Fréttablaðið - 17.08.2022, Blaðsíða 24
Óskalög við orgelið fara fram
í Skáholtskirkju í kvöld. Laga-
listinn er afar fjölbreyttur, allt frá
Queen til Bach. Þá stendur einnig
yfir söfnun fyrir flygli í kirkjuna.
birnadrofn@frettabladid.is
„Við byrjuðum á þessu í fyrrasumar og
þetta varð strax mjög vinsælt,“ segir Jón
Bjarnason, organisti í Skálholti, um við-
burðinn Óskalög við orgelið sem fram
fer í Skálholtskirkju klukkan átta í kvöld.
„Ég spila á orgelið og við erum með
lista með yfir hundrað lögum sem fólk
getur valið sér að heyra og svo geta allir
sungið með,“ segir Jón. Lagalistinn er
sérlega fjölbreyttur en þar má meðal
annars finna Söknuð Vilhjálms Vil-
hjálmssonar, Mamma Mia! frá Abba,
Star Wars-þemalagið og Tríósónötu
númer 1 í Es-dúr eftir Bach.
Spurður að því hvað sé vinsælasta
lagið segir Jón svarið við því auðvelt.
„Það er Vikivaki eftir Valgeir Guðjóns-
son, sem margir þekkja kannski betur
sem Sunnan yfir sæinn breiða, það er
langvinsælasta lagið,“ segir hann.
„Þar á eftir kemur svo Bohemian
Rhapsody með Queen, þarna sérðu strax
hvað þetta er fjölbreytt,“ bætir hann við.
Jón segir að fjöldi fólks leggi leið sína
í Skálholt til að hlýða á Óskalög við org-
elið og syngja með. Mest sé það fólk úr
sveitinni í kring en þó sé einnig algengt
að fólk geri sér ferð þangað. „Þetta er
mjög fjölskylduvænt og allir velkomnir,“
segir Jón.
„Það er mjög fjölbreyttur hópur sem
kemur hingað og einu sinni kom meira
að segja heill karlakór og tók nokkur
lög,“ bætir hann við.
Jón segir það skemmtilega upplifun
fyrir gesti að fá að heyra ólíka tónlist
hljóma á orgelið. „Orgel er svo magnað
hljóðfæri og er eiginlega eins og heil
hljómsveit. Það er svo gaman fyrir fólk
að heyra annað en orgeltónlist og sálma
spilað á það,“ segir hann.
Í Skálholtskirkju er orgelið tignar-
lega sem Jón talar um en í kirkjunni
hefur aldrei verið píanó. Nú stendur
yfir söfnun þar sem sem safnað er fyrir
f lygli í kirkjuna. Nýr f lygill er sagður
muna lyfta tónlistarlífi kirkjunnar í
nýjar hæðir og auka framboð á mis-
munandi tónleikum í kirkjunni. Tekið
verður við frjálsum framlögum í flygil-
sjóðinn í kvöld svo þau sem vilja geta
lagt söfnunni lið.
En hvað kostar nýr f lygill?
„Hann kostar mjög mikið. Svona átján
milljónir,“ segir Jón. „En við erum komin
með yfir fimm milljónir svo það er góð
byrjun,“ bætir hann við. n
Óskalög við orgelið í Skálholti
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Skálholt til að hlýða á Óskalög við orgelið, þegar mest hefur verið hafa mætt um hundrað manns.
MYND/AÐSEND
Jón Bjarnason, organisti í Skálholti.
Ég spila á orgelið og við
erum með lista með yfir
hundrað lögum sem fólk
getur valið sér að heyra.
Jón Bjarnason
1819 Jón Árnason, þjóðsagnasafnari fæðist.
1943 Robert De Niro leikari
fæðist.
1946 Valgerður Þorsteins
dóttir verður fyrsta
íslenska konan til að
ljúka einkaflugmanns
prófi.
1970 Bandaríkin sökkva
418 taugagasgeymum
í Golfstrauminn við
Bahamaeyjar.
