Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Síða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Síða 16
16 – Sjómannablaðið Víkingur Vorum við að dóla úti fyrir Garð- skaga, 15 mínútur yfir fjögur og viss- um ekki til annars, en að Súlan væri all- nokkuð á undan okkur. Var vont í sjó og sigldum við hægt fyrir Skagann. Allt í einu sá einn skipsmanna, sem var stadd- ur í brúnni, rauðan blossa út um hliðar- gluggann bakborðsmegin. Vissi hann, að þarna gat ekki verið um neitt annað að ræða en neyðarblys, svo hann gerði mér strax aðvart. Snerum við þá strax og sáum fyrst bátinn með mönnunum í, á öldunum, en stuttu síðar, og skammt frá hinn gúmmíbátinn, sem var á hvolfi. Tókst okkur mjög fljótt að bjarga mönnunum úr gúmmíbátnum um borð. Var þeim bjargað um borð á laginu, eða þegar aldan bar gúmmíbátinn upp að hlið Sigurkarfa. Síðan tókum við báða bátana inn og drifum skipbrotsmennina niður í káetu, þar sem þeir skiptu um föt og hlýjuðu sér, enda voru þeir orðnir velktir eftir tveggja tíma hrakning sjó- votir í gúmmíbátnum. Síðan vorum við að Ióna á staðnum, þar sem Súlan fórst, í rúma tvo tíma, en sáum ekkert, sem gat bent til þess að fleiri menn væru ofansjávar. Að vísu var dálítið brak, skilrúm o. fl. á floti, auk olíubrákar, en fleira var ekki að sjá.“ Skipstjóri í landi Eftir 30 ár á sjónum kom Grímur í land, rétt að ná virðulegum fimmtugsaldri. En hugur hans var bundinn við hafið. Og nú hefst ótrúleg afrekssaga í lífi þessa manns með stóru, þykku sjómannshend- urnar. Hann byrjar að kanna útgerðar- sögu Íslendinga og útfæra hana í smíðis- gripum sem eru svo meistaralega vel gerðir að þeir vekja athygli um allt land og út fyrir landsteina. Áður en yfir lýkur hefur Grímur smíðað á fimmta hundrað skipslíkön sem eru svo nákvæm eftirlík- ing skipa sem eitt sinn sigldu um saltan sjó að jafnvel hundvönum sjóhundum vöknar um augu að skoða gamla bátinn sinn þó margfalt smærri sé í sniðum. En hlutföllin eru rétt, það er karakter í skip- um Gríms, engu er ofaukið og engu gleymt. Þetta kom af verklaginu sem var ekki bundið við handverkið eitt. Af því er lítil saga. Eitt sinn kom systurdóttir Gríms í skúrinn þar sem hann var að smíða ör- smátt stykki í bátslíkan. Hún undraðist stórum og spurði: „Hvernig geturðu þetta, hvernig geturðu smíðað svona smáa og fíngerða hluti með þessar stóru hendur?“ Grímur brosti, lyfti upp höndunum, horfði á þær og sagði: „Það hefur ekkert Guðmundur Þórarinn Ögmundsson og systursonur hans, Grímur Karlsson. Myndin er tekin við sölt- unarstöðina Neptún á Seyðisfirði sumarið 1962. Þá var Grímur með Sigurkarfa. Nei, ég lærði aldrei að smíða, sagði Grímur. „Ég var bara góður sjómaður og síðan voru mamma og pabbi rosalega flink í höndunum.“ Stórar hendur skiptu ekki máli þegar kom að því að smíða litla hluti, það var hugarfarið sem skildi á milli feigs og ófeigs í þeim efnum, var skoðun Gríms.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.