Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Síða 29
lögum frá alþingi 1928. Um hana stóðu
hatrammar stjórnmáladeilur enda fór þá
fljótt að gæta áhrifa heimskreppunnar og
þessir tímar voru ólgutímar í íslenskri
verkalýðsbaráttu. Arftaki hennar var
Síldarútvegsnefnd, sem tók til starfa árið
1935 og starfaði í áratugi. Með henni var
m.a. reynt að lægja öldur milli útgerða
og verkalýðs. Voru þá sölumál, bæði
Norður- og Suðurlandssíldar, komin í
þann farveg, sem dugði næstu áratugina.
Hreinn Ragnarsson skrifar næsta kafla,
sem fjallar um síldarsöltunina, sem var
aðalverkunaraðferðin langt fram eftir
20. öldinni. Hann lýsir á greinargóðan
hátt aðbúnaði og vinnuaðstæðum sölt-
unarfólks framan af öldinni og því striti,
sem það var að salta síld úr úr bing undir
beru lofti í misjöfnum veðrum og hversu
illa átan lék hendur síldarstúlknanna.
Smám saman batnaði aðbúnaðurinn, en
vinnan var áfram erfið þegar vel veidd-
ist, því bjarga varð aflanum, hvað sem
klukkan sagði og vinnutörnin því oft
löng. En lífið var síld, merki í stígvél var
ávísun á aura og því brosa þær siglfirsku
síldarstúlkurnar á myndinni á bls. 49.
Síðan komu aðrir tímar, tæknin breytti
verkinu, nú er síld ekki lengur lögð lag
af lagi í tunnu, heldur hrist og aðeins
efstu lögin lögð og tunnan er úr plasti.
Benedikt Sigurðsson skrifar þriðja kafl-
ann, sem er um síldarmat. Verkun síld-
arinnar, eins og flest annað, lærðum við
af Norðmönnum. Eðlilegt er, að menn
hafi í upphafi verið fálmandi og fákunn-
andi, en segja má, að oftsinnis hafi
Íslendingar goldið vanþekkingarinnar
og orðið undir í samkeppninni við aðrar
þjóðir, þar sem verkkunnátta og vöruv-
öndun var meiri. Jón E. Bergsveinsson,
sem fyrstur lærði til síldarverkunar
skömmu eftir aldamótin 1900, og sam-
starfsmenn hans mættu því oft skiln-
ingsleysi meðal útgerðarmanna. Það
var kannski ekki fyrr en með stofnun
Síldareinkasölunnar að það rofaði veru-
lega til í gæðamálunum. Loks þá skildist
mönnum til hlítar þáttur vöruvöndunar í
markaðssókninni.
Fjórða kaflann ritar Guðni Th.
Jóhannesson, sagnfræðingur um síld-
arbræðslu, alls rúmar 100 blaðsíður.
Bræðsla var önnur aðalaðferðin við
vinnslu síldar, enda síldin feitur fisk-
ur og langt er síðan farið var að bræða
síld í nágrannalöndunum okkar, enda
spurn eftir lýsi mikil. Hér á landi var
bræðsla lítil, enda eldiviðarskortur. Það
er ekki fyrr en 1911 að síldarbræðsla
hefst að einhverju marki og þá á
Siglufirði og þar voru Norðmennirnir
Söbstad og Bakkevig í fararbroddi.
Fyrstur Íslendinga var áreiðanlega
Anton Jónsson, sem kom upp bræðslu
á Hjalteyri sumarið 1912 og vann síld-
ina í kökur, sem seldar voru sem fóð-
urbætir. Verksmiðjurnar risu ein af
annarri. Þeim fylgdi atvinna og einnig
„peningalykt “ eða bræðslufýla, allt
eftir því hver átti í hlut. Auðvitað gekk
þetta ekki þrautalaust frekar en annað
og heimsstyrjöldin fyrri olli því að lýs-
isframleiðslan snarminnkaði, og svo
kom árið 1919, þegar snjóflóð sópaði
öllum húsum Evangers verksmiðjunnar
á Siglufirði í sjó fram og þrem mán-
uðum síðar brann verksmiðja Söbstads
til kaldra kola. Næsti áratugur var tími
framfara, þá voru reistar nýjar verksmiðj-
ur, Grána á Siglufirði, sem var fyrsta
íslenska síldarbræðslan, smærri voru
reistar fyrir vestan og í Krossanesi brann.
Síldarverksmiðja ríkisins tók til starfa á
Siglufirði 1930, bar nafnið SR30, að und-
angengnum miklum deilum og átökum
á alþingi, þar sem andstæðar fylkingar
einkareksturs og ríkisreksturs tókust á
og sama sumar varð Krossanesdeilan, í
upphafi átök verkamanna í Glerárþorpi
og norskra eigenda verksmiðjunnar, en
lauk með málamiðlun suður í Reykjavík,
hvöss stéttaátök, sem enn brutust út
í Siglufjarðardeilunni tveim sumrum
seinna, þegar tekist var um launalækk-
un verkamanna í síldarverksmiðjunni.
S.R.N. á Siglufirði var gangsett sumarið
1935. Ári fyrr höfðu menn hafist handa,
m.a. fyrir sænskt lánsfé, við að reisa
verksmiðju í Djúpavík, þar sem einu
sinn hafði verið söltuð síld og var svo illa
í sveit sett með samgöngur, að ekki varð
komist þangað nema sjóleiðina. Sú verk-
smiðja varð tilbúin ári seinna, þá líklega
sú fullkomnasta sinnar tegundar í heimi.
