Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Síða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Síða 49
Sjómannablaðið Víkingur – 49 * Vitaskuld rann ritstjóra vorum blóðið til skyldunnar og hafði samband við Anitu Elefsen, safnstjóra Síldarminja- safnsins á Siglufirði, sem leysti fljótt og vel úr spursmálinu. Myndin er tekin á Sólbakka við Önundarfjörð, sagði Anita, og staðfesti þannig tilgátu Jóns Páls. Verksmiðjurekstur á Sólbakka á sér raun- ar langa sögu sem nær aftur á 19. öld en það var ekki fyrr en 1935 að Síldarverk- smiðjur ríkisins tóku þar lyklavöld og þá fyrst hófst karfabræðsla á Flateyri. En karfi er einmitt eitt lykilorða í að greina hina títtnefndu ljósmynd. Hún sýnir nefnilega ekki síld heldur karfa eins og glöggir lesendur Sjómannablaðsins Vík- ings sáu þegar í stað. * Enn er þess að geta að lögmaðurinn Jónas Haraldsson – sem hefur meiri húmor en aðrir íslenskir kollegar hans – skrifaði og sagðist svo sem ekki sjá neina ástæðu til að veita ritstjóra vorum yfir- halningu. Að minnsta kosti ekki neina líkri þeirri sem sýslumaðurinn í Hnappa- dalssýslu fékk forðum frá vinnumanni sínum en sá var í veri og líkaði illa vistin. Umræddur „höfðings manns þénari“ skrifaði og skóf ekki utan af hlutunum: „Heiðarlegum, háttvirtum, hágöfug- um, sóma gæddum, velskrýddum, dyggðum prýddum sjálfs herra kóngsins stórmegtugum sýslumanni yfir allri Hnappadalssýslu, hverri hann með rögg og stjórn ríkilega ráðgjörir. Í heiðri hafandi, hátt vel agtandi, í sældum sitjandi, sinn hest vel alandi, kotunginn kúgandi, böðlana brúkandi, með byssum æðandi, sá bölvaði blótfjandi. Það er nú efni orðanna, ólukku hús- bóndi, að ég ræ daglega út á sjóinn, til að fá nokkuð ofan í bannsettar horkind- urnar þínar, og er þá ekki á mér þur þráður heldur en kæfðum ketti. Er ég þá líkari fátækum förumanni heldur en háttvirtum höfðings manns þénara. Segi ég þér það í alvarlegum jötunmóð, að fái ég ekki brókina og skinnstakkinn, lop- ann teygðan eða togann spunninn, þá strýk ég til skollans burt úr skiprúminu. Þér er ekki þjónandi né fyrir þig vinnandi, þessa heims né annars. Stattu svo stásslega, drekktu djarflega, þar til baldurinn bærist og bikarinn tæmist. Sama segir hann Jón Ormsson og ég. Og vertu nú ekki kvikinskur, helviskur.“ Þessi kvörtun – eða öllu heldur hótun – er í heimildum kallað Hrómundarbréf, væntanlega eftir höfundi. Gerum því að minnsta kosti skóna þar til annað kemur í ljós. * Ritstjóri þakkar athugasemdir og ábendingar og hvetur lesendur Víkings til eftirbreytni. Hikið ekki við að leiðrétta þar sem ritstjóra verður á, aukið við frá- sagnir sem blaðið flytur, segið af ykkar eigin reynslu eða í sem stystu máli: Gerum blaðið okkar enn fjölbreyttara og skemmtilegra. Vatnagarðar 16, Reykjavík, s. 568 6625, velarehf.is Við látum dæluna ganga • Dælur • Dæluviðgerðir • Ásþétti • Rafmótorar • Vélavarahlutir Viðgerðir • Tæringarvarnir Keramikhúðun Fyrir Eftir

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.