Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 59
Sjóm­annablaðið Víkingur­ - 59 til eyjarinnar Aran þá kom hún í stað eldri ferju sem varð að hætta siglingum sökum þess að hún stóðst ekki stöðuleikakröf- ur í kjölfar ferjuslyssins þegar Herald of Free Enterprise fór á hliðina í höfninni í Zeebrugge. Það skip hét Naomh Eanna og nú vill svo til að þetta skip er búið að ljúka núverandi hlut- verki sínu sem verslun fyrir köfunarbúnað er framtíð skipsins í óvissu. Skipið er búið að liggja í 20 ár í Dublin og eflaust er hægt að fá hana fyrir lítinn pening og breyta henni til siglinga milli Eyja og lands. Það yrði þó líklegast dálítið dýrara en þær breytingar sem nýji Sæfari fór í gegnum. Kjölurinn lagður að stærsta skemmtiferðaskipi allra tíma. Stærsta skemmtiferðaskip allra tíma Lang stærsta skemmtiferðaskip sem nokkru sinni hefur verið smíðað er nú komið af teikniborðinu og kjölur af þessu risa vaxna skipi er farinn að taka mynd á sig í Aker Yard skipa- smíðastöðinni í Turku í Finnlandi. Það var við hátíðlega atöfn 11. desember sl. sem fyrsta stykki kjalarins var lagður af þessu 220 þúsund tonna skipi sem verður 40% stærra en núverandi stærsta skemmtiferðaskip heims. Þessi 360 metra langi og 47 metra breiði risi mun hýsa 5.400 farþega þegar hann verður tilbúinn haustið 2009. Verðið er nú heldur ekki af minni gráð- unni enda er talið að aldrei fyrr muni annar eins lúxus líta dagsins ljós og ef smíðaverð skipsins er reiknað í pr. rúm í skipinu leggst það á rúmar 18 milljónir króna stykkið. Búið er að panta annað samskonar skip af útgerðinni RCI og á það skip að verða tilbúið í ágúst 2010. Kalt í Kína Mikið kuldakast og snjóstormar gengu yfir Kína í janúar og febrúar s.l. Í kjölfarið jókst kolanotkun til mikilla muna og þurfti að leigja 34 skip til viðbótar þeim sem að öllu jöfnu sáu um flutninga til kolakyntra orkuvera í landinu. Skipin eru af stærðargráðunni 30 – 40 þúsund tonn þannig að um er að ræða milljón tonn ef þau hefðu aðeins farið eina ferð hvert og þá eru ótalin þau tonn sem í venjulegu árferði þarf til að knýja orkuverin. Verndun gamalla skipa Það eru eflaust margir lesendur sem hafa lagt leið sína að tek- lippernum Cutty Shark sem legið hefur í Greenwich í London til margra ára. Ráðist hafði verið í umtalsverða endurbyggingu á skipinu þegar eldur kom upp í því í mars 2007 sem olli mikl- um skemmdum á skipinu. Voru þær taldar svo miklar að erfitt myndi geta reynst að endurbyggja skipið. Nú hefur fjármagn verið tryggt til verkefnisins en Heritage Lottery sjóðurinn hefur lagt til 10 milljónir punda til að gera mögulegt að opna skipið á ný árið 2010. Sami sjóður lét 21 milljón pund af hendi rakna til viðgerða á 16. alda skipinu Mary Rose sem hefur verið varð- veitt í Portsmouth. Verður megin hluta þess fjár notaður til að byggja safn utan um skipið. Verðstríð Nú eru ferjurnar í Bretlandi farnar að keppa við lágjalda flug- félögin. Stena Line siglir á leiðinni frá Bristol til Cork og er fjögurra manna fjölskyldutilboð fram og til baka í boði upp á 17 þúsund krónur meðan að lággjaldaflugfélag á sömu leið býður upp á flug sem kostar 55 þúsund. Nú er að sjá hvort lág- gjaldaflugfélögin þurfi líka að keppa við ferjur og hvorir hafi þá betur í þeim efnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.