumir segja hann að- eins 7 ára þegar hann fór í sinn fyrsta róður. Ólafur var alla tíð lítill vexti en framúrskarandi sjómaður að sögn, áræðinn og glöggur. Innan við tvítugt hélt hann utan og eftir ársdvöl í Friðrikshöfn tók hann vorið 1904 fiskiskipstjóra- próf og hlaut hæstu einkunn nemenda og 200 danskar krónur í verðlaun. Það sama ár trúlofaðist Ólafur danskri stúlku, Christensu (eða Christine), og gerðist stýrimaður á dönsku skonnortunni Hans sem var í siglingum til Íslands á vegum Tangsverslunar. En Ólafur vildi verða fullgildur skipstjóri og sigla á milli landa. Hann lagði því hart að sér, var stöðugt á sjónum en lét þó eftir sér að heimsækja unnustu sína á jólum. Loks undir árslok 1906 hafði honum tekist að safna nægu fé til að geta framfleytt sér árlangt í stýrimannaskólanum í Marstal. Og Ólafi tókst ætlunarverk sitt. Hann lauk fyrri hluta far- mannaprófsins í ágúst og seinni hlutanum í desember. „Var þetta talið mikið afrek“, sagði mágur hans, Eyjólfur Stefánsson frá Dröngum. Einarður Íslendingur Næstu árin var Ólafur Sigurðsson í siglingum á dönskum fleyj- um en féll það illa. Hann var stoltur Íslendingur og lét sig dreyma um að stýra skipi sem Íslendingar ættu sjálfir. Tæki færið gafst 1909 þegar kaupmaðurinn L. Tang á Ísafirði tók að gera út gufubátinn Varange til Breiðafjarðarsiglinga. „Margir undruðust, að Ólafur skyldi vilja taka þetta litla skip,“ rifjaði Eyjólfur mágur hans upp, „því að sjómennsku- hæfileikar hans og kunnátta hæfðu miklu stærri skipum. En honum varð ekki þokað. Það var Íslendingurinn í honum sem réði.“ Í fimm ár stýrði Ólafur flóabátnum Varanger en haustið 1913 var ákveðið að gera bátinn út á vetrarvertíð og sagði Morgunblaðið að Ólafur hefði verið helsti „hvatamaður þessarar nýbreytni“ og ætti hann þakkir skildar. Um þessar mundir hafði kvisast að Ólafur myndi koma til greina sem skip- stjóraefni hjá íslensku skipafélagi sem þá var í burðarliðnum. Hér ræddu menn vitaskuld um Eimskipafélag Íslands sem stofnað var 17. janúar 1914. Jón Hjaltason Hver var Ólafur Sigurðsson? Myndin sem svo ákaft var leitað en án árangurs: Goðafoss á Húsavíkurhöfn 2. júlí 1915. Varanger sigldi um Breiðafjörð frá Reykjavík og stundum alla leið vestur á Ísafjörð. 18 – Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.