Fréttablaðið - 17.08.2022, Side 27

Fréttablaðið - 17.08.2022, Side 27
Sumt fólk er með ákveðnar fyrir fram gefnar hugmyndir um að klassískir tónleikar séu eitt- hvað voða alvarlegt og leiðin- legt. Andrew J. Yang Bandaríski píanóleikarinn Andrew J. Yang fluttist á Patreksfjörð í miðjum heims- faraldri þar sem hann stofn- aði Píanóhátíð Vestfjarða, fyrstu tónlistarhátíðina á Vestfjörðum sem er tileinkuð slaghörpunni. Andrew J. Yang er Bandaríkjamaður fæddur og uppalinn í Kaliforníu. Andrew hóf píanónám fimm ára að aldri og stundaði háskólanám í hljóðfæraleik við háskóla í Kali- forníu, þar á meðal doktorsnám við USC Thornton School of Music. Þegar heimsfaraldurinn skall á ákvað Andrew að söðla um og flutt- ist búferlum á Patreksfjörð. „Ég var í doktorsnámi í USC í Los Angeles og hafði verið að spila mjög mikið. Þegar Covid skall á áttaði ég mig á því að allt slíkt var að loka þannig að í stað þess að bíða veir- una af mér í Kaliforníu ákvað ég að sækja um vinnu annars staðar þar sem væru minni samkomutakmark- anir. Ég sótti um störf á Íslandi og í Hong Kong og svo fékk ég vinnu á Patreksfirði og ákvað að flytja þang- að. Ég ætlaði mér fyrst bara að vera þar í eitt misseri, tvö í mesta lagi, en síðan ákvað ég bara að vera hér.“ Andrew starfar sem píanó- og fiðlukennari við Tónlistarskóla Vesturbyggðar sem er starfræktur bæði á Patreksfirði og Bíldudal. Spurður um hvort honum finnist tónlistarlífið á Vestfjörðum vera blómlegt segir hann: „Það er það klárlega á Ísafirði þar sem er mjög sterk tónlistarhefð og hér á Patreksfirði er það greinilega að byggjast upp. Sem dæmi þá er yfirmaður minn, skólastjóri tón- listarskólans Kristín Mjöll Jakobs- dóttir, virkilega fær fagottleikari. Hún spilaði með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands, lærði við Yale og spil- aði í Fílharmóníusveit Hong Kong. Þannig að tónlistarlífið er virkilega að byggjast upp hér og börnin hér hafa mikinn áhuga á tónlist.“ Skorti lifandi tónlistarflutning Að sögn Andrews fékk hann hug- myndina að því að stofna Píanó- hátíð Vestfjarða þegar hann áttaði sig á því að á Patreksfjörð vantaði algjörlega lifandi tónlistarflutning á klassískri tónlist og djasstónlist en hann hefur sjálfur komið fram á fjölmörgum tónlistarhátíðum víða um heim, í Norður-Ameríku og Evrópu. „Ég hugsaði með mér að það væri nokkuð áhugavert að á Íslandi væri engin píanóhátíð, hvað þá á Vest- fjörðum. Mér fannst það hljóma eins og góð byrjun að stofna hátíð hér og bjóða nokkrum af færustu píanóleikurum heims, kollegum mínum og fólki sem ég þekki, hingað vestur. Það gæti bæði verið frábært tækifæri fyrir fólkið sem býr hérna og sjálfa listamennina af því þetta er virkilega fallegt svæði og ég held að listamennirnir geti fundið mikinn innblástur á stað eins og Patreksfirði,“ segir hann. Heimsklassa píanóleikarar Píanóhátíðin fer fram á Tálknafirði, Patreksfirði og Ísafirði og auk And- rews koma fram tveir þekktir tón- listarmenn sem hann hefur fylgst með frá unga aldri, suður-kóreski píanóleikarinn og tónskáldið Myung Hwang Park og ungversk-bandaríski píanóleikarinn Peter Toth. „Ég hef þekkt Myung Hwang Park í nákvæmlega tíu ár en við spiluðum saman á tónlistarhátíð á Spáni fyrir áratug. Í gegnum árin hefur hann þróast meira í áttina að því að vera tónskáld, hann kemur enn fram sem píanóleikari en hefur skapað sér feril sem tónskáld í París. Ég hef pantað verk frá honum og þannig höfum við haldið sambandi. Hann mun frumf lytja nýtt píanóverk, Tales Under the Snow sem ég pant- aði af honum, á hátíðinni,“ segir Andrew og bætir því við að Park sé eitt efnilegasti unga tónskáldið í dag. Peter Toth er ung verskætt- aður píanóleikari sem hlaut nýlega bandarískan ríkisborgararétt. Þeir Andrew kynntust á tónlistarhátíð í Stofnaði alþjóðlega píanóhátíð á Patreksfirði Andrew J. Yang segir tónlistarlífið á Patreksfirði vera í blóma og vonast til þess að vekja athygli Vestfirðinga á píanótónlist. MYND/AÐSEND Ungversk-bandaríski píanóleikarinn Peter Toth er meðal