Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Side 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Side 62
62 - Sjóm­annablaðið Víkingur­ Sigling um Netið Í umsjón Hilmars Snorrasonar Sjómennskan hér á landi hefur breyst mikið á ekki mjög mörgum árum. Hverjum hefði til dæmis dottið í hug fyrir 10 árum síðan að hægt væri að fara á Internetið um borð þótt svo að ekki sé um sama hraða að ræða til sjós og í landi. En við eigum líka frístundir heima og þá getum við farið og skoðað erfiðari heima- síður heldur en við getum staðið í að hlaða niður úti í sjó. En tækninni fleygir áfram og eftir næstu 10 ár verður enn hraðari þróun á möguleikum nettenging- ar úti á sjó en fyrri ár hafa sýnt. Því er ekki úr vegi að við byrjum á að skoða heimasíðu sem getur frætt okkur um gömlu tímanna. Síðutogarar eru löngu horfnir af sjónarsviðinu og margir sem nú eru á sjó urðu þess ekki aðnjót- andi að kynnast þessum skipum né þeim vinnuaðferðum sem þar var beitt. Netið gefur okkur þó möguleika á að skyggnast inn í þessa fortíð ef við förum á heima- síðu Siglufjarðartogarans Hafliða á slóð- inni www.si2.is Þessi síða er gott dæmi hvaða væntumþykju fyrrum skipverjar hafa fyrir sínu gamla skipi. Næsta síða er einnig íslensk og fjallar um eyfirska báta og bátasmíði. Er það Árni Björn Árnason, sem starf- aði hjá Slippstöðinni til margra ára, sem hefur hér tekið saman upplýsingar um skip og báta sem smíðaðir hafa verið á Norðurlandi. Síðan, sem hefur slóðina www.aba.is, býr yfir mjög fróðlegum upplýsingum og þar má sjá hvaða skip Slippstöðin hefur smíðað. Má segja að hér sé á ferðinni hluti af skipasmíðasögu okkar Íslendinga og segir eigandinn að einn daginn muni söfnun upplýsinga vera komin það vel á veg að bók verði næsta skrefið. Þangað til mun síðan sannarlega verða uppspretta margskonar fróðleiks um skipasmiði og smíðar skipa norðan heiða. Nú skoðum við síðuna www.marisec. org sem leiðir okkur að síðu alþjóða- samtaka kaupskipaútgerða. Nú eru þið eflaust að velta því fyrir ykkur hvað gæti verið áhugavert á þeirri síðu en það er heill hellingur af fróðleik sem þar er að finna. Ég get til dæmis bent á að þeir gefa út blað sem hægt er að lesa á vefnum og þar eru margar nytsamlegar upplýsingar fyrir þá sem eru í siglingum hvers þeir geti vænst í reglugerðaflóðinu sem yfir kaupskipasjómenn dynja reglulega. Með næstu síðu er nú ekki verið að hvetja lesendur síðunnar að ganga í bandaríska sjóherinn en þeir eru með mjög skemmtilega og fróðlega síðu á slóðinni www.navy.mil Þar er hægt að skoða bæði myndbönd og ljósmyndir frá ýmsum verkefnum sjóhersins sem og skemmtilegar fréttir af því sem þar er að gerast. Ljósmyndirnar eru nokkuð magn- aðar á síðunni enda má segja að litadýrð- in er mikil hjá sjóhernum. Og meira af sjóhernum. Flugmóðurs- kipið Nimitz er með stærstu flugmóð- urskipum Bandaríkjamanna og var það fyrst í röð átta systurskipa sem stærst eru í heiminum í dag. Á netsíðunni http:// www.pbs.org/weta/carrier/ gefst okkur einstakt tækifæri til að skoða þetta mik- ilfenglega skip og lífið þar um borð. Hér er síða sem hægt er að segja að taki aldrei enda nema með því að fjárfesta í mynd- disk um skipið. Síðan er í raun stuðn- ingur við fræðslumynd sem gerð var um skipið og má segja að eftir að búið er að skoða síðuna er erfitt að láta ekki eftir sér að kaupa myndina um skipið. Vöktun siglinga skipa fer stöðugt vax- andi og einmitt daginn sem þetta er skrif- að var tilkynnt að Landhelgisgæslan fengi brátt til umráða ratsjár sem staðsettar verða víðsvegar um landið til að fylgjast með skipaumferð. Það sem hér er á ferð- inni er það sem kallað er VTS eða Vessel Tracking System og hefur í vaxandi mæli verið tekið upp til að stýra umferð skipa. Á slóðinni www.maritime-vts.co.uk er margvíslegan fróðleik að finna um þetta nýja kerfi sem verið er að taka upp hér á landi á næstu árum. Ég gæti sagt margt um síðuna en best er bara að fara inn á hana og skoða það sem vekur áhuga. Ef þú ert að leita þér að vinnu á sjó þá er ekki úr vegi að skoða www.shiptalk- jobs.com síðuna. Hún hefur upp á að bjóða meðal annars störf á sjó og þar er líka hægt að setja inn nafnið sitt ef ein- hver er að leita. Þegar ég skoðaði síðuna þá voru 8 Íslendingar skráðir þar inni en nöfnin eru að sjálfsögðu ekki sýnileg þannig að ekki er verið að bregðast trún-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.