Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Page 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Page 36
36 – Sjómannablaðið Víkingur að ég ætlaði að vera sjómaður þegar ég yrði stór. Nokkru fyrir ferminguna hafði rotta gert sig heimakomna á heimilinu. Mein- dýraeyðir kom og setti upp gildrubúr sem náði rottunni lifandi og skömmu seinna lokaðist rottan inni í búrinu. Bói, eða Þorbjörn Steinar Þorbjörns- son, yngsti bróðir mömmu, kom í heim- sókn þann sama dag og ég man að hann fór að vorkenna rottunni, ég dáðist að honum fyrir það. Nokkrum árum áður hafði Bói gengið í gegnum hjónaskilnað og tekið það svo nærri sér að hann lagðist í drykkju. Hann hafði verið á sjónum sem háseti á Aski RE-33 sem hafði lent í árekstri og var nú í slipp. Hann mætti ekki í ferm- inguna mína því hann hafði gert eitthvað af sér í ölæði og var miður sín yfir því. Þremur dögum eftir ferminguna kom Bói í heimsókn og þegar ég kom úr skól- anum sat hann inni í stofu og las Vik- una, eða þóttist lesa því blaðið sneri á hvolf. Um nóttina svipti hann sig lífi í húsagarði við Mýrargötu ofan við Slipp- inn. Þar fór góð sál fyrir lítið. Faðir Bóa og móðurafi minn tók and- lát yngsta sonarins mjög nærri sér og lést sjálfur hálfu ári síðar um borð í Hekl- unni þar sem hann var vélstjóri. Bói var togarasjómaður eins og Bessi bróðir hans sem hafði farist með togaranum Júlí nokkrum árum áður. Pétur, elsti bróðir- inn, var síðar skipstjóri á Pétri Halldórs- syni RE-207 og lenti í hrakningum í jómfrúarferð sinni í Nýfundnalands- veðrinu mikla árið 1959. Ég fékk fyrsta launaða starfið mitt í Reykjavík nokkru áður en ég fermdist, sem sendill hjá Ræsi hf. með skólanum. Áður hafði ég starfað á sumrin í gróður- húsunum í Reykjahlíð. Það var gott að vinna hjá Ræsi en um leið var þetta mikið ábyrgðarstarf sem tólf ára börnum yrði ekki boðið upp á í dag. Við fluttum iðulega miklar fjárhæðir á milli fyrirtækis og banka. Það var ekki verra að ég átti þarna hauk í horni. Axel L. Sveins var skrifstofumaður hjá Ræsi á þessum tíma en honum hafði ég kynnst er hann byggði sér sumarbústað í Mos- fellsdalnum einhverjum árum áður. Ég vann þarna hálfan daginn um veturinn og veturinn á eftir, en allan daginn sum- arið 1965. Fjórtán ára hálfdrættingur Þegar leið fram á vorið 1966 og sá fyrir endann á skyldunáminu ákvað ég að fara á sjó ef ég fengi pláss. Ég leitaði með góðum árangri til Péturs föður- bróður míns sem nú var skipstjóri á gömlum díseltogara, Jóni Þorlákssyni RE-204. Innst inni langaði mig ekkert á sjó, var frekar hrædd við sjómennskuna, enda sagði fjölskyldureynslan að starfið væri hættulegt og slys tíð, reyndar svo tíð miðað við slysatölurnar er ég hóf sjó- mennsku árið 1966 að ég gat reiknað með því að slasast alvarlega að meðaltali á tíu ára fresti. Einnig voru aðeins helm- ingslíkur á því að lifa af 50 ára sjó- mennsku. Sem betur fer hefur mikið ver- ið gert í öryggismálum frá þeim tíma og öll líkindi hagstæðari en voru sumarið sem ég fór um borð í togara, einungis 14 ára gömul. Kvöldið áður en ég fór á sjóinn tók pabbi mig á eintal, ekki til að reyna að fá mig ofan af þeirri ákvörðun að vilja fara á sjó, heldur gaf hann mér góð ráð fyrir fyrstu sjóferðina. Hann útskýrði fyrir mér hvernig best væri að mýkja áhrifin þegar sjóveikin gerði vart við sig og sagði mér að trúa ekki öllu sem logið yrði að mér í þessari fyrstu ferð. Ég verð honum þakk- lát í hjarta alla tíð fyrir góð heilræði þetta kvöld. Ég þurfti reyndar ekki að hafa áhyggj- ur af hrekkjunum því þegar ég kom um borð hitti ég fyrir Jón Má Jónsson, syst- urson Sigríðar forstöðukonu í Reykja- hlíð. Við vorum vart komin út fyrir hafn- arkjaftinn í Reykjavík þegar hann fór að leiðbeina mér. „Þetta er spanni,“ sagði hann um leið og hann rak risastóran spanna upp að andlitinu á mér, „mundu að þegar strákarnir segja þér að fara með spanna upp í brú og trekkja upp tog- klukkuna, eru þeir að stríða þér.“ Jón Már sagði mér síðan eitt og annað sem gott væri að varast og frá hinum ýmsu hrekkjabrögðum. Ég verð honum ævinlega þakklát fyrir leiðbeiningarnar sem hann gaf mér á leið út Faxaflóann á leið á miðin úti í Jökuldjúpi. Ha, póstbátur? Fyrsti túrinn gekk vel. Það var gott veð- ur allan tímann og sjóveikin gerði ekki vart við sig. En mikið skelfing fannst mér túrinn langur og erfitt að aðlaga sig vöktunum, sex tímum á dekki og sex tímum í koju. Þessar tvær vikur voru sem heil eilífð. Fleiri unglingar voru um borð, skólastrákar eins og Jón Már sem þó var þremur árum eldri en ég, synir Péturs skipstjóra, Eyjólfur sem hafði lok- ið fyrsta bekk í Stýrimannaskólanum og var 2. stýrimaður og Pétur sem var hálf- drættingur eins og ég. Þá voru tveir útlendingar um borð, Englendingur og Skoti, báðir listmálarar sem dunduðu sér á frívöktunum við að gera skissur að málverkum. Aðbúnaðurinn var ekki upp á sitt besta. Ég svaf í forlúkar uppi, en þar voru kojur fyrir sex manns þótt ekki væru allar notaðar, og tvö salerni voru Jón Már Jónsson frá Akranesi og Eiður Eiðsson taka í spil.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.