Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Side 40
Kyrrsett
Þann 22. febrúar síðastliðinn varð flutn-
ingaskipið Tide Carrier vélarvana undan
Feistein, sunnan við Stavanger, í Noregi.
Mikill viðbúnaður var við björgun skips-
ins sem var við að reka á land þrátt fyrir
að vera með akkeri úti en hluti áhafnar-
innar var tekinn frá borði af öryggisá-
stæðum, með þyrlum, ef ekki tækist að
bjarga skipinu frá strandi.
Um borð í skipinu voru 600 tonn af
svartolíu og 300 tonn af gasolíu sem
hefðu geta lekið út við strand og valdið
miklu umhverfisslysi. Tókst að koma
dráttartaug í skipið og draga það inn til
hafnar í Gismarvik og kom skipið þang-
að daginn eftir þar sem gera skyldi við
skipið.
Það var svo ekki fyrr en í byrjun apríl
að Norska siglingamálastofnunin var
fengin um borð til að ganga úr skugga
um að gert hefði verið við allt sem kraf-
ist hafði verið að framkvæmt yrði áður
en skipið fengi að halda áfram för. Kom
þá í ljós að til stæði að sigla skipinu til
niðurrifs og var þegar haft samband við
Umhverfisráðuneytið og lögreglu þar
sem grunsemdir vöknuðu um að
Pakistan væri áfangastaður skipsins. Var
það þegar kyrrsett og mun þetta vera í
fyrsta sinn sem norsk yfirvöld kyrrsetja
skip á þessari forsendu. Við nánari rann-
sókn á væntanlegri ferð skipsins, sem þá
hafði verið nefnt Harrier, kom í ljós að
það hafði verið tryggt til einnar ferðar
sem skyldi ljúka með því að skipinu yrði
siglt á land eða „beaching“ eins og það
kallast á fagmálinu. Þykir norskum yfir-
völdum ljóst á þessu orðalagi að förinni
væri heitið til niðurrifsstöðvar sem ólög-
leg er að selja skip til samkvæmt
Evrópukröfum en Pakistan og Indland
nota þá aðferð til niðurrifs skipa. Búið
var að lesta skipið með brotajárni og
hafa yfirvöld gefið það út að skipið fái
ekki að fara úr höfn fyrr en að tryggt sé
að áfangastaðurinn verði viðurkenndur
aðili til niðurrifs á skipum þar sem farið
er í einu og öllu eftir kröfum um
eyðingu skipa.
Margir vilja komast um borð
Norska hafrannsóknastofnunin hefur
verið með nýtt skip í smíðum sem á að
stunda rannsóknir á pólarsvæðum en
skipið hefur fengið nafnið Kronprins Ha-
akon. Unnið hefur verið að því að undir-
búa rekstur skipsins og eitt af því sem
þarf að gera er að ráða áhöfn á skipið. Á
síðasta ári auglýsti stofnunin 25 störf á
skipum sínum og bárust hvorki meira né
minna en 1679 umsóknir. Um borð í
nýja Krónprinsinum verður 34 manna
áhöfn og var ákveðið í ljósi fyrri auglýs-
inga að áhafnardeildin fengi auka mann-
skap til að svara spurningum áhuga-
samra sem og að taka á móti umsóknum.
Var sérstök símalína opnuð til að auð-
veldara væri fyrir áhugasama að fá frek-
ari upplýsingar um væntanleg störf.
Á þeim tveimur vikum sem um-
sóknarfresturinn stóð bárust 2290 um-
sóknir í þau störf sem auglýst var eftir.
Var mikið annríki í áhafnardeildinni
þessar tvær vikur við að svara símtölum
en við tók síðan gríðarleg vinna við að
vinna úr umsóknunum. Mestur áhugi
var á stöðum stýrimanna en 863 um-
sóknir bárust um þær. Næst á eftir voru
það umsóknir um hásetastörfin en það
voru 528 umsóknir. Að sögn áhafnar-
deildarinnar er meginþorri þeirra sem
sóttu um að koma úr olíugeiranum en
einnig eru umtalsvert margir fiskimenn
meðal umsækjenda. Flestir þeirra sem
sóttu um voru Norðmenn en einnig var
talsvert um umsóknir frá skandinavísk-
um sjómönnum. Ætli einhverjir Ís-
lendingar hafi ekki örugglega sótt þarna
um?
Hluti skipverja þarf að hefja störf í
haust en skipið á að vera full mannað í
ársbyrjun næstkomandi. Skipið er 100
metrar að lengd, hannað af Rolls-Royce
og mun kosta um 1,4 milljarða NKR. Er
það í smíðum hjá skipasmíðastöð á Ítalíu
og var það sjósett í febrúar. Verður þetta
fullkomnasta rannsóknarskip í heimi en
prófanir á skipinu hefjast í sumar en bú-
ist er við að skipið verði afhent seint í
haust. Skipstjóri skipsins, Karl Robert
Røttingen, er bjartsýnn á að allar áætlan-
ir standist og skipið verði komið til Nor-
egs fyrir jól.
Strandstöðvar hverfa
Telenor hefur tilkynnt að 1. janúar 2018
muni þeir leggja niður strandstöðvarnar
Vardø, Florø og Tjøme sem eru íslensk-
um skipstjórnarmönnum, sem hafa siglt
um strendur Noregs, góðu kunnar. Við
lokun strandstöðvanna munu 24 missa
vinnu sína en að vísu verður samtímis
fjölgað á strandstöðvunum í Bodø og
Rogalandi. Hluti þeirra sem missa vinnu
sína við lokun stöðvanna þriggja munu
þó fá tilboð um að flytja sig um set og
ráðast til hinna tveggja stöðvanna. Öðr-
um verður boðið að fara á eftirlaun eða
gera starfslokasamninga. Með þessum
breytingum munu jafnframt verða
breytingar á nöfnum þeirra tveggja
strandstöðva sem eftir verða og kallast
þá Kystradio Sør (Rogaland) og Kystrad-
io Nord (Bodø). Stöðvarnar þrjár sem
lagðar verða niður hafa allar verið í
notkun í nærri 100 ár og hafa gegnt
gríðarlega stóru hlutverki í að tryggja ör-
yggi sæfarenda allan þann tíma sem þær
hafa starfað.
Skálínan
Þann 19. október 1956 bjargaði banda-
ríska strandgæsluskipið Pontchartrain
farþegum Pan American flugvélarinnar
40 – Sjómannablaðið Víkingur
Utan úr heimi
Hilmar Snorrason skipstjóri
USCG Eagle var síðasta skip bandarísku Strandgæslunnar til að fá skástrikin sem hannað var af franskætt-
aða hönnuðinum Loewy.