Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Side 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Side 41
dómstólinn, Hafréttardómstólinn og Mannréttindanefndina. Með undirritun sérstaks viðauka við mannréttindasamninginn veitti Ísland Mannréttindanefndinni umboð til að taka við og meta erindi frá einstaklingum.32 Íslenska ríkið er því ekki aðeins bundið af samningnum sjálfum heldur hefur það einnig viðurkennt lögbærni nefndarinnar til að túlka hann og skera úr um hvort brotið hafi verið gegn ákvæðum hans. Nú hefur nefndin nýtt það umboð og komist að niðurstöðu um að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt við samninginn. Ríkið getur því ekki hundsað niðurstöðu nefndarinn- ar nema ætlunin sé að vera vísvitandi í andstöðu við alþjóðalög. Ekki verður því séð að geðþóttaákv- arðanir geti ráðið því hvort og þá hvernig bregðast skuli við álitinu. Slíkar geðþótta- ákvarðanir og undanbrögð eiga helst upp á pallborðið hjá einsflokka- og einræð- isríkjum og þjóna ekki öðrum tilgangi en að grafa undan mannréttindum og virð- ingu fyrir alþjóðalögum.33 Nauðsynlegt er að taka álitið alvarlega en það er ekki nóg. Mannréttindabrot verða ekki bætt með því einu að líta þau alvarlegum augum. Umgjörð þjóðaréttar er nokkuð sérstök að því leyti að aðilar hans, hin fullvalda ríki, fara sameiginlega með löggjafarvaldið en geta ekki, nema með takmörkuðum hætti, þvingað önnur ríki til að virða alþjóðalög. Dómsvaldið er háð samþykki allra deiluaðila um hvort leita eigi til dómstóla og þá hvernig framfylgja skuli niðurstöðum þeirra. Þar sem ekkert eiginlegt framkvæmdavald er til staðar, er framfylgni alþjóðalaga að miklu leyti háð góðri trú ríkjanna, eins og kveðið er á um í Vínarsáttmálanum um alþjóðasamninga og fjallað var um hér að framan. Ætli íslenska ríkið sér að vera vísvit- andi í andstöðu við alþjóðalög er það ekki aðeins að brjóta gegn mannrétt- indasamningnum heldur er það einnig að brjóta gegn þeirri grundvallarreglu sem þjóðaréttur á allt sitt undir, þ.e. grundvallarreglunni um góða trú.34 Brýna nauðsyn ber því til að bregðast skjótt við. Ísland á margt að verja; 1) heiður sinn á alþjóðavettvangi; 2) hugsanlegt sæti í Öryggisráðinu, sem varla verður veitt til ríkis sem telur sig ekki bundið af alþjóðalögum 3) og síðast en ekki síst, trúverðugleika sinn og heilindi gagnvart eigin borgurum. Um mögulegar úrbætur ríkisins Nauðsyn þess að takmarka þorsk- veiðar hefur hvorki verið dregin í efa í þessari grein né í þeim dómum og gögnum sem hér hefur verið vísað til. Ætla ég mér því ekki að leggja það til að fiskveiðar á Íslandsmiðum verði gefnar frjálsar og takmarkalausar á ný. Sú leið sem heppilegast er að fara við stjórn fisk- veiða, verður heldur ekki útfærð hér, Sjóm­annablaðið Víkingur­ - 41 enda markmið greinarinnar að túlka álit Mannréttindanefndarinnar og áhrif þess. Þó er hægt að fullyrða að uppstokk- un aflaheimilda sé nauðsynleg til að sú skerðing, sem orðið hefur á mannrétt- indum, geti gengið til baka. Innköllun á núgildandi aflaheimildum yrði þar af leiðandi óhjákvæmileg en að auki fylli- lega lögmæt. Eins og fram kom í málatilbúnaði rík- isins fyrir Mannréttindanefndinni, telur ríkið ekki sæmandi að taka ‘eignarnámi’ þær aflaheimildir sem hafa verið fram- seldar og menn hafa fjárfest í, verandi í góðri trú um lögmætan rétt til nýtingar þeirra. Vísa má þó til fordæma um hið gagnstæða í breytni íslenskra stjórnvalda. Afréttir sem bændur hafa svo áratugum og jafnvel öldum skiptir talið til eigna sinna, með fullum rétti til nýtingar kosta og gagna, telur ríkið nú þjóðlendur og hefur „þjóðnýtt“ þær án þess að nokkrar bætur komi fyrir.35 Þjóðlendumálin eiga það sammerkt með fiskveiðistjórnunarkerfinu að vera togstreita milli almanna- og einkaeigna- réttar, auk þess að vera afar umdeild. Það sem greinir málin hins vegar að er sá venjuréttur sem helgað hefur eignir bænda, sem hafa um langt skeið og í góðri trú, talið sig lögmæta eigendur þeirra afrétta sem um ræðir.36 Handhafar kvótans geta ekki borið fyrir sig góða trú þar sem 1. gr. laga um stjórn fisk- veiða kveður með skýrum hætti á um að eigandi nytjastofna á Íslandsmiðum sé íslenska þjóðin og að veiðiheimildir myndi ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði yfir þeim. Handhafar aflaheim- ildanna geta ekki heldur borið fyrir sig að eignarhald hafi skapast vegna venjuréttar, þar sem fyrrnefnt ákvæði kveður svo skýrt á um hið gagnstæða og sett lög ganga almennt framar venjurétti, sérstak- lega þegar lögin eru skýr og afdráttarlaus eins og raunin er í þessu tilviki. Þá þykir það einnig til stuðnings venju að hún hafi mótast friðsamlega og í samræmi við vilja eða skilning megin þorra manna. 37 Verða þessi einkenni að teljast bændum til tekna en það sama verður tæpast sagt um eignarétt yfir fiskimiðunum sé tekið tillit til ófriðarins sem gætt hefur svo lengi um fiskveiðistjórnunarkerfið.38 Ekki fæst annað séð en að fyllilega lögmætt og eðlilegt sé að innkalla afla- heimildirnar. Hvergi er gefið til kynna í lögum að þær njóti verndar 72. gr. stjórn- arskrárinnar, heldur þvert á móti skýrt kveðið á um hið gagnstæða. Þá hefur þeim almennu skilyrðum sem venjuréttur En þrátt fyrir að álitið hafi, strangt til tekið, ekki bein rét- taráhrif í íslenskum rétti, er fráleitt að telja íslenska ríkið óbundið af því. Ríkinu ber þvert á móti þjóðréttarleg skylda til að virða álitið og fylgja því eftir.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.