Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Side 34
34 – Sjómannablaðið Víkingur
F rá blautu barnsbeini vissi Anna K.
Kristjánsdóttir vélfræðingur að hún
hefði fæðst í röngum líkama. Hún
ólst upp í Höfðaborginni, ákvað ung að
árum að berjast gegn erfiðum tilfinning-
um sínum og gerast sjómaður en sjó-
mennskan var nánast herskylda í fjöl-
skyldu hennar. Hún stóð við það, fór
ung á sjóinn, settist síðar í Vélskólann,
gifti sig og eignaðist þrjú börn. Anna
lék hlutverk sitt sem harður sjómaður
þar til hún gat ekki meira og ákvað að
berjast fyrir tilveru sinni sem kona.
Væntanleg er bók um ótrúlega magnað
lífshlaup Önnu á sjó og landi og hér
birtast örfáir kaflar úr henni. Kaflinn
Hugboð er frá því hún var lítið barn en
hinir kaflarnir frá unglingsárunum, m.a.
þegar hún steig sín fyrstu skref í sjó-
mennskunni, aðeins fjórtán ára gömul.
Bókin er skrifuð af Guðríði Haralds-
dóttur og kemur út í lok október.
Bókaútgáfan Hólar gefur út.
Hugboð
Ein mögnuð bernskuminning tengist
Jóni Sigurði, elsta bróður mínum sem
kallaði yfir sig reiði föður okkar ... um
tíma.
Þeir ætluðu saman á sjóinn, Nonni
bróðir, Bessi frændi og Ragnar á 21.
Veðrið var leiðinlegt og þeir söfnuðust
saman á heimili mínu þetta kvöld. Mér
fannst eitthvað kaldranalegt við að horfa
á eftir þeim út í leigubílinn en hugsaði
ekki meira um það. Undir morgun kom
Nonni bróðir óvænt heim aftur og pabbi,
gamli sjómaðurinn, varð sár, skammaði
Nonna fyrir að svíkjast undan þessu fína
plássi en Nonni fór beint í rúmið. Margir
dagar liðu og alltaf var Nonni í rúminu
þegar ég kom heim úr skólanum.
Einn daginn þegar ég kom heim var
Nonni kominn á fætur en mamma farin
að gráta. Skipið var horfið, Bessi frændi
og Ragnar á 21 komu aldrei aftur, vinur
minn syrgði föður sinn en bróðir minn
lifir enn, meira en hálfri öld síðar.
Einhver óhugur hafði verið í Nonna
þar sem hann sat í aftursæti leigubíls
þetta kvöld ásamt Pétri bróður okkar
sem hafði fengið að fara með niður á
togarabryggju. Ragnar nágranni var kom-
inn um borð og beið staðfestingar skip-
stjórans á því að Nonni fengi síðasta
lausa plássið.
Það var eins og Nonni sæi ljósahjúp
yfir skipinu og allt í einu fannst honum
hann fá aðstoð við að opna bíldyrnar.
Hann heyrði ókunnuga rödd segja hon-
um að koma sér út og síðan var hann
eins og dreginn út úr bílnum. Hann
sagði Pétri bróður að koma og saman
hlupu þeir í burtu, alla leið upp á Arn-
arhól. Pétur hafði ekkert séð, hann var
móður eftir hlaupin en Nonni blés varla
úr nös.
Bræður mínir biðu um stund og
gengu síðan rólega í átt að Arnarhvoli.
Þegar Júlí var kominn út úr höfninni sá
Nonni að ljósboginn var enn yfir togar-
anum en enn sá Pétur ekkert. Júlí fórst á
Nýfundnalandsmiðum í þessari ferð og
með honum þrjátíu menn. Skömmu eftir
þessa óvæntu heimkomu Nonna hvarf
móðir mín af heimilinu í nokkra daga
eftir einn drykkjutúrinn. Jeddý á 64
kvartaði við barnaverndarnefnd og við
þrjú yngstu systkinin vorum send í sveit,
í Reykjahlíð í Mosfellssveit. Þetta var í
apríl 1959 og ég á áttunda árinu.
Ekki grunaði mig að Reykjahlíð yrði
heimili mitt næstu árin og draumur
minn um að búa í steinhúsi rættist á
þennan hátt.
Fermd tólf ára
Ég var tólf ára gömul þegar ég fermdist.
Foreldrar mínir voru ekki reiðubúnir að
halda fermingarveislu tvö ár í röð og því
var ég sett í fermingarfræðslu haustið
1964 svo að ég gæti fermst með Kobba
bróður. Fermingarfræðslan hjá séra
Garðari Svavarssyni í Laugarneskirkju
tók tvær eða þrjár vikur og svo var drifið
í fermingunni 1. nóvember 1964.
Mér fannst þessi fermingarundirbún-
ingur fáránlegur og í fermingarveislunni
sem haldin var heima í Höfðaborginni
um kvöldið las ég valda kafla úr Forn-
aldarsögum Norðurlandanna fyrir gest-
ina. Þeir kaflar þóttu ekki sérstaklega við
hæfi barna sem höfðu gengið þjóðkirkj-
unni á hönd þann sama dag. Mér var
sama. Þetta var fyrsti kaflinn í uppreisn-
inni gegn foreldravaldinu.
Á þessum tíma var ég komin í algjöra
afneitun gagnvart sjálfri mér. Ég gerði
mér fulla grein fyrir því að dagdraumar
mínir gætu ekki ræst og var farin að
vinna gegn þeim bæði leynt og ljóst.
Einn þáttur í því var að tilkynna öllum
lífshlaup
Anna K. Kristjánsdóttir og Pétur Þorbjörnsson. Pétur var skipstjóri á Jóni Þorlákssyni þegar Anna byrjaði
til sjós.