Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Side 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Side 20
20 - Sjóm­annablaðið Víkingur­ Afli úr heimshöfunum hefur und- anfarinn áratug verið um 90-95 milljónir tonna og ekki fyrirsjáanleg aukning þar á. Veiðar úr mörgum mik- ilvægum stofnum hafa dregist stórlega saman eins og Íslendingar hafa svo harkalega fengið að kynnast á und- anförnum árum. Nærtækasta dæmið er þorskafli úr N-Atlantshafinu, sem var ríflega 3 milljónir tonna 1970, en er nú kominn niður í rúm 800 þúsund tonn. Á sama tíma og veiðar standa í stað eða dragast saman eykst eftirspurn eftir heilnæmu fiskmeti til manneldis. Ljóst er að aukinni eftirspurn eftir fiski og fiskmeti verður aðeins mætt með auknu fiskeldi. Fiskeldi á sér aldagamla hefð víða um heiminn en framþróun þess á síðustu 35 árum hefur verið ævintýri líkust. Árlegur vöxtur framleiðslunnar hefur að meðaltali verið um 9% og hefur ekki verið meiri í annarri matvælaframleiðslu. Heildar fram- leiðslan nemur nú rúmlega 70 milljónum tonna þegar allt er talið (fiskur, skelfiskur, krabbadýr og plöntur). Fiskeldið er lang umfangsmest í Asíu og bera Kínverjar höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur. Nú er um helmingur fiskmetis til mann- eldis úr eldi og á það hlutfall eftir að hækka á næstu árum. Þótt vöxtur fiskeldis hafi verið hraður hefur fiskverð víðast farið hækkandi sem sýnir að eftirspurn er mikil, enda fiskmeti sérlega heppileg og mikilvæg fæða fyrir mannkyn. Ólafur Ingi Sigurgeirsson og Arnþór Gústavsson Er fiskeldi framtíðin? Nágrannarnir og við Fyrir Íslendinga hefur fiskur jafnan skipt mjög miklu máli en hér eins og annarstaðar er sjávarafli takmarkaður og á niðurleið. Í því ljósi er eðlilegt að líta til fiskeldis eins og gert hefur verið í öðrum löndum og reyna að byggja það upp sem atvinnugrein. Okkar næstu nágrannar í Færeyjum og þó einkanlega í Noregi hafa náð gríðarlegum árangri í fiskeldi. Laxeldi í Færeyjum er eftur á uppleið eftir afturkipp vegna sjúkdóma, en fyrir hann náði framleiðslan rúmlega 50 þús- und tonnum. Í Noregi hefur framleiðsla laxfiska vaxið nær óslitið undanfarin 30 ár og nam um 700 þúsund tonnum á síð- asta ári, að verðmæti tæplega 20 milljarða norskra króna. Fiskeldið er því gríðarlega þýðingarmikið, ekki síst í hinum dreifðari byggðum. Saga íslensks fiskeldis er ekki löng og segja má að brautin sem farin hefur verið sé nokkuð þyrnum stráð. Á níunda ára- tug síðustu aldar var uppbygging fiskeldis hvað hröðust, en því miður reyndust undirstöðurnar veigalitlar og öldudalirnir urðu því djúpir. Segja má að eftir þann tíma hafi fiskeldið átt í erfiðleikum með að öðlast tiltrú í samfélaginu. Margt spilar þar inn í en ekki er við því að búast að ný atvinnugrein nái fótfestu án nokkurra skrefa afturábak. Lykilatriði er að reyna að afla þekkingar á viðfangsefninu á sem víðustum grundvelli og byggja síðan á henni við uppbygginguna. Köld er sjávar drífa Aðstæður fyrir matfiskeldi í kvíum eru mun erfiðari við Ísland en hjá nágrönn- um okkar. Við suðurströnd landsins þar sem sjávarhiti er hæstur er skjóllaust, annars staðar er sjávarhiti lægri, hætta á lagnaðarís og/eða hafís, undirkæling vegna ferskvatns og einnig hefur borið á þörunga-og marglyttuplágum. Við strendur Noregs er sjávarhiti mun heppilegri og nær endalausir möguleikar á skjólgóðum svæðum fyrir kvíaeldi. Við Færeyjar er einnig talsvert hærri sjáv- arhiti en hér og sumstaðar ágætt skjól, en víða miklir straumar. Þessi munur á náttúrulegum aðstæðum leiðir hugann að því hvort hér sé yfirleitt hægt að stunda sjókvíaeldi á samkeppnisgrundvelli og hvort fullreynt sé? Nú hefur kvíaeldi á laxi að miklu leyti verið hætt við strend- ur landsins en þessari spurningu mun einnig þurfa að svara fyrir uppbyggingu þorskeldis. Kostnaður vegna uppbygg- ingar og reksturs eldisrýmis í kvíum er mun lægri en við eldi í tönkum á landi. Framleiðsla þorsks í matfiskstærð í ein- hverju magni þarf því að verulegu leyti að byggjast á kvíaeldi. Það er bót í máli að þorskur virðist standa sig nokkuð betur í kaldara vatni en lax og þær vaxtartölur sem liggja fyrir úr kvíaeldi á þorski hér við land eru þokkalegar. Nauðsynlegt að reyna Samfelldur niðurskurður á þorsk- afla Íslendinga undanfarin ár hefur haft mikil áhrif á afkomu fólks víða um landið sem sér ekki fyrir endann á. Aflasamdrátturinn hefur einnig veruleg markaðsleg áhrif og hafa margir áhyggj- ur af því að Íslendingar tapi stöðu sinni sem leiðandi aðili í sölu á þorskafurðum. Jafnvel þótt þorskkvóti verði aukinn á ný kunna aðrar þjóðir að ná lykilstöðu á mörkuðum. Staðreynd er að þorskstofn- inn í Barentshafinu er eini þorskstofninn sem hefur haldið í horfinu undanfarin ár. Auk þess eru Norðmenn að komast á fleygiferð í þorskeldinu. Á síðasta ári settu þeir út um 11 milljónir þorskseiða sem gætu orðið að 30 þúsund tonnum innan þriggja ára. Miðað við vöxtinn í laxeldinu gæti aukningin orðið hröð á næstu árum. Þorskeldi er einnig komið af stað í Bretlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Færeyjum og víðar. Í þessu ljósi er einboðið að Íslendingar verða að setja aukinn kraft í þorskeldið ef halda á í við

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.