Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Side 60
Getraun þessi er miðuð við að þeir
sem kunnugir eru ströndum lands-
ins, sjávarbyggðum og fiskimiðum
eigi auðvelt með að svara þessum 10
spurningum sem hún hefur að geyma.
Upphafsstafir svara við fyrsta lið spurn-
inganna eiga að mynda nafn á um 14 km
löngu klettabarði við sjó. Þarna verpir
mikill fjöldi fugla og hefur öldum saman
verið sigið eftir eggjum og fugli. Fjöldi
skipa hefur farist á þessum slóðum og
þarna var unnið frækilegt afrek er áhöfn
skips var bjargað fyrir liðlega 60 árum.
1.
Þegar landhelgin var færð út í fimmtíu
sjómílur 1958 urðu mikil átök á mið-
unum eins og margir muna.
Hver var sjávarútvegsráðherra þegar
útfærslan tók gildi?
Hvað hét skipherra
Landhelgisgæslunnar sem mest kom
við sögu í þessu stríði?
2.
Landgrunnsbrúnir beggja vegna eyjar
einnar við Ísland hafa fengið sérstök
nöfn. Á grunninu kringum eyjuna og
milli eyjar og lands eru fengsæl mið sem
komu mjög við sögu meðan stundaðar
voru síldveiðar. Þar stunduðu Færeyingar
lengi handfæraveiðar og komust í mikið
vinfengi við eyjarskeggja.
Byggð í eyju þessari hófst snemma og
er ekki vitað hvenær. Nærri lá að byggð
þar eyddist árið 1793 er þar gekk skæð
taksótt. Nú búa þarna um 100 manns.
Hvað heita brúnir landgrunnsins?
Hvaða eyja er þetta?
3.
Snemma á 20. öld kom út skáldsaga sem
lýsir hákarlaveiðum og lífi þeirra manna
sem þær stunduðu
Hver var höfundur þessarar skáld-
sögu?
Hvað heitir sagan?
4.
Eldfjall við sjó sem talið er að hafi gosið
seint á ísöld. Mikil gígskál er ofan í topp
fjallsins. Allmikið er þarna um bjargfugl
en hefur lítið verið nytjaður vegna þess
hve bjargið er sprungið og hættulegt að
síga í það. Á fjallinu er viti. Við norð-
austur horn fjallsins er drangur mikill
sem nefndur er „karl“ en í seinni tíð
hefur hann verið nefndur eftir rithöfundi
sem ólst upp á þessum slóðum. Einn
íslenskur togari smíðaður í Japan 1973
hefur borið nafn þessa fjalls.
Hvaða fjall er þetta?
Hver var rithöfundurinn?
5.
Eyjaklasi þar sem oft var búið stórbúi.
Þar bjó um langt skeið klerkur sá er tal-
inn er vera fyrirmynd Jóns Thoroddsen
að séra Sigvalda í Manni og konu. Hjá
klerki þessum var um skeið vinnukona
sem fékkst við ljóðagerð og árið 1876
kom út eftir hana ljóðabókin Stúlka
sem er fyrsta ljóðbók eftir konu sem út
kom á Íslandi. Þarna ólst upp maður
sem snemma á 20 öld var þingmaður og
ráðherra um skeið.
Hvaða eyjar er hér um að ræða?
Hvað hét ráðherrann?
Hvað hét skáldkonan?
6.
Bjarg yst á tá milli tveggja fjarða.
Skammt fram undan bjarginu liggur eyja
um 9 ha. að stærð. Eyjan er nær algróin
og þar er nokkurt æðarvarp. Búið var í
eyjunni öðru hverju fyrr á öldum og síð-
ast 1884-1890. Jón Guðmundsson lærði
dvaldist þar með leynd 1632-1635 en
hann var grunaður um galdur og ofsóttur
þess vegna.
Hvað heitir eyjan?
Hvað heitir bjargið?
7.
Fyrir nokkrum árum kom út saga
Útgerðarfélags Akureyringa
Hver er höfundurinn?
Hvað heitir bókin?
8.
Kaupstaður sem ber sama nafn og svæðið
sem hann stendur á. Þar hefur lengi verðið
mikil útgerð og fiskvinnsla enda fengsæl
fiskimið skammt undan landi. Staðurinn
var löggiltur verslunarstaður 1864 og fékk
kaupstaðarréttindi 1942. Laust eftir miðja
17. öld hóf Brynjólfur Sveinsson biskup í
Skálholti útgerð frá staðnum og má segja
að þar með hafi þéttbýli tekið að myndast.
Árið 1921 fæddist þar rithöfundur sem árið
1968 sendi frá sér skáldsöguna „Leikir í
fjörunni.“
Hvað heitir kaupstaðurinn?
Hvað heitir rithöfundurinn?
9.
Sæbratt fjall sem oft er nefnt í hafísfréttum.
Uppi á fjallinu höfðu Bandaríkjamenn mið-
unarstöð á árum síðari heimsstyrjaldarinn-
ar til að fylgjast með skipaferðum. Út af
fjallinu er lítill drangur sem heitir Nál en í
skörðum sem skilja fjallið frá næsta fjalli er
drangur sem Darri heitir. Munnmæli herma
að í Darra búi vættur er haldi hlífiskildi
yfir sjófarendum.
Hvað heitir fjallið?
Hvar er það?
10.
Í mars mánuði 1984 fórst íslenskt fiskiskip
fyrir sunnan land. Í áhöfninni voru alls
fimm menn fjórir fórust með skipinu en
einn vann það ótrúlega afrek að synda til
lands 5-6 km í ísköldum sjónum.
Hvað heitir skipverjinn sem bjargaði sér
svo frækilega?
Hvað hét skipið?
Svör skal senda ritstjóra, Jóni Hjaltasyni,
Byggðavegi 101B, 600 Akureyri, fyrir
föstudaginn 4. júlí næstkomandi. Veitt
verða þrenn bókaverðlaun. Berist fleiri
réttar úrlausnir en þrjár verða nöfn dregin
úr hatti. Yfirdómarar Getraunarinnar eru
hjónin Guðríður B. Jónsdóttir og Þórður
Vilhjálmsson en þau semja jafnframt
spurningarnar. Gangi ykkur vel.
60 - Sjómannablaðið Víkingur
Guðríður B. Jónsdóttir og Þórður Vilhjálmsson
Getraunin
Lundinn, hefði hann mannamál á valdi sínu,
gæti örugglega svarað einni spurningunni og lík-
lega annarri til. Ljósmynd: Jón Hjaltason
Ein aukaspurning, sem gefur ekki stig en rétt
svar hefur jákvæð áhrif á dómarana? Hverrar
tegundar eru fuglarnir á myndinni?