1980 Heklugos hefst en stendur aðeins í nokkra daga.
1982 Fyrstu geisladiskarnir fara á markað í Þýskalandi.
1998 Fjármálakreppan í Rússlandi hefst.
2017 Maður ekur sendiferðabíl inn í mannfjölda á Römbl
unni í Barcelona með þeim afleiðingum að þrettán
látast.
Merkisatburðir
Á þessum degi árið 1993 var Bucking
hamhöll í London opnuð almenningi
í fyrsta sinn. Elísabet Englandsdrottn
ing ákvað að opna höllina og rukka
gesti um aðgangseyri til að fjármagna
enduruppbyggingu Windsorkastala
sem brann árið á undan.
Gert var ráð fyrir að um 7.500 manns
myndu mæta og berja höllina augum
þá daga sem hún var opin og höfðu
yfirmenn hallarinnar gert ráð fyrir því
að þegar dyrnar yrðu opnaðar biðu
þúsundir manna fyrir utan. Raunin
varð þó önnur og einungis um 900
manns biðu við dyrnar.
Þrátt fyrir að fjöldi gesta í höllinni
ylli vonbrigðum eyddi hver og einn
þeirra þar meiri tíma en búist hafði
verið við og sala á minjagripum og
gjafavörum fór fram úr björtustu
vonum. Gestirnir keyptu tebolla, silki
bindi og kristalsglös með myndum
af konungsfjölskyldunni og með sölu
þeirra muna kom meiri peningur í
kassann en með aðgangseyrinum.
Flestir gestanna sem komu í höllina
voru ánægðir og yfir sig hrifnir af
íburðarmikilli höllinni. Það sem sætti
þó gagnrýni var að drottningin sjálf
var hvergi sjáanleg. Daginn sem höllin
var opnuð var Elísabet drottning við
útför Baldvins Belgíukonungs. n
Þetta gerðist: 17. ágúst 1993
Almenningur fékk loks að skoða höllina
Hér má sjá
skemmdirnar
sem urðu á
Windsorkastala
í brunanum árið
1992.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Þorvaldur Sigurjón Helgason
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
föstudaginn 29. júlí.
Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju
föstudaginn 19. ágúst kl. 15.00.
Helga Ingvarsdóttir
Bjarni Þór Þorvaldsson
Ingvar S. Þorvaldsson Anna María Bjarnadóttir
Helgi B. Þorvaldsson Elín H. Ragnarsdóttir
Rúnar Sólberg Þorvaldsson Helga Karlsdóttir
Valdimar T. Þorvaldsson Adrian Estorgio
Sólveig Þrúður Þorvaldsdóttir Reynir Þór Valgarðsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Emil L. Guðmundsson
Skúlagötu 40, Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítalans
í Kópavogi sunnudaginn 7. ágúst,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju
föstudaginn 19. ágúst nk. kl. 15.00.
Jóna Lára Pétursdóttir
Ellen Vestmann Emilsdóttir
Emil Emilsson
Steinunn Baldursdóttir Jóhannes G. Harðarson
Guðný Baldursdóttir
Lilja Margrét Hreiðarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og bróðir,
Guðmundur Hansson
veitingamaður,
Furuhjalla 5, Kópavogi,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
föstudaginn 5. ágúst. Útför hans fer fram
frá Digraneskirkju mánudaginn 22. ágúst kl. 13.
Haraldur Guðmundsson Bryndís Bjarnadóttir
Albert Þór Guðmundsson Snædís Björt Agnarsdóttir
Stefán Guðmundsson Guðbjörg Lilja Svavarsdóttir
og barnabörn.
Sæunn Halldórsdóttir
Sigrún Bryndís Hansdóttir
Hrund Apríl Guðmundsdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Sigfús Valgarð Stefánsson
vélstjóri frá Hofsósi,
lést á Landspítalanum 11. ágúst.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna,
en þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveitina
Gretti, Hofsósi, eða hjartadeild Landspítalans.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjartadeildarinnar fyrir
hlýhug í okkar garð.
Fanney Björk Björnsdóttir
og fjölskylda.
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 17. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGUR