Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Page 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Page 54
Hakan á honum var farin að síga niður að bringu en hann náði henni alltaf aftur upp, með einhverjum undraverðum hætti, til að fá sér gúlsopa af pelanum sínum og skola því niður með fleiri bjórum. Gólfið við fæturnar á honum var eins og úrgangshaugur frá einhverri álbræðslunni, þakið krumpuðum dósum sem ískraði og skrölti í þegar hann hreyfði fæturna. – Ég get svo svarið það! Mér finnst alveg eins og við höfum verið að keyra hérna fram hjá rétt áðan, tafsaði hann þegar við ókum aftur í gegnum Selfoss og ég sagði honum að það væri bara ímynd- un, vonaði að bráðum myndi hann sofna. Miðja vegu á milli Selfoss og Hveragerðis tók bíll fram úr okkur með nokkuð glannalegum hætti. Mágurinn reisti sig upp í sætinu, tók föstum tökum um mælaborðið og starði rauðglóandi augum á eftir bílnum. – Þetta er nú meiri déskotans vitleysingurinn! Ætlar hann að drepa okkur alla? Ég skil ekki svona vitleysinga í umferðinni, þeir eiga ekki að hafa bílpróf! – Eru allir vitleysingar í þínum augum? missti ég út úr mér og fattaði um leið að þessi spurning yrði varla til þess að svæfa manninn. 54 - Sjóm­annablaðið Víkingur­ – Nei, auðvitað ekki, vitleysingurinn þinn! Sá sem fann upp viskíið er til dæmis mesti snillingur allra tíma. Og sá sem fann upp bjórinn er næstmesti snill- ingurinn. Það er til svona fólk þótt það sé sjaldgæft. Ég er þannig fólk en ég held að þú sért það ekki. Þú ferð alltaf í sömu fisklausu ána ár eftir ár. Djöfull hlakka ég til að hanga þarna með þér í þrjá daga og sanna fyrir þér að það er ekki branda í sprænunni og hefur hér um bil aldrei verið. Bölvaðir vitleysingar allir saman. – En hver er þá mesti vitleysingur allra tíma? – Mesti vitleysingur allra tíma? Það er einfalt; auðvitað sá sem fann upp á fréttatímanum. Þar tala bara vitleysingar við vitleysinga um vitleysinga. Ferlegt að maðurinn skyldi hafa fundið upp á fréttatímunum. Þeir eru plága. Hann lognaðist endanlega út af þegar við ókum upp Kambana, þá búinn með eina og hálfa bjórkippu og næstum því tvo viskípela. Klukkan sló tólf á hádegi þegar við komum aftur inn í borgina en ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að kveikja á útvarp- inu til að heyra yfirlit hádegisfrétta því mágurinn hefði örugglega vaknað við allan vitleysisganginn. Vitleysingar að tala við vitleysinga um vitleysinga. Frúin tók mæðuleg á móti manni sínum þegar ég studdi hann heim að húsdyrum einbýlishúss þeirra í Austurbænum. Eitt augnablik bráði af máginum og hann vildi endilega faðma mig að sér, sagði að þetta hefði verið fínn veiðitúr þótt auðvitað hefði enginn fiskur verið þarna, hann hefði getað sagt mér það fyrirfram. – Þrír andskotans dagar með þessum vitleysingum að berja beinlaust vatn! Samt var tíminn svo ótrúlega fljótur að líða, sagði hann upplitsdjarfur við eig- inkonu sína, eins og hún ætti að trúa því að þrír dagar hefðu liðið frá því hann kvaddi hana um morguninn. Sjálfur virt- ist hann ekki í nokkrum vafa um að þess- ir dagar hefðu liðið við veiðiskap með vitleysingum. Þremur dögum síðar hringdi Bjössi vinur minn, nýkominn heim frá Brussel, til að vita hvernig gengið hefði í veiði- túrnum með mági sínum. Ég þagði lengi í símann, andaði djúpt en sagði síðan skýrt og skorinort: – Þú ert nú meiri vitleysingurinn. Síðan lagði ég á. Kastað fyrir bleikju í kvöldkyrrðinni við Hlíðarvatn í Selvogi. Myndin er greininni óviðkomandi.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.