Fréttablaðið - 20.08.2022, Page 12

Fréttablaðið - 20.08.2022, Page 12
Velkomin í snarl á MENNINGARNÓTT OPIÐ 24/7 Austurstræti 17 Laugavegi 116 Útvarpsstöðvarnar Rás 2, Bylgjan og X-ið verða hver um sig með stóra tónlistardag- skrá í tilefni Menningarnætur sem fer fram í Reykjavík í dag. Viðburðastjóri er bjartsýnn á gott veður og góða aðsókn. ninarichter@frettabladid.is TÓNLIST Guðmundur Birgir Hall- dórsson, viðburðastjóri Menningar- nætur, segir að ekki sé til nákvæmt yfirlit yfir fjölda þeirra sem taka þátt í Menningarnótt. Sumir við- burðir séu jafnvel ekki skráðir. Áherslan er á smærri viðburði fram eftir degi og fram að kvöldmat. Eftir það fái stærri dagskrárliðir að njóta sín. „Auk Tónaflóðs er Bylgjan með glæsilega dagskrá í Hljómskála- garðinum, DJ Margeir er með karni- val á Klapparstíg og svo er X-ið með tónleika í Kolaportinu fyrir þá sem vilja aðeins fara inn,“ svarar Guð- mundur Birgir, aðspurður um helstu hápunkta í dagskránni í kvöld. Hvað veðurspána varðar segist Guðmundur ekki hafa áhyggjur. „Það er búið að ganga á ýmsu í veðrinu,“ segir Guðmundur og hlær. „Það verður heiðskírt og norðanátt, rigningin verður eftir fyrir norðan. Ég er nokkuð sáttur með spána og það hefur sýnt sig á Menningarnótt, að fólk lætur sig hafa það að kíkja,“ segir viðburðastjórinn. Nýtt og stærra hljóðkerfi er meðal þeirra breytinga sem verða á umgjörð Tónaflóðs, stórtónleika Rásar 2 á Arnarhóli á Menningar- nótt þetta árið. Tónlistarkonan Bríet kemur fram á hápunkti tónleikanna á Arnarhóli, en hún verður með því fyrsta kven- kyns poppstjarnan til að koma ein fram og loka kvöldinu, og sömu- leiðis yngsti listamaðurinn sem gerir það frá upphafi. n Nákvæmt yfirlit yfir fjölda viðburða í dag er ekki til Tæknimenn unnu að því í gær að setja upp svið fyrir stórtónleika Rásar 2 við Arnarhól í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það verður heiðskírt og norðanátt, rigning- in verður eftir fyrir norðan. Guðmundur Birgir Halldórsson, viðburðastjóri Menningarnætur thorgrimur@frettabladid.is FINNLAND Sanna Marin, forsætis- ráðherra Finnlands, tók fíkni efna- próf í gær. Áður hafði Rikka Purra, leiðtogi stjórn ar and stöðuf lokks, krafist þess. Forsætisráðherrann hef ur sætt harðri gagn rýni eft ir birtingu mynd- bands sem sýnir Sönnu syngja og dansa. Niður stöður úr lyfjaprófinu verða ljósar í næstu viku eftir því sem fram kemur á BBC. Þá hefur myndbandi verið dreift sem sýnir hana dansa við ókunnugan mann. Gagnrýnendur Sönnu segja hegð- un hennar vera fyrir neðan virðingu forsætisráðherra og hafa spurt hvort hún hafi verið undir áhrifum fíkni- efna í myndbandinu. Marin þvertekur fyrir slíkt og segist ekki hafa gert neitt óeðlilegt. Hún hafi neytt áfengis. „Þessi myndbönd eru einkalegs eðlis og voru tekin í einkarými,“ sagði Marin. Marin hefur áður sætt gagnrýni fyrir það sem sagt er óhóf legt partístand. Hún baðst afsökunar í fyrra eftir að hún fór út á næturlífið stuttu eftir að ráðherra í ríkisstjórn hennar greindist með Covid. Hún hafði misst af skilaboðum sem ráðlögðu henni að fara í sóttkví. „Ég á mér fjölskyldulíf, vinnulíf og ég á frítíma sem ég ver með vinum mínum, líkt og margt fólk á mínum aldri,“ segir Marin, sem er 36 ára. „Ég ætla að vera nákvæmlega sama manneskjan og hingað til.” SJÁ SÍÐU 32 Sanna Marin óhrædd við lyfjapróf Sanna Marin, forsætisráð- herra Finnlands. 12 Fréttir 20. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.