Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Síða 4
Síðastliðið vor skrifaði ég leiðara í 2. tölublað Víkingsins undir
heitinu Óvissunni verður að linna. Þar var biðlað til ráðamanna um
að bregðast við ákalli þjóðarinnar um að taka þær ákvarðanir, sem
við hefur blasað um langa hríð að taka þurfi , til að hjól atvinnu-
lífsins fari að snúst á ný. Þar er átt við að þeir sem atvinnurekstur
stunda hafi þá sannfæringu að óhætt sé að leggja í fjárfestingar og
að gera framtíðaráætlanir sem hægt væri að byggja á samkvæmt
skýrri stefnu stjórnvalda, en því fer fjarri að staðan sé slík um þessar
mundir. Ef ráðamönnum bæri gæfa til raunhæfra ákvarðana sem
hefðu þetta í för með sér, þá væri það svo sannarlega jólagjöfi n í ár.
Það er lýðum ljóst að við gríðarlegan vanda er að etja. Vandinn er
samt sem áður mun meiri en hann þyrfti að vera, hreinlega vegna
lýðskrums ákveðinna einstaklinga úr pólitíkinni sem hanga á því
eins og hundar á roði að það sem mest ríður á um þessar mundir,
landi og þjóð til bjargar, sé að rústa núverandi stjórnkerfi fi skveiða.
Þessu er haldið fram án nokkurra raka annarra en þeirra sem felast í
innantómum slagorðum, yfi rleitt með vísan til réttlætis/óréttlætis og
án þess að með nokkru móti sé horft til þess hvaða efnahagsleg eða
fjárhagsleg áhrif slíkt hefði á afkomu þjóðarbúsins sem um þessar
mundir er í meiri þörf en nokkru sinni fyrir tekjur í ríkissjóð.
Ég hef áður varpað fram þeirri spurningu hvað það hefði í för
með sér ef allir bíleigendur á Íslandi gætu samkvæmt lögum gerst
leigubílstjórarar gegn ákveðnu gjaldi til hins opinbera. Hætt er við
að slíkt gengi ekki upp til lengdar. Sama á við um sjávarútveginn.
Pólitískir lýðskrumar eru um þessar mundir þjóðfélaginu dýrari en
fl est, ef ekki öll önnur óáran, sem að þjóðinni sækir um þessar
mundir. Framundan eru kjarasamningar. Það semur enginn
atvinnurekandi við launþega ef atvinnurekandinn veit ekkert hvort
hann á sér framtíð eður ei. Flóknara er þetta nú ekki. Óvissunni
verður að linna.
Óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra ásamt öllu lesendum
sjómannablaðsins Víkings, gleðilegra jóla, árs og friðar.
Árni Bjarnason
Efnis-
Jólagjöfi n í ár
Bætur, nei ekki að tala um. Samræðum bræðranna
Benedikts og Hauks Brynjólfssona og Ólafs Gríms
Björnssonar vindur áfram. Þetta er annar hluti.
Allt um tappatogarana sem smíðaðir voru í Stralsund.
Helgi Laxdal kafar djúpt í efnið
Svo fór Helgi á staðinn, alla leið til Stralsund, og
kynnti sér málið – eða reyndi að minnsta kosti.
Stæltir íþróttamenn. Fararstjóri Helga, hún Kristín
Jóhannsdóttir, bregður upp mynd af lífi nu eins og það
var í Austur-Þýskalandi – sannarlega óborganlegt.
Stralsund var Hansaborg.
Eitt og annað um tilkynningaskylduna og óvænt
tengsl við Stralsundara.
Framtakssjóður þverbrýtur allar reglur. Frá formanna-
ráðstefnu FFSÍ.
Norræn siglinga- og strandmenningarhátíð á Húsavík
næsta sumar.
Dularfull sigling – ótrúlegur skipstjóri. Bernharð
Haraldsson um Flying Enterprise, baráttuna,
fjölmiðlafárið og farminn dularfulla.
Skipstjórnarmenn, munið fundina milli jóla og nýárs!
Bókatíðindi. Birtir kafl ar úr þremur öndvegisritum:
Sögu Útvegsbænda í Eyjum, Af heimaslóðum og
Undir miðnætursól.
Helgi Kristjánsson segir af líklega erfi ðasta prófi nu
sem lagt hefur verið fyrir sjálfvirka togvindukerfi ð frá
Naust Marine. Stóðst það prófi ð?
Hentu laumufarþegum í sjóinn. Hilmar Snorrason kíkir
á veraldarfréttirnar.
Ljósmyndakeppnin. Úrslit kunngerð.
Hilmar okkar Snorrason er sannarlega ótrúlegur
maður. Hann sá skip í erlendri höfn, jú, hann hafði
séð það áður – fyrir 30 árum, eða voru þau 40?
Víkingurinn heldur, svei mér þá, að hann þekki bók-
stafl ega öll skip fl otans, fyrr og síð. Hér segir Hilmar
okkur frá Sjömansskolan í Stokkhólmi og áðurnefndu
skipi. Sannarlega fovitnilegur lestur.
54 Hilmar Snorrason siglir um netið.
Sjómenn og aðrir lesendur Víkings.
Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagn-
rýni eða hrós, tillögur um efnisþætti og
hugmyndir um viðtöl við áhugaverða sjó-
menn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk
úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þætt-
inum: Raddir af sjónum.
Netjið á jonhjalta@simnet.is
Forsíðumyndin er að þessu sinni verð-
launamynd Vals Björns Línberg.
6
18
24
25
26
26
30
32
44
46
34
48
Útgefandi: Völuspá, útgáfa,
í samvinnu við Farmanna- og fi skimannasamband Íslands.
Afgreiðsla og áskrift: 462 2515/netfang: jonhjalta@simnet.is
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 462 2515,
netfang: jonhjalta@simnet.is Byggðavegi 101b, 600 Akureyri.
Auglýsingastjóri: Vilborg Aldís Ragnarsdóttir, sími 894 6811
Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason.
Forseti FFSÍ: Árni Bjarnason.
Prentvinnsla: Ásprent.
Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta,
Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum.
Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra
félagsmanna FFSÍ.
Blaðið kemur út fjórum sinnum á ári.
ISSN 1021-7231
43
50
52
54
Á vertíð með Alfreð Jónssyni. Þórður Jónsson útbyrðis
í mannskaðaveðri. Ragnar Franzson snýr á tvo kollega.
Ólafur Ragnarsson rekur hörmungarnar er dundu á
þjóðinni í janúar 1952. Vilborg Arna Gissurardóttir segir
frá ævintýraferð til Grænlands. Þorsteinn Jónatansson er
maðurinn sem man Pourquoi pas? Og fl eira, og fl eira!
Í næstablaði