Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Qupperneq 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Qupperneq 26
26 - Sjóm­annablaðið Víkingur­ og sjómanna, en þetta var á þeim dögum, er lífsbjörgin fékkst nær eingöngu með líkamlegu erfiði. Sjötti kafli þessa fyrsta bindis nefnist Síldarstaðir á 19. öld. Sá kafli er ítar- legur, alls 80 blaðsíður og segir frá þeim stöðum, sem mest og best komu við sögu síldveiðanna á 19. öld. Auðvitað ber þar Austfirðina hæst, þeir liggja gegnt vest- urströnd Noregs, þangað var styst að sigla og þar voru síldargöngur inn á flesta firði á hverju sumri. Seyðisfjörður var höf- uðstaður síldarútvegsins á þessum tíma. Það voru líka Norðmennirnir, sem:[...] opnuðu augu Íslendinga fyrir því að síld væri ekki lítilsverður sjávarafli og helst skepnum bjóðandi, heldur mikilsverð markaðsvara sem seldist oft háu verði og skapaði miklar tekjur.“ Þá er einnig sagt frá síldveiðum við Eyjafjörð, en heimildir eru um síldveiði þegar í byrjun aldarinn- ar, því í Annál 19. aldar segir: „...ákafur síldarafli á Eyjafirði...og hefði þó orðið langtum meiri, ef hentug veiðarfæri hefðu verið til.“ Þetta var árið 1802. Þarna er einnig sögð saga af þeim mönnum, sem hæst bar, af Ottó Wathne, Norðmanninum, sem settist að á Seyðisfirði og markaði dýpri spor í atvinnusögu austur þar en nokkur annar, og íslensku frumherjanna í þessum atvinnuvegi, Einari B. Guðmundssyni, frá Hraunum í Fljótum, Snorra Pálssyni á Siglufirði og Tryggva Gunnarssyni, athafnamanni og bankastjóra. Hingað til hafa þeir Hreinn Ragnarsson, og Steinar J. Lúðvíksson, rithöfundur, skrifað kaflana einir sér eða saman, en Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, skrifar næsta kafla, sem ber heitið Helstu síld- arstofnar. Þar er rakin þróunarsaga síld- arinnar, staða síldarinnar í fæðukeðju sjávarins sýnd og sagt frá hinum ýmsu síldarstofnum og hefst sú frásögn að sjálf- sögðu á síldarstofnum við Ísland og síðar eru stofnar og göngur þeirra annars stað- ar raktir og endað á Kyrrahafssíldinni. Þar að finna, auk korta og skýring- armynda, alveg sérstaklega skemmtilega mynd á bls. 198, sem sýnir vaðandi síld- artorfu í lognkyrrum sjávarfleti, sjón, sem seint gleymist þeim, er sáu. Lokakaflann í þessu bindi ritar Birgir Sigurðsson, rithöfundur, og nefnist hann Maður og síld. Hann fjallar um þau djúp- stæðu áhrif, sem síldin hafði á íslenskt samfélag, þau áhrif, sem hún hafði á afkomu fólks og byggðarlaga og hversu stutt var oft á milli auðlegar og örbirgðar. Þar er sagt frá útvegsmönnum og síld- arsaltendum, sem eitt árið eignuðust fúlgur fjár, en áttu vart mál matar næsta ár, ef síldin brást. Þar er líka sagt frá alþýðufólki, sjómönnum, síldarstúlkum, verkafólki, sem einnig átti allt sitt undir þessum sprettharða silfurfiski, veiddist hann var fólk vonglatt og bjartsýnt, en svo komu síldarleysisárin og þá varð oft þröngt í búi. II. bindi Annað bindið hefst á langri ritgerð eftir Steinar J. Lúðvíksson. Þar fjallar hann um síldarútveg á 20. öld í máli og myndum. Ný tækni ruddi nýjum tækifær- um brautina, það bjarmaði fyrir nýjum tímum á flestum sviðum íslensks þjóðlífs, stærri bátum fjölgaði, þilskipin ruddu sér til rúms og þótt erlendu togararnir, sem sóttu á Íslandsmið væru ekki nein- ir aufúsugestir, hlaut að líða að því, að Íslendingar eignuðust togara. Það gerðist líka á fyrsta áratugunum, en fyrst þurft- um við að eignast vélar í bátana okkar. Ísfirðingar riðu á vaðið, í bátinn Stanley var sett vél í vetrarbyrjun 1902, hún var bara tvö hestöfl, Austfirðingar fylgdu ári síðar og Norðlendingar 1904. Þegar togararnir komu svo til sög- unnar, breyttist möguleikar Íslendinga til fiskveiða meir en áður hafði þekkst, aflabrögð jukust, margföldust reyndar á fáum árum og aðbúnaður og öryggi sjó- manna batnaði stórlega, þótt stritið væri enn á sínum stað. Norðmenn komu með nýtt veiðarfæri, reknetin rétt fyrir alda- mótin og aflinn óx. Við lærðum af þeim. Miðstöð síldveiðanna færist smám saman frá Seyðisfirði til Siglufjarðar. Árið 1903 Snæfell kemur að Krossanesi, hlaðið síld. Mynd: Síldarsaga Íslendinga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.