Helgi Eyjólfsson, byggingameistari, sem
reist hafði verksmiðjuna í Djúpavík,
byggði á rúmum þrem mánuðum
vorið 1937 verksmiðju fyrir Kveldúlf á
Hjalteyri og þar landaði greinarhöfundur
1400 málum er hann fór einn túr sem
forfallamaður á Agli Skallagrímssyni,
Kveldúlfstogara, tuttugu árum seinna.
Auk þessara voru margar smærri verk-
smiðjur norður og austur með strönd-
inni. Sumarið 1940 tók ný og afkasta-
mikil verksmiðja til starfa á Raufarhöfn.
Vinnan í verksmiðjunum var bæði
erfið og óþrifaleg, loftið daunillt og hiti
víðast mikill og svo var sjálfsagðri hrein-
lætisaðstöðu víðast stórlega ábótavant.
Þá var löndunin hreinasti þrældómur
fyrir sjómenn, því handaflið var nánast
eitt notað til ársins 1943, þegar lönd-
unarbúnaður var settur upp á Siglufirði.
Þá er greinargóð frásögn af Hæringi,
gömlu bandarísku vatnaskipi, sem breytt
var í fljótandi bræðslu og kom til lands-
ins haustið 1948 og átti hér langa hrak-
fallasögu og kostnaðarsama, uns það
var selt úr landi réttum sex árum síðar.
Enn fjölgaði bræðslunum og nefnd er
Faxaverksmiðjan í Örfirisey, sem fullbúin
var 1950 og átti sér fjögurra ára sorg-
arsögu. Aflaleysisárin næsta áratuginn
urðu bræðslunum þung í skauti og
alls staðar var vandi, líklega mestur á
Siglufirði.
Það var ekki fyrr en 1961, að nýtt
síldarævintýri hófst og þá fluttist þyngd-
arpunkturinn smám saman til austurs, til
Raufarhafnar og Austfjarðanna. Næstu ár
voru gósentíð og bræðslusíldaraflinn fór
yfir þrjár milljónir mála, bæði 1965 og
1966. Sumarið 1965 skarst í odda vegna
deilna um verð og sjómenn hótuðu verk-
falli, en því tókst að afstýra á síðustu
stundu. Svo lauk ævintýrinu, verðfall
varð á erlendum mörkuðum og síldin
hvarf. Þá var farið að veiða loðnu, en það
er önnur saga.
Hreinn Ragnarsson og Jón Þ. Þór,
sagnfræðingur, skrifa 5. kaflann og fjalla
um síldarfrystingu. Síldin var lengstum
fyrst til beitu, en til manneldis hófst
frysting fyrir alvöru þegar fram kom á 7.
áratuginn.
Næsti kafli fjallar um niðursuðu og
niðurlagningu og er hann á höndum
Steinars J. Lúðvíkssonar. Það er fróðlegt
að lesa um þróun þessarar verkunar-
aðferðar, sem hófst árla á 19. öld í
Frakklandi og barst hingað hálfri öld
síðar, þegar skoskur maður fór var að
sjóða niður lax í Borgarfirði. Fyrsta
íslenska niðursuðan var á Siglufirði 1880
og voru þar á ferðinni Snorri Pálsson og
Einar Guðmundsson frá Hraunum, sem
fyrr voru nefndir og Tryggvi Gunnarsson
beitti sér fyrir svipuðum rekstri á
Oddeyri. Þá leið nokkur tími uns næsta
tilraun var gerð, skömmu eftir aldamótin
1900 á Ísafirði og fleiri bættust í hóp-
inn. Fyrsta niðursuðan, sem hafði síldina
sem aðalhráefni var verksmiðja Ásgeirs
Péturssonar á Akureyri árið1922. Löngu
síðar var stofnuð stór verksmiðja við
Lindargötuna í Reykjavík, en haustið
1947 tók niðursuðuverksmiðja Kristjáns
Jónssonar til starfa á Akureyri og varð
stórfyrirtæki á þessu sviði, með allt að
200 manns í vinnu. Þar var smásíld soðin
niður og hráefnis aflað á innanverðum
Eyjafirði og minnist greinarhöfundur
enn sumarvertíðanna þriggja, þegar hann
veiddi smásíld í hringnót, lásaði og land-
aði svo í verksmiðjuna. Enn voru stóra
verksmiðjur á Siglufirði og í Hafnarfirði.
Benedikt Sigurðsson skrifar kafla
um tunnusmíði, gerð þeirra og stærð
og handbragð. Tunnusmíði var hand-
verk, menn lærðu beykisiðn, sem nú
er ekki lengur til. Tunnur voru yfirleitt
úr furu eða greni, efnið flutt inn, oftast
frá Norðurlöndunum. Tunnuframleiðsla
hófst í Reykjavík, en lengstum var mest
tunnusmíði á Siglufirði og Akureyri og
er af því mikil saga. Síðan kom plastið og
það er allt annað mál.
Guðni Th. Jóhannesson skrifar um
síldarleit úr lofti, sem hófst hér árið
1928 og stóð nær til loka sjötta áratug-
arins, en þá var síldin hætt að vaða eins
og fyrr hafði verið og ný fiskileitartæki
Sjómannablaðið Víkingur - 29