Fréttablaðið - 20.08.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.08.2022, Blaðsíða 12
Velkomin í snarl á MENNINGARNÓTT OPIÐ 24/7 Austurstræti 17 Laugavegi 116 Útvarpsstöðvarnar Rás 2, Bylgjan og X-ið verða hver um sig með stóra tónlistardag- skrá í tilefni Menningarnætur sem fer fram í Reykjavík í dag. Viðburðastjóri er bjartsýnn á gott veður og góða aðsókn. ninarichter@frettabladid.is TÓNLIST Guðmundur Birgir Hall- dórsson, viðburðastjóri Menningar- nætur, segir að ekki sé til nákvæmt yfirlit yfir fjölda þeirra sem taka þátt í Menningarnótt. Sumir við- burðir séu jafnvel ekki skráðir. Áherslan er á smærri viðburði fram eftir degi og fram að kvöldmat. Eftir það fái stærri dagskrárliðir að njóta sín. „Auk Tónaflóðs er Bylgjan með glæsilega dagskrá í Hljómskála- garðinum, DJ Margeir er með karni- val á Klapparstíg og svo er X-ið með tónleika í Kolaportinu fyrir þá sem vilja aðeins fara inn,“ svarar Guð- mundur Birgir, aðspurður um helstu hápunkta í dagskránni í kvöld. Hvað veðurspána varðar segist Guðmundur ekki hafa áhyggjur. „Það er búið að ganga á ýmsu í veðrinu,“ segir Guðmundur og hlær. „Það verður heiðskírt og norðanátt, rigningin verður eftir fyrir norðan. Ég er nokkuð sáttur með spána og það hefur sýnt sig á Menningarnótt, að fólk lætur sig hafa það að kíkja,“ segir viðburðastjórinn. Nýtt og stærra hljóðkerfi er meðal þeirra breytinga sem verða á umgjörð Tónaflóðs, stórtónleika Rásar 2 á Arnarhóli á Menningar- nótt þetta árið. Tónlistarkonan Bríet kemur fram á hápunkti tónleikanna á Arnarhóli, en hún verður með því fyrsta kven- kyns poppstjarnan til að koma ein fram og loka kvöldinu, og sömu- leiðis yngsti listamaðurinn sem gerir það frá upphafi. n Nákvæmt yfirlit yfir fjölda viðburða í dag er ekki til Tæknimenn unnu að því í gær að setja upp svið fyrir stórtónleika Rásar 2 við Arnarhól í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það verður heiðskírt og norðanátt, rigning- in verður eftir fyrir norðan. Guðmundur Birgir Halldórsson, viðburðastjóri Menningarnætur thorgrimur@frettabladid.is FINNLAND Sanna Marin, forsætis- ráðherra Finnlands, tók fíkni efna- próf í gær. Áður hafði Rikka Purra, leiðtogi stjórn ar and stöðuf lokks, krafist þess. Forsætisráðherrann hef ur sætt harðri gagn rýni eft ir birtingu mynd- bands sem sýnir Sönnu syngja og dansa. Niður stöður úr lyfjaprófinu verða ljósar í næstu viku eftir því sem fram kemur á BBC. Þá hefur myndbandi verið dreift sem sýnir hana dansa við ókunnugan mann. Gagnrýnendur Sönnu segja hegð- un hennar vera fyrir neðan virðingu forsætisráðherra og hafa spurt hvort hún hafi verið undir áhrifum fíkni- efna í myndbandinu. Marin þvertekur fyrir slíkt og segist ekki hafa gert neitt óeðlilegt. Hún hafi neytt áfengis. „Þessi myndbönd eru einkalegs eðlis og voru tekin í einkarými,“ sagði Marin. Marin hefur áður sætt gagnrýni fyrir það sem sagt er óhóf legt partístand. Hún baðst afsökunar í fyrra eftir að hún fór út á næturlífið stuttu eftir að ráðherra í ríkisstjórn hennar greindist með Covid. Hún hafði misst af skilaboðum sem ráðlögðu henni að fara í sóttkví. „Ég á mér fjölskyldulíf, vinnulíf og ég á frítíma sem ég ver með vinum mínum, líkt og margt fólk á mínum aldri,“ segir Marin, sem er 36 ára. „Ég ætla að vera nákvæmlega sama manneskjan og hingað til.” SJÁ SÍÐU 32 Sanna Marin óhrædd við lyfjapróf Sanna Marin, forsætisráð- herra Finnlands. 12 Fréttir 20. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.