þeirra sem koma fram á Píanóhátíð Vestfjarða í vikunni. MYND/AÐSEND tsh@frettabladid.is Tónlistarhátíðin Ung Nordisk Musik (UNM) fer fram í Reykjavík dagana 15. til 21. ágúst. UNM var stofnuð árið 1946 og er því ein elsta tónlistarhátíð sinnar tegundar. Hátíðin f lakkar á milli Norður- landanna og er þetta í tíunda skiptið sem hún er haldin hérlendis. Markmið UNM er að kynna verk eftir yngstu kynslóð tónskálda og hljóðlistamanna frá Norðurlönd- um og Eystrasaltslöndunum en í ár taka 39 tónskáld þátt frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finn- landi, Eistlandi, Lettlandi og Litáen. Þemað í ár er „co·structing“, nýyrði sem lýsir framsækinni sköpun sem byggist á þverfaglegu samstarfi úr ólíkum áttum. „Þetta þema er sprottið af því að það hafa orðið ýmsar breytingar í tónsköpun bæði í stærra samhengi og á þessari hátíð á síðastliðnum árum og áratugum. Sem hátíð sem styður við nýja tónlist höfum við náttúrlega verið svolítið mikið tengd við akademíuna og klassískar tónsmíðar. En í gegnum árin sér maður að tónskáld vilja mörg vinna þvert á miðla,“ segir Sóley Sigurjóns- dóttir, einn skipuleggjenda. Að sögn Sóleyjar rímar þemað vel við íslensku tónlistarsenuna en samsköpun og samvinna tónskálda og tónlistarf lytjenda hefur lengi verið óaðskiljanlegur hluti hennar. „Mér finnst Ísland svo sérstakt í þessu að því leyti að það eru allir svolítið í öllu og snerta á mismun- andi flötum. Við erum að reyna að tækla það að tónskáld eru ekki bara tónskáld heldur líka f lytjendur og kannski líka að mála myndir eða gera mismunandi hluti,“ segir hún. Í aðdraganda hátíðarinnar í ár var haldin sérstök listamannadvöl á Íslandi í mars í fyrsta sinn í sögu UNM. „Þar voru 19 tónskáld sem bjuggu til 18 ný verk sem verða svo frum- f lutt núna á hátíðinni. Þetta var listamannadvöl sem var sérstak- lega miðuð að samstarfi á milli tón- skáldanna eða við flytjendur eða að vinna á skemmtilegum stöðum,“ segir Sóley. Á UNM 2022 munu áhorfendur upplifa fjölbreytt úrval nýrrar tón- og hljóðlistar en hátíðin er haldin víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í hefðbundnum rýmum á borð við Mengi, Iðnó og Tjarnarbíó, auk óhefðbundinna rýma á borð við Rauðhóla og Gróttuvita. Dagskráin samanstendur af 24 viðburðum, tónleikum, sýningum, pallborðs- umræðum, kynningum, örvinnu- stofum og vettvangsferðum. Nálgast má dagskrána í heild á heimasíðu hátíðarinnar: ungnordiskmusik.is. n Framsækin hátíð ungra tónskálda Sóley Sigurjóns- dóttir, einn skipuleggjenda UNM Nítján tónskáld tóku þátt í fyrstu listamannadvöl UNM í mars. MYND/AÐSEND Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is Austurríki þegar sá síðarnefndi var fimmtán ára. „Hann er um það bil tíu árum eldri en ég og hann er örugglega ein af ástæðunum fyrir því að ég varð píanóleikari. Ég man eftir því að hafa heyrt hann spila á tónleikum þegar ég var fimmtán ára, ég varð einstaklega snortinn og það virki- lega hvatti mig til að leggja meiri metnað í að æfa mig á píanóið,“ segir Andrew og bætir því við að ferill Toth sé á miklu flugi um þessar mundir en hann mun koma fram á sínum fyrstu einleikstónleikum í Carnegie Hall eftir tvo mánuði. Aðgengileg og tilfinningaleg Er mikill áhugi fyrir píanóhátíðinni meðal Vestfirðinga? „Ég held að það sé þegar ákveð- inn hópur fólks sem hefur áhuga á svona viðburðum. En ég held að ein af hindrununum, sem eru meira að segja til staðar í stórum borgum, sé að sumt fólk er með ákveðnar fyrir fram gefnar hugmyndir um að klassískir tónleikar séu eitthvað voða alvarlegt og leiðinlegt. Þann- ig að það er viss áskorun að vekja athygli samfélagsins. En ég vona að í gegnum árin muni okkur takast að sýna fólki hversu aðgengileg þessi tónlist er og að hún er ekki tilgerðar- leg heldur mjög tilfinningaleg,“ segir Andrew. Píanóhátíð Vestfjarða fer fram 17. til 21. ágúst. Nánari upplýs- ingar má finna á heimasíðunni, icelandpianofestival.com. n MIÐVIKUDAGUR 17. ágúst 2022 Menning 23FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.