Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Qupperneq 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Qupperneq 18
18 – Sjómannablaðið Víkingur Nenntu ekki að hreyfa s ig Eyjúlfur hét maður og var Marteinsson, ættaður af Suðurlandi, en dvaldi um hríð á Fljótsdalshéraði. Hann var fjörmaður mesti og að því skapi flasfenginn og gálaus til orða og athafna. Eru sagnir af honum er virðast benda á að svo hafi verið. Einhverju sinni var Eyjúlfur með á bát er fórst í lendingu og drukknuðu allir er á bátnum voru nema hann. Frá því sagði hann með þessum orðum: „Ég ólmaðist og ólmaðist og djöflaðist þangað til ég komst á land. Hin helvítin nenntu ekki að hreyfa sig og þeir drápust allir.“ Eyjúlfur var eitt sinn á sjó með öðrum fleiri. Þeir lágu við stjóra með handfæri á 14 faðma dýpi og urðu ekki varir, Eyjúlf- ur, sem sagt er væri fjörugur og óbil- gjarn, sagði að það væri ekki til neins að vera þar lengur en formaðurinn kvað ekki fullreynt. Allt í einu stekkur Eyjúlf- ur upp og steypir sér útbyrðis en af því veður var gott og sléttur sjór gátu þeir náð honum um leið og honum skaut upp. Hann segir þá við formanninn: „Það er eins og mig grunaði, hér er ekkert á botninum nema skeljar og skítur.“ „Salter ikke sjanser“ Norsk útgerð sendi skip til Íslands til þess að veiða síld, sem salta skyldi í skipið sjálft. Það var ekki nóg að veiða síld við Ísland. Eina leiðin til þess að síldin skemmdist ekki, var á þeim tíma, að salta hana strax og hún veiddist. Skipið lét úr höfn í Noregi áleiðis til Íslands. Það lenti í hrakningum á hafinu, stormum og dimmviðri, fór villur vegar, en tók að lokum land á Suðureyjum við Skotland. Skipstjórinn hafði samband við inn- byggjara og þeir sögðu honum að þar á eyjunum hefðu menn orðið varir við síld. Skipstjóra þóttu þetta góð tíðindi, sem myndu vonandi bæta úr vand- ræðum hans, sem á undan voru gengin, þótt hann hefði ekki ratað rétta leið til Íslands og misst af vertíðinni þar. Hugsanlegt væri að fá hér síld til að salta í tunnur skipsins og bjarga þannig málunum. Hann sendi því stutt símskeyti til útgerðarmannsins í Noregi: „Vi finder ikke Island men gode sjanser her.“ Skipstjórinn fékk stutt svarskeyti frá Noregi: „Vi salter ikke sjanser, kom hjem igjen.“ Frásögn Vilhjálms Árnason (1917-2006), vélbátaformanns og hæstaréttarlögmanns. Gott sýnishorn af flota Íslendinga á 19. öld. Þó ekki skipin er liggja úti á Reykjavíkurhöfn heldur bátarnir við Steinbryggjuna. Á slíkum bátum hefur Eyjúlfur róið. Síldveiðar á Skagafirði. Þangað komst þó ekki norski skipstjórinn. Mynd: Jón G. Guðmann

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.