Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Qupperneq 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Qupperneq 4
Á vordögum 2017 fékk Iðnaðarsafnið á Akureyri stýrishjól- ið úr Snæfelli EA 740 til varðveislu. Systkinin Gestur og Matthildur Matthíasarbörn afhentu safninu rattið í minn- ingu föður síns, Matthíasar B. Jakobssonar. Matthías var skip- stjóri á Snæfellinu á árunum 1953-59 og var stýrishjólið í hans vörslu þegar hann lést. Það hefur varðveist vel og er í góðu ástandi. Matthíasarbörn höfðu samband við Þorstein Pétursson í Hollvinafélagi Húna II. Þorsteinn hafði í fram- haldinu milligöngu um að stýrið færi á Iðnaðarsafnið. Auk rattsins eru á safninu skipsbjalla úr Snæfellinu, hverfi/ þeytirúða og slívar; auk líkans af skipinu.  Gott sjóskip Bjarni Bjarnason skipstjóri veit ýmislegt um Snæfellið og var fenginn til að segja örlítið frá skipinu. Faðir hans, Bjarni Jóhannesson, var skipstjóri á því frá 1953-59. Bjarni yngri segir Snæfellið hafa verið afskaplega gott sjóskip og þótti mjög merkilegt og bætir við: „Það varð eiginlega bara verkstopp á miðunum þegar það kom, það þótti nú þá svolítið glæsilegt, þetta skip, miðað við önnur sem þar voru; svona nýtískulegra heldur en gengur og gerist“. Það var byrjað á að setja í skipið enska 434 ha. Ruston vél. Samskipti milli landa voru ekki eins góð þá og nú og þegar vélin kom til landsins þótti hún heldur stór. Hún komst varla fyrir í skip- inu. Bjarni taldi að það hefði verið hækkað um tvö borðabil að aftan til að hægt væri að koma vélinni fyrir. „Senni- lega hefur það gert skipið að því af- burðaskipi sem það var, það var miklu betra skip fyrir vikið.“ Snæfellið var mikið happafley og var töluvert oft aflahæsta skipið í síldveiði- flotanum; sem á þeim tíma vakti athygli og skipti miklu máli. „það svona lá við að menn biðu eftir þessu eins og knatt- spyrnuúrslitum. Hver væri á toppnum á þessum og þessum tíma.“ Aflaskýrslur voru birtar í Morgunblaðinu og þá talað um aflakónga. Stundum var það Bjarni Jóhannesson sem var aflakóngur og þannig var það einmitt árið 1958 þegar þeir feðgar voru saman á Snæfellinu. Fór ungur á sjó með pabba Bjarni Bjarnason var aðeins sjö ára gam- all þegar hann fór fyrst á sjó með föður sínum. Það sumar og tvö næstu var hann á Snæfellinu og á góðar minningar frá þeim tíma. Hann var meðal annars settur í að skræla kartöflur og lík- aði það vel. Um borð voru 18 manns en aðeins ein vatnsdæla og hún handknúin. Það var eina rennandi vatnið sem þeir höfðu. Bjarna finnst eftirminnilegt hvað alltaf var góður andi í hópnum. „Það var engin óeining sem kom í þetta. Samvinnan var alveg rosalega góð“. Þau sumur sem hann var á Snæfellinu urðu nánast engar mannabreytingar. Í verksmiðjunum, þar sem Snæfellið kom til löndunar voru sturtur fyrir starfsfólkið sem þar vann. Allir um borð fóru þang- að til að þvo sér. Þá var guttinn skrúbbaður með grænsápu og smúlaður, að eign sögn, eins og lambhrútur. Sjóveiki Einn dag eftir skóla í maímánuði árið 1956 fór Bjarni sína fyrstu ferð á togveiðar með pabba sínum. Þetta var í miðju kríuvarpi og Hríseyingar um borð. Í Hrísey er gott kríuvarp og Bjarna fannst kríueggin góð og hámaði í sig heil ósköp af þeim. Þessir sjómenn voru líka svo afskaplega almennilegir að eftir Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir 4 – Sjómannablaðið Víkingur Stýrishjólið úr Snæfelli EA 740. Mynd: Jakob Tryggvason Verkstopp á miðunum, þótti svo glæsilegt Saga Snæfells EA 740 og viðtal við Bjarna Bjarnason skipstjóra

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.