Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 61
Eitt af því versta, er þegar skrökvað er að fólki aftur og það aftur. En ef skrökvað er nógu oft verður skrökið sannleikur. Ein alvarleg skrök eru þegar matvælaframleiðendur senda skilaboð á pökkum sínum um að vítamín sé­u svo og svo mikil í viðkomandi matvælum. Þetta stenst því miður ekki, vegna þess að flest unnin matvara er hituð upp fyrir þau mörk sem halda einhverjum efnum eftir í upphaflegu matvörunni og þess vegna eru sett eftir á kemísk efni í vör- una sem kölluð eru vítamín, sem gera hana jafnvel enn verri en ella. Nú kann einhver að spyrja af hverju verri, erum við ekki að fá fullt af vítamín- um í kroppinn? Jú, mikil ósköp við erum að fá vítamín í kroppinn, en kemísk vít- amín eru kemísk og þar liggur hundurinn grafinn. Við manneskjurnar erum nefni- lega náttúruleg og því eru kemísk vítamín ekki eðlileg fyrir mannslíkamann og virka því ekki sem slík. Margir foreldrar flaska einmitt á þessu, halda að þeir séu að gera börnum sínum gott og kaupa gjarnan varning sem utaná stendur, vítamínbætt eða kaupa jafnvel handa þeim vítamín/ fæðubótaefni, sem unnin eru á kemískan hátt. En fátt verra gætu foreldrar einmitt gert börnum sínum, vegna þess að þetta eru nánast gerfi vítamín, fölsk skilaboð, vegna þess að þessi fæðubótaefna virka aðeins brota brot á við náttúruleg efni. Svo geta kemísku efnin sem notuð eru við framleiðsluna skaðað. Þessi efni eru í rauninni eiturefni fyrir mannslíkamann og geta hlaðist þar upp og valdið sjúk- dómum. Nýmóðins læknavísindi, þ. e. lyfjafyrirtækin í heiminum hafa í áratugi átt í harðri baráttu við hinar hefðbundnu, náttúrulegu lækningar, náttúrulyf og fæðubótaefni sem þekkt eru í gegnum árþúsundin og hafa margsannað sig, bæði sem forvörn og til að lækna sjúkdóma. Þeir vilja nefnilega hafa einkaleyfi á að lækna fólk með sínum kemísku lyfjum með öllum sínum skelfilegu aukaverk- unum. Þeir eru endalaust að reyna að finna upp hjólið, en átta sig greinilega ekki á því að það er löngu búið að finna það upp. Peningagræðgin er svo gegnd- arlaus og blindandi. En náttúran á sig sjálf og því geta lyfjafyrirtækin ekki nælt sér í einkaleyfi á henni og það svíður, geta ekki sett R innan í hring sem táknar einkaleyfi við- komandi aðila og selt vöru dýrar út á eRið. En í einkaleyfunum liggur gróðinn. Peningagræðgin stjórnar venjulegast ferð- inni, að hámarka gróðann er markmiðið. Skítt með það sem best er fyrir manneskj- una. En náttúrulyfin hafa yfirleitt vinn- inginn þegar kemur að því að uppræta eða fyrirbyggja sjúkdóma og þá erum við að tala um að uppræta sjúkdóma og ástæður þeirra, en ekki aðeins að við- halda ástandi eins og nýmóðins lyf virð- ast gera. Gróðinn verður auðvitað minni ef sjúkdómum fækkar eða jafnvel hverfa og því er betra upp á sölu lyfja að við- halda þeim bara. Rannsakendur í læknavísindum sem aðhyllast frekar eðlilegar náttúrulegar leiðir til viðhalds heilsu og eða til að útreka sjúkdóma eru, jafnvel daglega, að uppgötva ný efni í náttúrunni sem verka stórkostlega gegn sjúkdómum og til að koma í veg fyrir þá. Vafalítið á náttúran svör við öllum sjúkdómum þótt ekki sé enn búið að uppgötva alveg allt í þeim efnum ennþá. En nú bregður svo við að ný lög taka gildi í janúar á Íslandi, eins og víða ann- arstaðar í hinum vestræna heimi, í Asíu eða Austurlöndum dytti mönnum aldrei í hug svona fáránleg heimska, að gera þekkt fæðubótaefni uppáskriftar skyld frá læknum. Hvernig heldur þú að það verði þegar þú þarft að heimsækja lækni til að fá uppáskrift til að kaupa C-vítamín eða kannski lýsistöflur? Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt. Lyfjafyrirtækin og fólk halt undir þau hafa keppst við að sýna fram á með sýnd- arrannsóknum að fæðubótaefnin séu gagnslaus og ef svo er, af hverju er fólki þá ekki bara frjálst að því að nota þau óháð læknavaldinu? Það ætti alla vega ekki að skaða þeirra hag. Eða hvað? Þarna liggur meinið, fæðubótaefnin virka og þar með eru þeir færri sem þurfa á lyfjum að halda og það er náttúrulega óþolandi fjandi fyrir lyfjafyrirtækin. En aðeins um 20% fólks í heiminum notfærir sér nýmóðins lækningar, svo það er á brattan að sækja fyrir lyfjafyrirtæki og lækna. Þetta er vonandi í færri tilfellum læknum að kenna, vegna þess að það eru lyfjafyrirtækin í krafti fjármuna sinna og gróðahyggju eigendanna sem stjórna ferðinni og hafa haft áhrif á stjórnir landa og lyfjaeftirlit í hinum vestræna heimi til að ná fram banni eða takmörkun á fæðubótaefnin. Lyfjafyrirtækin reyna hins vegar að líkja eftir náttúrunni á ódýran, kemískan hátt og er til óhugguleg saga af því til sönnunar. Fyrir mörgum árum uppgötvaðist efni í jurt í regnskógum Amason sem getur unnið á flestum tegundum krabbameina. Í heil sjö ár reyndi lyfjafyrirtæki að líkja eftir jurtinni og setja saman kemískt efni sem virkaði eins, líklega til að geta sett eRið í hringinn og láta alla halda að þeir hefðu uppgötvað efnið. Jú, jú, allt fyrir gróðann. Í þessi sjö ár héldu þeir þessu sem sagt leyndu og þegar þeir sáu fram á að þeir næðu ekki að líkja eftir náttúru- legu jurtinni, reyndu þeir að þagga niður alla vitneskju um að eitthvað þessu líkt væri til. Þessi ljóta saga gengur í lækna- heimum erlendis og segir manni meira en margt annað um það, hver hugsunin verður til manneskjunnar þegar peninga græðgin er annars vegar. Með heilsukveðjum frá Hrísey Sjóm­annablaðið Víkingur­ - 61 Hvernig heldur þú að það verði þegar þú þarft að heimsækja lækni til að fá uppáskrift til að kaupa C-vítamín eða kannski lýsistöflur? spyr Aðalsteinn. Munið þó að leggja ykkur eitthvað meira til munns en bara fæðubótaefni, þótt góð séu koma þau aldrei í stað kjarngóðs matar. Aðalsteinn Bergdal leikari og lífskúnstner skrifar Ljótt er að heyra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.