Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 16
Þriðji hluti Áður en við sláum botninn í viðtalið við Rafn þarf að leiðré­tta villu sem slæddist inn í síðasta þátt. Þar segir að hvalbakur Fylkis hafi verið það síðasta sem sjómennirnir sáu af bátnum. Þetta er ekki ré­tt. Eftir sprenginguna hallaðist Fylkir á stjórnborða og stefnið tók að sökkva. Seinast stóð skuturinn einn upp úr sjónum. Við þetta má bæta að á kápu Víkings stendur: Fylkir strandar – sem er augljóslega rangt. Það skal einnig tekið fram að allar ljósmyndirnar sem prýða þennan þriðja rabbþátt Sverris og Rabba, fyrir utan þá af briddsmönnum, eru teknar af Ásgrími Ágústssyni. Gefum svo Rabba orðið um leið og Víkingur þakkar honum og Sverri skemmtilega og stórfróðlega frásögn. Tilviljun eða ... ? – En þú hefur farið á sjóinn aftur? – Það var ekki um annað að ræða. Þetta var það, sem maður kunni og kunni bærilega við, þótt fjarvistir væru miklar og stundum erfiðar. Ég átti til dæmis þess ekki kost að vera viðstaddur útför móður minnar, eftir að hún féll frá. – Og nú var enginn Fylkir! – Nei, en þá ræðst ég á togarann Geir, þar sem Gunnar Auðunsson var skip- stjóri. Yfirleitt gekk þar allt eins og í sögu og við fiskuðum yfirleitt vel. Einu atviki man ég eftir, sem frásagnarvert er. Trollið hafði farið vitlaust út og vír hafði slitnað. Við vorum að hífa aftur inn og allt var að hrynja niður og geri ég mér grein fyrir því að það er að slitna. Þríf ég til Hinriks, kalls frá Akranesi, gríp í stakk hans og við köstum okkur upp að lunningunni. Síðan slitnar og bobbingarnir kastast til einmitt yfir þann stað þar sem við stóð- um. Átti Gunnar Auðunsson ekki von á öðru en að við værum í klessu undir bobbingunum, sagði hann mér á eftir. En svona geta tilviljanir verið eða kannski finnur maður eitthvað á sér áður en það gerist. Það voru oft vandamál ef við lentum í festum. Þá þurfti að fara til baka til að ná vörpunni úr festunni. Margar festur þekktum við og vissum hvar þær voru. Ýmist voru þetta gömul skipsflök eða hraun og klettar á hafsbotni. Þurfti oft ítrustu útsjónarsemi til að ná veiðarfær- um sem minnst sködduðum úr festunum. Shanghæjaðir um borð – Nú fer að síga á seinni hlutann á þínum sjómennskuferli. – Síðustu skipin, sem ég var á voru ann- ars vegar togarinn Egill Skallagrímsson og Ásbjörn, bátur frá Reykjavík. Ekkert stór- vægilegt bar til tíðinda á Agli. Egill var gott sjóskip og sérstaklega góður á lensi. Þótt skipin væru svipuð að gerð og lögun og jafnvel smíðuð eftir sömu teikningum gátu eiginleikar þeirra verið ólíkir. Skipti ferming höfuðmáli í því efni. Í vondum verðum þurfti stundum í myrkri að nota kastara til að fylgjast með sjólagi til að forðast hnúta eftir föngum með stýringu. Engar stórvægilegar bilanir urðu í minni tíð enda fóru skipin í klassanir þar sem búnaður allur var yfirfarinn undir eftirliti góðra manna. – Enginn einstaklingur samskipa þér á Agli, sem er öðrum eftirminnilegri? – Nú voru komnir þeir tímar, að erfitt var að fá vana menn á togarana og betri kostir þóttu gefast í landi eða við aðrar veiðar. Einhverju sinni vorum við að fara út á Agli og Gunnar skipstjóri ákvað að við skyldum kasta á grunninu út af bugt- inni áður en hann fór í koju. Ég var þá 1. stýrimaður og lóða skömmu seinna á fisk nálægt landhelgislínunni. Ég ákveð 16 - Sjóm­annablaðið Víkingur­ Sverrir Ólafsson Rabbað við Rabba Ágrip af sjóferðasögu Rafns Kristjáns Kristjánssonar stýrimanns 1943 – 1968
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.