Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Síða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Síða 32
32 - Sjóm­annablaðið Víkingur­ sína frá Húsavík og varð organisti, m.a. á Akureyri og sinnti barnakennslu í 45 ár í Þingeyjarsýslu og Skagafirði. Frásögn þessi af daglegu lífi og aðbún- aðir hákarlamanna á síðustu áratugum 19. aldar er lítillega stytt og nokkrar efn- isgreinar færðar til í textanum. Orðalagi er á stöku stað breytt til að þjappa efninu saman en víðast fær orðalag Baldvins að halda sér óbreytt. Hafís gaf vatn Skipin voru hvert öðru lík og mörg smíðuð af mönnum við Eyjafjörð. Þau voru flest súðbyrðingar, tvímöstruð með gafli, þetta um 15 – 20 smálestir að stærð. Nokkur skip voru keypt frá Noregi, þau voru stærri, um 20 – 30 smálestir. Minni skipin báru um 200 tunnur af lifur og voru þá þrauthlaðin. Hundrað tunnur þótti viðunandi afli ef túrinn var ekki mjög langur. Venjan var að leggja upp í hákarlat- úrana seinni part vetrar, eftir tíðarfari og atvikum. En eftir að farið var að tryggja skip1 var ákveðinn sérstakur útsigling- ardagur, 14. apríl. Skip, sem fóru fyrr, fengust ekki vátryggð. Skipin stóðu venjulega uppi á landi yfir veturinn. Áður en sjósett var tóku menn sér eina eða tvær vikur til að lagfæra ýmislegt og setja í stand: Bika, mála, gera við reiða o.s.frv. Þegar búið var að hrinda á flot var borið grjót út í skipið til kjölfestu. Síðan fluttu menn dót sitt og matvæli um borð. Matur var kraftmikill; baunir og grjón, ket nóg og rúgbrauð, harðfiskur og hákarl. Og svo búðarbrauð með kaffi. Ekki var gott að geyma mat í skipunum, sérstaklega átti það við um brauðmat. Skonrok geymdist best, hitt vildi mygla. Vatn var geymt í tunnum og ámum. Ef mikill hafís var gátu menn náð sér þar í vatn. Þá fóru þeir upp á ísinn með ílát og jusu upp úr pollum sem mynduðust á jökunum. Þar fengu menn ferskt vatn, ískalt og svalandi. Þetta var helst hægt ef miklir hitar voru og sólbráð enda urðu menn þá fegnastir að fá ísvatnið. Skinnföt höfðu hákarlamenn sér til hlífðar; stakk, brók og sjóhatt. Skinnsokkar voru að hverfa fyrir stíg- vélum á þessum árum fyrir og um 1880. Smám saman komu olíuföt til sögunnar, en hákarlamenn töldu þau ekki nærri því eins góð. Menn notuðu tvenna vaðarvettlinga. Þeir voru prjónaðir úr hvítri ull en lask- inn dökkur, stundum með alla vega litum röndum. Innan undir sterkum togvett- lingum voru mjúkir þelvettlingar. Þessir vettlingar hvorutveggju voru mjög belg- víðir því þeir þófnuðu fljótt á höndum manna við hákarlinn og skruppu þá saman. Þegar þelvettlingarnir voru mátulega hlaupnir voru þeir þvegnir upp úr hákarlsgalli og urðu þá enn mýkri, mjallahvítir, hlýir og endingargóðir, lík- legast bestu vettlingar hér á jörðu. Enda var sóst eftir þeim, af ýmsum, er í land var komið. Veiðiskapurinn Þegar komið var út í fjarðarmynnið, var lesin bæn, og stóðu þá allir berhöfðaðir aftur við káetukappann á meðan ef veður var bærilegt. Þá var mönnum skift í tvær vaktir sem urðu að að vera á dekki og við stjórn til skiptis undir stjórn formanns og stýrimanns. Ekki var trútt um að meiri virðing þætti að vera á formannsvakt en á stýrimannsvakt. Hákarlamiðin voru á víð og dreif vestan frá Barðagrunni og austur fyrir Langanes, og á þessum árum lágu oft hákarlaskip frá Eyjafirði norður á Halamiðum, sem svo hafa verið nefnd, og eru um 20 mílur út og fram að Eyjafirði. Þar blámar aðeins fyrir hæstu fjöllum í landsýn. Tvær stórar árar voru á hverju skipi, ein á hverja hlið. Gengu margir á hvora ár og þá mjakaðist skipið ögn áfram ef logn var og straumur ekki á móti. Þessar stóru árar voru sjaldan lagðar út, kom fyrir í logni, eða ef verið var að hafa sig gegnum ís. Stjórafæri, sem legið var við úti á hafi við hákarl, var ákaflega gildur og fyr- irferðarmikill kaðalstrengur. Þegar því var rennt út var sem skipið ætlaði að liðast í Í Ósvör er að finna afarskemmtilega, endurgerða verstöð frá 19. öld og þar er myndin tekin. Dráttarspil er í forgrunni. Neðan þess er árabátur en Bolungarvík er gegnt verstöðinni. Ljósmynd: Jón Hjaltason 1 Hið eyfirska ábyrgðarfélag var stofnað 1868 að tilhlutan Einars Ásmundssonar og Tryggva Gunnarssonar og fleiri. Bein úr sjó bls. 25.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.